Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Utlönd Hálendingar byrjaðir laxeldið af krafti Norskir fiskeldismenn að störfum, en laxeldisstöðvar þeirra skiluðu af sér 28 þúsund smálestum í fyrra I stöðuvötnum, víkum og vogum Hálandanna í Skotlandi rís nú upp hver laxeldisstöðin af annarri. Heftir það orðið til þess að örva efnahags- lífið í þessum afskekktustu byggðum Bretlandseyja, en um leið hefur það vakið áhyggjur umhverfisvemdar- manna. Tíu ára uppbygging byrjuð að skila sér Á eyjunni Harris, sem liggur um 55 km undan landi, er á hverjum vetri klakið út um milljón laxa- hrognum í ferskvatni, sem veitt er úr stöðuvatni eyjarinnar. Eftir tíu ára tilraunir hafa eldisbændur kom- ið sér niður á klakaðferð, sem líkir eftir hringrás náttúrunnar sjálfi-ar, enda hafa þeir óspart sótt sér ráð til Norðmanna. Laxinn hrygnir í fersk- vatni, þar sem hrognin klekjast, seiðin vaxa upp, uns þau flytjast til sjávar til meiri þroska, uns laxinn er orðinn kynþroska og gengur aftur upp í ár til þess að hrygna í fersk- vatni. Eftir byijunarerfiðleika vegna sjúkdóma og vindasamrar veðráttu við vesturströnd Skotlands virðast nú bjartari tímar fram undan. Lax- eldið gaf af sér í fyrra sjö þúsund smálestir, sem er tífalt meira en fyr- ir fimm árum. Laxveiðin gaf af sér þúsund smálestir í fyrra. Það er búist við að laxaframleiðslan gefi af sér tíu þúsund smálestir þetta árið, en áætlað er að framleiðslan komist upp tuttugu þúsund smálestir árið 1988. Farnir að metast við Norð- menn um laxinn Skoskar laxeldisstöðvar þykja orð- ið ekki standa að baki neinum nema ef helst væri norskum, sem gáfú af sér í fyrra 28 þúsund smálestir. Er þegar sprottinn upp nokkur meting- ur milli Skota og Norðmanna um hvorir framleiði betri Atlantshafs- lax. Laxeldisstöðvar eru ennfremur í uppvexti í Kanada, á íslandi, fr- landi og í Bandaríkjunum. Glæðir efnahagslífið í dreif- býlinu Með því að laxasalan er talin munu gefa af sér 40 milljónir sterl- ingspunda á þessu ári gerir þessi nýja framleiðslugrein aldeilis strik í búreikningana í Hálöndunum og einkanlega í vestureyjunum, þar sem atvinnuleysi hefur verið landlægt. Hafa skapast af þessu nýir atvinnu- möguleikar. Um leið vakna áhyggjur umhverfisvemdarsinna um að af hljótist rask, sem spilli hinni rómuðu náttúrufegurð Hálandanna og smá- eyjarma. Japanir setja á laggimar viðlagaráð í Japan hefur gengið manna á milli blendinn brandari að undan- fömu um skrifstofubákn hins opinbera: „Ef Rússar skjóta kjama- flaugum á Japan, myndu þá ekki tollyfirvöld vilja ganga úr skugga um að greidd hefðu verið af þeim öll innflutningsgjöld?" Gallið í þessari kímni er sprottið úr óánægju manna með seinlæti í skrifstofubákni hins opinbera, gagn- rýni á hæfni æðri ráðamanna og óþarfa togstreytu og ríg á milli stofri- ana. Eitt ráð til þess að halda um alla þræði Til þess að komast í framtíðinni hjá ringulreið og vandræðum af þessum sökum hefúr Japan sett á laggimar sérstakt viðlagaráð, eins konar framkvæmdaráð sem lætur til sín taka vamarmál, hiyðjuverk, mannrán og náttúruhamfarir. Fram- kvæmdastjóri þjóðaröryggisráðsins, eins og Japanir kalla þessa viðlaga- stjóm, er Atsuyuki Sassa. Þegar hann kynnti þessa ráðstöfun fjöl- miðlum á dögunum kom fram að í forsæti þessa ráðs myndi sitja sjálfúr forsætisráðherrann, Yashuhiro Nakasone. Orðnir leiðir á stífiunum í bákninu Eitt meginhlutverk ráðsins er að tryggja að æðstu ráðamenn fái fulla vitneskju um hvaðeina sem að kann að steðja eigi síðar en allur almenn- ingur heyrir um það í útvarpinu eða sjónvarpinu. Á því hefur nefnilega viljað vera misbrestur. Eins og ber- lega kom í ljós í klúðrinu fræga 1976 þegar sovéski herflugmaðunnn flúði í herþotu sinni til Japans. 1 þessu viðlagaráði munu eiga meðal annarra sæti nokkrir ráð- herrar úr núverandi ríkisstjóm. Þetta ráð mun jafnvel hafa yfir þjóð- arvamarráðinu að segja sem annars einskorðar sig einvörðungu við vamarmál. Það mun jafnframt hafa yfir almannavömum að segja. Það mun safria upplýsingmn þegar ótíð- indi gerast, vinna úr þeim, samhæfa skoðanir viðkomandi ráðuneyta og stofnana, vera ráðherrum til ráðu- neytis og samhæfa viðbrögð. Stjórnarandstæðingar vantrúaðir f röðum stjómarandstæðinga mæl- ist þetta ráðslag ekki of vel fyrir og strax er farið að ýja að hættu á því að ráðið muni stjóma almenn- ingi með þvf að hagræða upplýsing- um og sannleikanum. Æöstu ráöamenn í Japan hafa oft ekki spumir af stórtíöindum fyrr en þeir, eins og allur almenningur, heyra sagt frá þeim f útvarpi og sjónvarpi. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.