Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 27 Iþróttir , Atli sterkari í Islendingaslagnum - Uerdingen vann Stuttgart í sogulegum leik Atli Hilmarsson, DV, V-Þýskalandi: Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Bayer Uerdingen slógu Stuttgart út úr bikarkeppninni í V-Þýskalandi þegar þeir unnu, 6-4, í mjög sögulegum leik sem var framlengdur. Ásgeir Sig- urvinsson og félagar hans hjá Stutt- gart höfðu mikla yfirburði fyrstu 60 mín. leiksins og komust í 3-0. Jiirgen Klinsmann skoraði tvö. mörk og Schröder eitt. Uerdingen gerði tvær breytingar á liði sínu í leikhléi. Ungu leikmennim- ir Bierhoíf og Kirkhol komu inn á. Á 60. mín. varð Uerdingen fyrir áfalli. Þá fór Rudi Bommer af leikvelli, við- beinsbrotinn, eftir að hafa lent í samstuði við Ásgeir. Leikmenn Uerd- ingen léku því tíu það sem eftir var. Bierhoff skoraði tvö mörk og Stefan Kuntz eitt, þannig að jafrit var, 3-3, eftir venjulegan leiktíma. Þess má geta að Schröder hjá Stuttgart fékk að sjá rauða spjaldið fyrir gróft brot á 80. mín. Funkel kom Uerdingen yfir, 4-3, í framlengingunni en Karl Allgöver jafnaði, 4-4. Það var svo Franz Rasc- hid sem skoraði tvö síðustu mörk Uerdingen og tryggði félaginu sigur, 6-4. Immer, markvörður Stuttgart, átti afleitan leik í markinu. Bayem í basli Bayem Munchen átti í miklu basli með áhugíimannaliðið Hertha Berlín í Berlín. Peter Loontiens skoraði fyrir Berlínarliðið eftir aðeins fjórar mínút- ur. Reinhold Mathy jafnaði, 1-1, og aðeins einni mín. fyrir leikhlé náði Roland Wohlfarth að tryggja Bayem Heimir hetja ÍR-inga - sem byggðu sér 2. deildar sætí Úrslitin liggja nú ljós fyrir í A- riðli 3. deildar eftir langa og harðvít- uga baráttu. ÍR-ingar standa uppi sem sigurvegarar og em vel að þeim sigri komnir. Þeir leika því í 2. deild að ári en aðeins er ár síðan þeir léku í 4. deild, uppgangur liðsins hefur verið ótrúlegur. Reynir, Sandgerði-ÍR 0-2 Sigurinn í riðlinum tryggðu ÍR- ingar sér með sigri í Sandgerði. Það var Heimir Karlsson, þjálfari IR- inga, sem skoraði bæði mörkin. Fylkir-Grindavík 0-1 Fylkismenn vom í humátt á eftir ÍR mestan hluta sumars en fyrir- gerðu vonum sínum með tapi á heimavelli. Guðlaugur Jónsson skor- aði mark gestanna. Stjarnan-ÍK 1-0 Það er furðulegt að ekki hefur komið meira út úr annars góðu liði Stjörnunnar í sumar. Þeir sigmðu ÍK með marki Jóns Árnasonar og voru vel að sigrinum komnir. IR Fylkir ÍK Stjarnan Grindavík Reynir, S. Ármann 12 8 12 7 12 7 12 6 12 5 12 2 12 0 sigur. • Leikmenn Schalke urðu að sætta sig við tap, 0-1, fyrir áhugamannalið- inu Mainz. Michael Schuhmacher, fyrrum leikmaður Kaiserslautem, „Gladbaeh“ og Bayer Uerdingen skor- aði sigurmarkið. • Bremen varð að sætta sig viðjafn- tefli, 0-0, á heimavelli gegn Aachen. Hamburger lagði Solingen að velli, 3-0. „Gladbach" vann stórsigur, 7-0 yfir Amberg. • Tony Woodcock skoraði sitt fyrsta mark fyrir Köln sem vann Emmendingen 4-0. • Kaiserslautem fékk skell - tapaði 0-3 fyrir áhugamannafélaginu Remsc- heid sem leikur í 3. deild. SOS Öraggur sigur 1 vikunni lauk 1. úrslitariðli 4. deildar með yfirburðasigri Aftur- eldingar úr Mosfellssveit. Aftur- elding leikur því í 3. deild að ári ásamt Haukum sem urðu í 2. sæti riðilsins. Afturelding 6 6 0 0 27- 8 18 Haukar 6 3 0 3 8- 9 9 Leiknir, Rvk. 6 2 13 14-16 7 Bolungarvík 6 0 1 5 9-25 1 -JFJ AUi Eðvaldsson. 22- 9 26 26-13 22 18-17 22 20-15 20 18-19 15 14-21 10 8 11-35 4 Ármann fellur í 4. deild ásamt HV sem hætti keppni. JFJ OWERIONE ORKUSIPPUBANDIÐ Handhægasta líkamsræktin í dag 5 að: Viltu eyða J MINUTUM annan hvern dag - styrkja líkamann - bæta línurnar - auka þolið með skjótum árangri? Þá skalt þú reyna orkusipp. • Það eykur súrefnisflutning hjarta, lungna og æðakerfis. • Það eykur brennslu á fitu og hitaeiningum • Það gefur betri línur og eykur styrk og þol • Það eykur líkamsþróttinn og dregur úr streitu. • Og þú getur stundað það nánast hvar sem er og hvenær sem er. PomrToneímpe Póstþjónusta við landsbyggðina: kr. 2900 plús póstkrafa. Sendið bréflegar fyrirspurn- ir, auðkenndar „Vegna Power Tone" á umslaginu. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari og f.v. formaður Fimleikasam- bands íslands. Eftir stutta reynslu af orkusippu- bandinu finnst mér það hafa þá eiginleika fram yfir venjulegt sipp og það nær til fleiri vöðvahópa og er vænlegra til árangurs við reglulega þjálfun. Byrjendur þurfa að sjálfsögðu að kynna sér allar leibeiningar. Fara ekki af stað með skammtímahlaupi heldur mark- visst og reglulega. Fyrir íþróttafólk er orkusipp fljótvirk upphitun. Útsölustaðir í Reykjavík & ná- grenni Ástund, Austurveri Bikarinn, Skólavörðustíg 14 Hagkaup, Skeifunni & Kjörgarði Líkamsræktin Orkubót, Grensás- vegi 7 Markið, Ármúla 40 Sparta, Laugavegi 49 Sportv. Ömars, Suðurlandsbr. 6 Sportvöruverslunin, Drafnarfelli 12 Útilif, GJæsibæ Versl. Tína Mína, Laugavegi 21 Vöruval/Stjörnusport, Garðatorgi Akranes: Versl. Öðinn Akureyri: Hagkaup Blönduós: Óskaland. Egilsstaðir: Versl. Skógar ísafjörður: Sporthlaðan Keflavík: Hagkaup Selfossi: Sportbær Handbók ásamt íslenskri þýðingu fylgir hverju orkusippubandi. EINKASÖLULEYFI Á ÍSLANDI: íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h/f Tjarnargötu 18, 101 Reykjavík. Pósthólf 1700. Sími 20400.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.