Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 30
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 30 l BHreið valt við Sólgerði í Saurbæjartireppi um klukkan 17.45 siöastiiðinn laugardag. Tveir kartmenn voru í bílnum og voru þeir þegar í stað fluttir á sjúkrahúsið á Akureyrl. Þeir reyndust báðir ómeiddir. Úkumaöurinn sagðist hafa misst stjóm á bHreiðinni. VestflrðlR Ýmsu ábúta- vant í skólamálum Bjaini Gudmaiæan, DV, tafir& Á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 1985 var skipaður staríshópur tD að gera úttekt á stöðu skólamála á Vestfjörðum og skilaði hann áliti á þingi F.V. nú í vikunni. Kemur þar fram að ýmsu er ábótavant í skólamálum á Vest- fjörðum og gera þarf átak ef fylgja á lögum um grunnskóla fram. Meðal þess sem starfehópurinn taldi ábótavant má nefna ósam- ræmi í starfetíma skólanna og skerðingu námstíma en gnrnn- skólinn á ísafirði er' nú eini grunnskólinn á Vestfjörðum sem starfar í níu mánuði á ári. Þá skortir mikið á að skólar séu skipaðir sérmerintuðu starfeliði. Sl. vetur var hlutfall kennara án kennsluréttinda hærra á Vest- fjörðum en annars staðar á landinu. Á þinginu voru samþykktar til- lögur um að sveitarstjómir gerðu sámeiginlega tveggja ára átak i skólamálum á Vestfjörðum, s.s. með samræmingu starfetima skól- anna og að allir 9 bekkir grunn- skólans verði starfræktir á öllum stærri þéttbýlisstöðum. , .... ..... vÞeir Krisflán Atlí, 13 ára, og Ásgeir, 11 ára, létu sér vel líka að svamla í sjónum, enda í biautbúningum sem héldu á þeim hita. Lögreglunni leist hins vegar ekki jafnvel á framtakið og rak þá félaga upp úr. . ,. DV-mynd S Skulagata: Strákar gripnir við sjósvaml Fyrir skömmu varð lögreglan að hafa afekipti af mönnum sem tilkynnt var um á sundi í sjónum fyrir framan Út- varpshúsið að Skúlagötu 4. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að þar voru tveir strákar, 11 og 13 ára gamlir, á svamli í flæðarmálinu og höfðu synt í sjónum skammt frá landi. Voru þeir að prófa blautbúninga sem þeir voru klæddir í og höfðu gam- an af. Talið var þó ráðlegast að reka þá á land enda ekki hættulaust og auk þess lítt heilsusamlegt að synda á þessum stað þar sem skolpi er veitt í sjóinn skammt frá. Var piltunum því ekið til síns heima í lögreglubíl með áminn- ingu um að leggja ekki í frekara sjósund i bráð. -BTH Þing fjórðungssambands Vestfirðinga: Ferðamál og byggðaþróun Bjami Guðmaissan, DV, fsafirði: Þing Fjórðungssambands Vestfirð- inga var haldið dagana 22. og 23. ágúst sl. Þijú aðalmál voru til umræðu; bætt skipulag skólamála á Vestfjörð- um, æskileg framvinda ferðamála í fjórðungnum og loks staða og framtíð Fjórðungssambandsins. Þá bar fjölda annarra mála á góma og má þar nefna samgöngumál, byggðaþróun og ýmis- legt er varðar innra skipulag sam- bandsins. Fjórðungssamband Vestfirðinga á að baki 37 ára starfesögu. Það var stofnað á ísafirði 8. nóvember árið 1949, þá sem samband sýslufélaga og ísafjarðarkaupstaðar en nú eiga aðild að því öll sveitarfélög í Vestfiarðar- kjördæmi. Markmið Fjórðungssam- bands Vestfirðinga er að vinna að hagsmunum sveitarfélaganna og efla samstarf þeirra á milli. Jóhann T. Bjamason, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambandsins, tók saman fyrir þingið skrá um málefni sem F.V. hefur unnið að og er af henni ljóst að víða hefúr verið komið við á ferli sam- bandsins. Mörg þessara málefria hafa verið farsællega til lykta leidd en önn- ur eru enn til meðferðar. Undanfarin ár hefur borið nokkuð á óánægju meðal sveitarstjómarmanna með uppbyggingu sambandsins og menn hafa efast um mátt þess til að knýja frarn baráttumál sveitarfélag- anna. Guðmundur H. Ingólfeson, fyrrv. formaður sfjómar, gerði þessar efa- semdir að umræðuefiii í framsögu um framtíð og stöðu F.V. Þar sagði hann m.a.: „F.V. stendur nú á tímamótum og það getur ráðið miklu um framtíð sambandsins og velferð byggðar á Vestfjörðum hvemig nú tekst til.“ Frá þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga: Karvel Pálmason alþingismaður í ræðustól. DV-mynd. Bjarni. DV-mynd Sigurjón. Rykský yfir KveldúHsblokkum Klæðning sett á bifreiðastæði í Borgamesi. Sigurján Gunnaissoin, DV, Borgamesi: Þegar unnið var að lagningu klæðningar á bifreiðastæði við ifbúðablokkir við Kveldúlfegötu í Borgamesi gaus upp mikið ryk er á tímabili byrgði nær allt útsýni. Fyrir nokkm var lagt á svæði þettá fyrsta lag klasðningar og var núna komið að lagningu annars lags. Svo vel mætti fara var nauðsynlegt að sópa burt möl og sandi er ekki hafði gengið ofan í olíuna í fyrra skiptið, því nú átti að leggja annað olíulag og ofan í það mun fínni sand en notaður var í fyrra sinnið. Við verk þetta var notaður sópur einn mikill er tengdur var dráttarvél og vom afköstin slík að rykmökk lagði um allt hverfið. Hætt er við að þeir, sem ekki höfðu þá forsjálni eða áttuðu sig ekki á þessum vágesti og höfðu opið upp á gátt, hafi fengið góðan skammt af ryki inn til sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.