Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 14
1'4 MÁNUDAGUK 1? SEPTEMBER'tóSé. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Árangur ofstjórnar Engri starfsemi í landinu er meira stjórnað en hinum hefðbundna landbúnaði kúa og kinda. Þar tróna land- búnaðarráðuneyti, búnaðarfélag, stéttarsamband og framleiðsluráð, sem búa til sjóði út og suður og setja á búmark, kvóta og núna síðast fullvinnslurétt. Árangurinn er margfalt meira misræmi í framleiðslu og sölu búvöru en þekkist á nokkru öðru sviði. Kjöt- fjöllin eru samanlagt komin upp fyrir 6000 tonn, rétt fyrir 12000 tonna sláturtíð. Smjörfjallið og önnur mjólk- urafurðafjöll halda einnig áfram að stækka. Ofstjórnin hefur í orði hvatt til minni framleiðslu, en á borði stutt misræmið með hagstæðum lánum og styrkjum, til dæmis til byggingar fjósa og fjárhúsa, sem nú rúma tvöfalt fleiri gripi en markaðurinn þolir. Slíka fjárfestingu átti að vera búið að stöðva fyrir löngu. Ein afleiðing ofstjórnarinnar er, að kúafjöldinn í landinu komst í fyrrahaust upp í hinn mesta, sem verið hefur í sögunni. Og fjölgunin varð ekki á þeim stöðum, þar sem helzt er markað að hafa, svo sem í Reykjavík. Þar fækkaði kúnum meira að segja í fyrrahaust. Sömu sögu er að segja af Suðurlandsundirlendinu, sem helzt gæti verið mjólkurforðabúr markaðsins á, Reykjavíkursvæðinu, bæði vegna nálægðar og slétt- lendis, svo og vegna erfiðra aðstæðna fyrir sauðfé, sem er að eyðileggja illa fama afréttina. Fjölgun kúa varð hins vegar mest allra lengst frá markaðnum, á Austfjörðum. Þetta endurspeglar of- skipulag af hálfu hinna fjölmennu stofnana, sem stjórna hinum hefðbundna landbúnaði, til dæmis með alls kon- ar jöfnun, þar á meðal á flutningskostnaði. Ofskipulag landbúnaðarráðuneytis, búnaðarfélags, stéttarsambands og framleiðsluráðs hefur víðar sviðið gróður landsins og fjárhirzlur þess, neytendur og skatt- greiðendur. Það hefur meðal annars stuðlað að tilvist tvöfalt fleiri sláturhúsa en þarf í landinu. í þessu kerfi hafa menn komizt að raun um, að lækka megi sláturkostnað um 30% með fækkun sláturhúsa. Þeir hafa uppgötvað, að þetta eru dýr mannvirki, sem aðeins eru notuð brot úr ári. En þeir hafa í áratugi neitað að hlusta á þá, sem löstuðu ofskipulag þeirra. Þessir sömu stjómendur hins hefðbundna landbúnað- ar hafa á síðustu árum ofskipulagt graskögglaverk- smiðjur, sem sitja uppi með ársframleiðsluna, af því að þær framleiða tvöfalt meira en markaðurinn þolir. Það er enn einn árangurinn af hinu markvissa skipulagi. Stjómendur landbúnaðarins eru núna enn einu sinni að semja við sjálfa sig um framhaldið á ofskipulaginu. Ráðuneytið situr öðrum megin við samningaborðið og aðrar stofnanir landbúnaðarins hinum megin. Neytend- ur og skattgreiðendur koma hvergi nærri. Afleiðingin er, að ríkið tekur að sér fyrir hönd for- • spurðra neytenda og skattgreiðenda að kaupa enn einu sinni miklu meira af kjöti og mjólk en hægt er að torga innanlands eða gefa útlendingum. Síðan fjúka milljarð- amir í niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur. Ennfremur em stjórnendur landbúnaðarins enn einu sinni að semja við sjálfa sig um, að árangur starfs þeirra í hinum hefðbundna landbúnaði nái smám saman yfir aðrar búgreinar, til dæmis kjúklinga, egg og svínakjöt. Afleiðingin er, að § öll byrj a einnig þar að hlaðast upp. Á meðan em fræðingar í þessu sama kerfi að birta skýrslur, sem segja, að bændum þurfi að fækka um helm- ing og harðbýlli hémð að leggjast í eyði sem fyrst. Jónas Kristjánsson Frjálshyggjan er rammís- lensk kenning! E>ví er stundum haldið fram, að frjálshyggjan sé ný aðskotakenning, sem eigi alls ekki við íslenskar að- stæður. Hvað varðar okkur um hugmyndir einhverra karla úti í heimi? spyrja menn og gleyma auð- vitað heilræði Hávamála: „Sá einn veit, er víða ratar...“ En þeir hafa heldur betur rangt fyrir sér, því að hugmyndin um fijálshyggjuna er jafhgömul íslensku þjóðinni, þótt orðið sé nýtt. Mig langar í þessari örstuttu hlaðagrein til þess að rekja nokkur dæmi um hana í ellefú hundrað ára hugmyndasögu okkar. íslensk frjálshyggja að fomu Engin þjóð í Norðurálfu getur, held ég, skírskotað til jafhótvíræðra frjálshyggjuhugmynda í sögu sinni og íslendingar. í Landnámu segir til dæmis frá norskum höfðingjum, sem hurfú til fslands, þar sem þeir vildu ekki gjalda Haraldi lúfu skatt, en höfðu boðist til að gefa honum gjafir jafhháar skattinum. Þessir höfðingjar vissu sem var, að þeir hefðu viðurkennt vald konungs yfir sér, hefðu þeir látið skatt af hendi rakna. Þeir hefðu hins vegar staðið jafiiréttir eftir, hefðu þeir gefið kon- ungi gjafir og hann þegið. Þessir menn vildu vera sjálfstæðir menn og jafoingjar, ekki þegnar annarra. íslendingar kannast líka úr sögu sinni við hugsjónina um réttarríkið - þá hugsjón, að lögin ráði, en ekki mennimir. Sagnaritarinn Adam frá Brimum sagði frá því fúllur að- dáunar fyrir níu hundruð árum, að íslendingar hefðu engan konung annan en lögin. Verður réttarríkis- hugsjón frjálshyggjumanna betur lýst? íslendingum datt ekki heldur í hug að trúa því, sem óspart var haldið að öðrum Norðurálfuþjóðum, að konungar hefðu þegið vald sitt af Guði, og þeir áskildu sérþví í Giss- urarsáttmála árið 1262 uppsagnar- rétt, stæði konungur ekki við sinn hluta sáttmálans. Þessi litla þjóð á hjara veraldar vfsaði til sáttmála- kenningar fjögur hundruð og fimmtíu árum á undan John Locke! íslensk frjálshyggja á nítjándu öld Til þess voru margar ástæður, eins og allir vita, að lítil gróska var í stjómmálahugmyndum íslendinga á árunum frá um 1262 til um 1848. En Jón Sigurðsson, helsti leiðtogi sjálf- stæðisbaráttunnar, var eindreginn fijálshyggjumaður og skildi ágæt- lega kosti verkaskiptingar og fijálsra viðskipa. Hann vitnaði til dæmis í Nýjum félagsritum með mikilli velþóknun til fi-anska hag- fræðingsins Jean-Babtiste Say, sem var kunnasti lærisveinn Adams Smiths á meginlandi Norðurálfu á fyrri hluta mtjándu aldar. Heimildic eru einnig til um það, að Jón forseti hafi lesið Frelsið eftir John Stuart Mill og að homun hafi getist vel að boðskapnum. Annar íslenskur menntamaður, Gísli Brynjúlfeson, vitnaði oft til Adams Smiths í Norðurfara á árun- um 1848 og 1849 og leiddi þar ýmis skipta." Frjálshyggjan er mannúðarstefna KjaUaiiim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson rök gegn sósíalisma. Ennfremur sneri Jón ritstjóri Ólafeson Frelsinu eftir Mill á íslensku á síðari hluta aldarinnar. Hver er sinnar gæfu smiður eftir Samuel Smiles, en sú hók hefúr að geyma alþýðleg heil- ræði í anda frjálshyggju, kom einnig út á íslensku á svipuðum tíma. Sennilega er það þó merkilegast í þessu viðfangi, að fyrsta íslenska hagfræðiritið, Auðfræði eftir Am- ljót Ólafeson, sem gefið var út árið 1880, var allt í anda hreinnar og ómengaðrar fijálshyggju, enda voru flestar hugmyndir þess sóttar í rit franska rithöfundarins Frederics Bastiats, en hann var einn snjadlasti áróðursmaðurinn fyrir atvinnufrelsi á nítjándu öld. íslensk frjálshyggja á fyrri hluta tuttugustu aldar Frjálshyggja lét íslendinga síður en svo ósnortna á fyrri hluta tuttug- ustu aldar. Mér sýndist ekki betur en þeir dr. Guðmundur Hannesson lælúiisfræðiprófessor og dr. Ágúst H. Bjamason heimspekiprófessor hafi verið undir sterkum áhrifúm frá Herbert Spencer í ritum þeim, sem þeir birtu um stjómmál. Ami Páls- son prófessor vitnaði einnig til Johns Stuarts Mills í baráttu sinni gegn áfengisbanninu á íslandi. Frjálshyggja var enn skýrari í hugmyndaheimi þeirra manna, sem stofiiuðu Sjálfetæðisflokkinn árið 1929. Jón Þorláksson, fyrsti formað- ur flokksins, var lærisveinn sænska hagfræðingsins Gustavs Cassels, sem barðist ötullega fyrir atvinnu- frelsi og einkaframtaki í heimalandi sínu. Og Bjöm Kristjánsson, kaup- maður og þingmaður íhaldsflokks- ins, vitnaði oft til Adams Smiths í ritum þeim, sem hann gaf út til stuðnings verslunarfrelsi á árunum 1921-1923. Það er einnig athyglisvert, að á fyrstu árum Sjálfetæðisflokksins sóttu yngstu menn hans flestar hug- myndir sínar til fijálslyndra íhalds- manna í Bretlandi, „libertarian conservatives", eins og W.H. Gre- anleaf kallar þá í nýlegri bók um þróun breskra stjómmálahugmynda. I bókasafni vrngra sjálfetæðfemanna á árunum 1930-1940 fyrirfimdust til dæmis rit eftir Sir Emest Benn, F.J. C. Heamshaw og Sir Alfred Mond, sem allir höfðu stjómmálaskoðanir af ætt Adams Smiths, og í tímaritum og bókum ungra sjálfetæðismanna birtust ritgerðir eftir þá á felensku. Djúpar rætur í íslenskum jarövegi Ég hef hér farið fljótt yfir sögu, en ætti þó að hafa sýnt, að sú frjáls- hyggja, sem þeir Ólafúr Bjömsson prófessor, Matthías Johannessen skáld og Jónas H. Haralz banka- stjóri hafa mælt öðrum mönnum betur fyrir síðustu árin, er síður en i svo nein aðskotakenning á íslandi. Hún er eins og ilmandi björk, sem stendur djúpum rótum í íslenskum jarðvegi, en til þess að hún geti dafh- að og teygt sig upp í himininn, þarf hún auðvitað öðru hveiju að nærast á regninu, sem berst frá öðrum lönd- um. Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Engin þjóð í Norðurálfu getur, held ég, skírskotað til jafhótvíræðra frjálshyggju- hugmynda í sögu sinni og íslendingar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.