Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 8
Utlönd 3SRX ffýfSUSVMB .1 fllíD/'ÖUKAM MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Kekkonen var kunnur útivistamnaður og mikill áhugamaður um veiðar ýmiss konar. Hingað til lands kom Finnlandsforseti oftar en einu sinni til aö renna fyrir lax í laxveiðiám er hann taldi þær bestu í veröldinni. Verðíaunagripir og verölaunaponingar í mikiu úrvali FRAMLEIÐI OG ÚTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSEIMDUM Imebal Magnús E.Baldvinsson sf. <J.angholtsvegi 111 sími 31199^ HEIMILISIÐNAÐAR- SKÓLINN Laufásvegi 2 INNRITUN ER HAFIN Á NÁMSKEIÐ VETRARINS. Vefnaður f. byrjendur 8. sept. Tréskurður 8. sept. Prjóntækni 8. sept. Myndvefnaður 9. sept. Baldýring 18. sept. Fatasaumstækni 1. okt. Þjóðbúningasaumur 3. okt. Leðursmíði 4. okt. Vefnaðarfræði 6. okt. Tauþrykk 7. okt. Brugðin bönd 8. okt. Vefnaður f. börn 11. okt. Knipl 11. okt. Tuskubrúðugerð 13. okt. Bótasaumur 13. okt. Sokka- og vettlingaprjón 6. nóv. ATH. Hjá Heimilisiðnaðarskólanum er hámarksfjöldi nemenda á námskeiði 6-10 og vel menntaðir kennar- ar í öllum greinum. Nemendur fá námið viðurkennt víða í öðrum skólum sem þátt á list- og verkmennta- brautum. Innritun að Laufásvegi 2, II hæð. Kennslugjald greið- ist við innritun. Greiðslukortaviðskipti. Upplýsingar í Urho Kekkonen látinn Samskiptin við Sovétríkin homsteinn forsetatíðar Kekkonens Urho Kekkonen, fyrrum forsætis- ráðherra og forseti Finnlands í árarað- ir, lést á sjúkrabeði í Helsinki aðfaranótt sunnudags, áttatíu og fimm ára að aldri. Kekkonen var forseti Finnlands frá árinu 1956 til 27. október 1981 þegar hann afsalaði sér völdum af heilsu- farsástæðum. Kekkonen bjó að mestu í einangrun í umsjón lækna og hjúkrunarfólks frá því hann afsalaði sér völdum fyrir tæpum fimm árum og kom af heilsu- farsástæðum sjaldan fram opinberlega síðustu árin. Forsetinn fyrrverandi gat til dæmis ekki tekið þátt í hátíðahöldum í tilefni tíu ára afmælis undirritunar Helsinki- sáttmálans á síðasta ári en Kekkonen var frumkvöðull að undirritun sátt> málans á sínum tíma. Fjölskylda forsetans fyrrverandi lýsti því yfir fyrir helgina að heilsu Kekkonens hefði hrakað til muna og tvisýnt væri orðið um líf hans. úr stæðu er litið væri til baka yfir gifturíka aðild Kekkonéns að alþjóða- málum í forsetatíð sinni. „Grundvallarskoðun Kekkonens var sú hugmynd að utanríkisstefna lands- ins væri veigamesti hlekkurinn í finnskum öryggismálum og að sam- band Finnlands við Sovétríkin væri homsteinn utanríkisstefnunnar," sagði Paavo Vaeyrynen, utanríkisráð- herra Finnlands, eftir lát Kekkonens. Sagði Vaeyrynen að þessi grundvall- arskoðun Kekkonens hefði hvergi betur komið fram en í ræðu um utan- ríkismál þar sem hann sagði eftirfar- andi: „Afdrifaríkasta spumingin um framtíð finnsku þjóðarinnar byggist á samskiptum okkar við nágranna okk- ar í austri, hvort sem nafhið er Novgorod, Moskva, Rússland eða Sov- étríkin." Kekkonen gegndi embætti innan- ríkisráðherra og forsætisráðherra um hríð áður en hann var kjörinn forseti Finnlands með naumum meirihluta' árið 1956. inn er gat hrætt Finna til að hata ekki Rússana," er haft eftir finnskum kjósanda eftir kosningamar 1978. Doktor í lögum Urho Kaleva Kekkonen fæddist í Pi- elavesi í miðhluta Finnlands þann þriðja september árið 1900. Með námi í lagadeild Helsinkihá- skóla starfaði Kekkonen sem blaða- maður um hríð en námi lauk hann formlega með doktorsgráðu í lögum, eftir námsdvöl í Þýskalandi. Tuttugu og sex ára að aldri kvænt- ist hann prestsdóttur úr heimahéraði sínu og átti með henni tvo syni. Kekkonen var alla tíð mikill íþrótta- garpur. Finnlandsmeistari í ýmsum greinum fijálsra íþrótta varð hann oftar en einu sinni og keppti meðal annars fyrir hönd Finnlands á tvenn- um ólympíuleikum, árið 1928 og 1932. fþróttir stundaði Kekkonen fram á áttræðisaldur, þar á meðal skíðagöngu er hann stundaði þar til heilsunni fór að hraka í byrjun þessa áratugar. Til íslands í lax Kekkonen var einnig mikill áhuga- maður um veiðar ýmiss konar. Kom hann til dæmis nokkrum sinnum til fslands til að renna fyrir lax. Finnsku þjóðinni berast nú samúð- arskeyti frá ríkisstjómum víðs vegar um heiminn þar sem Kekkonen er lof- aður fyrir störf sín að alþjóðamálum, ekki síst aðild sína að Helsinkisátt- málanum og öryggismálaráðstefnu Evrópuríkja. Ríkisstjóm Finnlands lýsti í gær- morgun yfir þjóðarsorg í landinu og hvarvetna blakta þar fánar í hálfa stöng. Alþjóðlegur stjórnmálaleiðtogi „Merkur Finni og alþjóðlegur stjóm- málaleiðtogi er fallinn í valinn,“ sagði Mauno Koivisto, forseti Finnlands og eftirmaður Kekkonens, í ávarpi til finnsku þjóðarinnar eftir að fréttist um lát forsetans fyrrverandi. Koivisto sagði að á valdatíma Kekk- onens hefði Finnum tekist að byggja upp varanlegt og gagnkvæmt traust í samskiptum sínum við Sovétríkin eftir stríðsátök ríkjanna á dögum síðari heimsstyrjaldar en á sama tíma styrkt hlutleysistefnu Finna og góð sam- skipti við vesturveldin. Taldi Koivisto að Helsinkisáttmálinn og áframhald- andi fúndir öiyggismálaráðstefnu Evrópu væm þeir homsteinar er upp Náið samband við Sovétleið- toga Aldarfjórðungslöng forsetatíð Kekk- onens einkenndist af góðum samskiptr um við Sovétríkin þar sem kjölfestan var vináttusamningur ríkjanna frá árinu 1948. Kekkonen komst og í náið persónulegt samband við Sovétleið- toga sem af ýmsum fréttaskýrendum er talin ein ástæða fyrir því sérstaka sambandi er ríkt hefur á milli Finn- lands og Sovétríkjanna síðustu ára- tugi. Finnar endurkusu Kekkonen í síð- asta sinn sem forseta með yfirgnæf- andi meirihluta í forsetakosningunum árið 1978. „Kekkonen var eini maður- Kekkonen heimsótti ísland í síðasta sinn um miðjan ágúst 1981. Hér heilsar hann upp á forseta islands, Vigdísi Finn- bogadóttur, á Bessastöðum. Styrkið og fegrið fíkamann Byrjum aftur eftir sumarfrí Ný 4ra vikna námskeið hefjast 8. sept. Hressandi - mýkjandi - styrkjandi - ásamt megrandi æfingum. Sértimar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólaríum-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Á____nii Innritun og upplýsingai*alla virkadaga /krmu/a JZ. kl. ^-22 \ sima 83295.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.