Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 13 Neytendur Uppskeran að hefjast: Farið variega með við- kvæmar kartöflumar „Það é að reyna að taka upp í þurru veðri og helst ekki íyrr en um hádegi, þegar lofthiti er orðinn sæmilega góð- ur. Þá verður að gæta þess að henda ekki kartöflunum harkalega í fötuna því þá meijast þær. Nýuppteknar kart- öflur eru ákaflega viðkvæmar, sér- staklega ef þær eru teknar upp áður en þær eru orðnar fullsprottnar," sagði Agnar Guðnason, yfirmatsmaður garðávaxta, í samtali við DV. Við fengum hann til þess að leiðbeina fólki með hvemig það á að meðhöndla kart- öflumar sínar til þess að fá sem mest út úr uppskerunni. „Ef kartöflumar em mjög moldugar er sjálfsagt að skola af þeim og láta þær þoma, en alls ekki þar sem sól skín á þær. Þá á að geyma kartöflum- ar á hlýjum stað, eða í um 12 gráða hita, í svona hálfan mánuð og láta þær þá í kalda geymslu. Það má alls ekki skína sól á kartöfl- umar. Þá geta þær orðið grænar sem er ekki gott. Grænar kartöflur ná t.d. ekki mati, en að þær séu eitraðar er alveg af og frá. Þær verða bragðvond- ar,“ sagði Agnar. Hann er einnig með ráð handa stór- framleiðendum í kartöfluræktinni. Taka upp með handverkfærum. Ekki byija upptöku fyrr en lofthiti er minnst kominn í 5 gráður, taka upp í þurru, skola viðloðandi jarðveg af og þurrka kartöflumar strax, t.d. gera þetta í gisnum poka, forðast að láta sólina skína á kartöflumar og senda aðeins þurrar og hreinar kartöflur á markað- inn. Agnar bendir afurðastöðvunum á að sleppa þvotti á sumarkartöflum, taka sem minnst í geymslu, helst ekki nema þriggja til fjögurra daga sölu, forðast allt hnjask við pökkun og forðast að láta kartöflumar standa í of mikilli birtu. Þá hefur Agnar beint því til smá- söludreifingaraðila að taka ekki meira en tveggja daga sölu f einu, láta ekki kartöflumar vera í of mikilli birtu og láta þær vera á köldum stað í verslun- inni. Einnig brýnir Agnar fyrir smásölum að tína reglulega úr smælki þar sem kartöflur em seldar í lausu. „Neytendur eiga rétt á að fá góðar kartöflur og hart að kartöflumar skuli vera eyðilagðar á leiðinni frá framleið- anda til neytendanna," sagði Agnar Guðnason. -A.BJ. Svona eiga kartöflur að vera, með örþunnu hýði sem varla sést og engin ástæða er til þess að fjarlægja. Best er að taka upp í þurru og helst ekki fyrr en um hádegisbilið þegar lofthiti er melri en strax á morgnana. En fyrir alla muni farið variega með kartöflum- ar, þær eru afar viðkvæmar. DV-myndir PK Nú stefnir í tuttugufalda uppskeru á kartöflum. Agnar Guðnason með Mörtu Sigurðardóttur á Blikastöðum sem tók upp með okkur nokkur kartöflugrös.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.