Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 19 Menning Vilhjálmur Hjálmarssort arfcitekt. Slæm tengsl við gamla Al- þingishúsið Vilhjálmur Hjálmarsson hafði þetta um verðlaunatillöguna og samkeppn- ina að segja: „Ég er nú húsfriðunar- sinni og á því bágt með að kyngja því að húsin við Kirkjustræti skuli þurfa að víkja eins og gert er ráð íyrir í for- sögn. Mér þykir verðlaunabyggingin í stærri kantinum en þó virðist hún taka tillit til gamla Alþingishússins. Menn hafa látið í ljós aðdáun á því hvemig innra rými hússins er skipu- lagt og ég get alveg tekið undir hana þó mér þyki hallinn á þessu innitorgi dálítið glannalegur. Tuminn á byggingunni höfðar ekk- ert sérstaklega til mín en á eflaust eftir að gleðja augu einhverra. Tengslin við gamla Alþingishúsið þykja mér slæm en þar er mönnum ætlað að vera á gangi utanhúss. Hins vegar finnst mér að Manfreð hafi komist mjög vel fiá þessum tengslum." -ai Tónlelkar i Krístskirkju I Landakoti 24. ágúsL Stjómandi: Hákon Leifsson. Einsöngvari: Ragnheiður Guðmundsdóttir. Einleikari: Guðni Franzson. Efnisskrá: Hans Abrahamsen: Wint- emacht; Gustav Mahler. Lleder eines fahrenden Gesellen í úts. Amolds Schön- berg; WoHgang Amadeus Mozart Konsert fyrír klarinettu og hljómsveit i A-dúr KV 622. Það er ekki ný bóla að ungir tón- listarmenn, sem em í þann veginn að ljúka framhaldsnámi eða em ný- komnir heim frá námi, efni til tónleika þegar þau hittast hér heima í leyfum. Einir slíkir vom haldnir á sunnudag og vom aðrir í röðinni þann daginn. Af uppröðun efnisskrár hefði mátt ætla að viss uppreisnar- andi ríkti með aðstandendum tónlei- kanna, því að þar var byrjað á yngsta verkinu og endað á því elsta. Ekki er það nú stórhættulegt brot á hefð og hefur raunar heyrst um hljómsveitir sem hafa haft þennan háttinn á um árabil - upphaflega sem merki uppreisnar, en búnar að nota svo lengi að uppreisnarkeimurinn er tekinn að dofiia. Þægilega gamaldags Wintemacht eftir Hans Abra- hamsen var fyrst verka á skránni. Titill verksins er fenginn að láni frá austurríska skáldinu Georg Trakl. Trakl varð skammlífur - lést aðeins tuttugu og sjö ára, en skildi þó eftir sig varanleg spor með ljóðasafhi sínu Traumbilder. Reyndar em tveir af fjórum þáttum verksins tileinkaðir Trakl, en einn myndlistarmanninum Escher og annar Stravinsky. Wint- emacht reyndist hin áheyrilegasta músík - allt að því þægilega gamal- dags, en dáhtið hikandi leikin - svona rétt eins og ekki væm allir alveg hárvissir á því hvað þeir væm að gera, eða mættu leyfa sér innan ramma verksins og veggja kirkjunn- ar. Ekki lengur óþekkt Ragnheiði Guðmundsdóttur þekkja ekki margir úr músíklífi Reykjavíkur. Helst er að hún hafi sungið einsöng með kórum sunnan með sjó og höfuðstaðarbúar em svo vissir um að þar sé lífið bara salt- fiskur að þeim dettur ekki í hug að þar leynist líka menningarsprotar. Nú, í þau skipti sem Ragnheiður hefur sungið sjálfstætt í Reykjavík, Guðni Franzson klarínettuleikari. Tónlist Eyjóllur Melsted eða næsta nágrenni hennar, hafa tónleikar hennar oftast lent í harðri samkeppni við aðra merkilega at- burði og orðið útundan hvað athygli snertir. En héðan í frá vita menn af Ragnheiði, þökk sé þeim ungu tónlistarmönnum sem fengu hana til liðs við sig. Með ljómandi flutningi sínum á Söngvum förusveinsins söng hún sig inn í hjörtu þeirra sem á hlýddu. Að hreintrúarmönnum svelg- istá Á Listahátíð vöktu tónleikar Guðna Franzsonar og Ulriku David- son einna mesta athygli. Vom raunar eitt af því fáa sem frumlegt gat talist á þeirri hátíð, sællar minn- ingar. Nú lék Guðni hins vegar ekki spónný stykki, heldur eina af ger- semum klarínettubókmenntanna gegnum tíðina, konsert Mozarts fyr- ir hið sæta tré. Það var með tölu- verðri eftirvæntingu að ég fór að hlýða á Guðna spreyta sig á þessum fræga konsert. í klarínettuleik pilts- ins er nefhilega svo marga þætti að finna sem koma myndu hreintrúar- mönnum um Mozarttúlkun til að svelgjast á. Mætti þar til tína flesta liði, tóninn, tæknina, já og reyndar næstum hvað sem er. En sama er hverjar forsendur menn gefa sér, það er túlkunin og leikurinn í heild sem blífur. Og þar liggur styrkur Guðna. Á sinn eigin hátt finnur hann sjar- mann í músíkinni og kemur til eyma áheyrandans og þegar slíkt er fyrir hendi mega allar hreintrúarstefriur fara í rass og rófu. Hljómsveitin keyrði að vísu á sama gasi allan fyrsta kaflann. Þar varit- aði gjörsamlega ahan sveigjanleika og véfrænan sat að völdum. En um miðbik hæga kaflans var eins og lið- ið leystist úr álögum. Stífhin hvarf og einstaklingamir mynduðu hljóm- sveit, gjörbreytta og vel spilandi. Hvað olli er erfitt að geta sér til um. Kannski hljómurinn í húsinu, kannski venjulegt nervösítet. Það skiptir í raun engu máli því útkoman varð að lokum harla góð. Stjóm Hákonar Leifssonar var allömgg og virðist hann vera efni í stjómanda. En fyrst og síðast ber að þakka ljón- unum ungu sem að stóðu fyrfr skemmtilega tónleika. EM Norræna Afríkustofnunin auglýsir hér með: - Ferðastyrki til rannsókna I Afr- iku. Umsóknir þurfa að berast stofnuninni i siðasta lagi 30/9 1986. - Námsstyrki til náms við bókasafn stofnunarinnar timabilið janúar- júní 1987. Siðasti umsóknardagur 1/11 1986. Upplýsingar í síma (0)18-155480. Uppsölum, eða i pósthólfi 1703,751 47, Uppsala. Sverige. , SNÁlLnHÖLLIN . 1 Miðbæ Garðabæjar. s. 656520 Snyrtistofan Coral Miðbœ Garðabœjar Margs konar andlitsböð. ANÐLITSLYFTÍNG. Húdhreinsun. Sérstakir kúrar fyrir aclme-húð. Fót- og haiulsnyrting. Plokkun og litun. Vaxmeðferð. Hitamaski fyrir bauga og poka nndiraugw Dag- og kvöldförðun. Opið daglega frú kl. 10-18. Laugardaga frá kl. 10-16. Qbnwrtistöfan \ BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 nTFTVfT r/iLilYll SEM VERT ER AÐ ATHUGA í HÚSG AGNADEILD||| 15% -HUSSINS STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR Dæmi 1: Húsgagnakaup fyrir kr, 25.000, kr. 5000 út og kr. 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Dæmi 2 ■" Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. ATH. Einnig skuldabréf í allt að 8 mánuði með 20% útborgun. SÉRSTAKT SUMARTILBOÐ Ath. Aðeins í húsqaqnadeild Opið mánud.-fimmtud. 9-18.30 - föstudaga kl. 9-20 Lokað á laugardögum í sumar. Jón Loftsson hf. visa Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 interRent „MÓDEL SILKE“ Verð kr. 3.650.00 Sendum gegn póstkröfu. FCIPUHÚSÍÐ Suðurlandsbraut 30, simi 687080. Ódýru, þýsku skrifborðs- stólarnir komnir aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.