Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 15 Em stjómmála- störf list trúðsins? Eftir nokkurra ára störf við stjóm- raál, íyrst í borgarstjóm og síðar á Alþingi, leitar sú spuming æ oftar á mig hvort á þessum stöðum sé ætl- ast til raunverulegrar vinnu í þágu borgaranna eða hvort sá sé snjallast- ur stjómmálamaður sem slyngastur er í að blekkja fólk, að afskræma sannleikann. Nýliðin afmælishátíð Reykjavíkurborgar varð enn eitt til- efhi til þessara áleitnu spuminga. Víst bar að fagna 200 ára afinæli Reykjavíkur sem kaupstaðar. En það var með öllu ósæmandi að eyða hundmðum milljóna króna til þess eins að mæra borgarstjórann í Reykjavík, svo að helst minnti á skrautsýningar nafiitogaðra ein- ræðisherra Evrópu á fyrri tíð. Og óskiljanlegt verður að teljast að snjall listamaður eins og Hrafn Gunnlaugsson skuli láta hafa sig til að framleiða ósvífið áróðursplagg í etað kvikmyndar, sem lýsti lífi fólks- ins í borginni á okkar dögum, en til þess var hann ráðinn þegar vinstri flokkamir stjómuðu borginni. Að góðir listamenn, leikarar Leikfélags Reykjavíkur og hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitar Islands, standi uppi á sviði og geifli sig á meðan segulbandsupptakan glymur, er einnig ofar mínum skilningi. En allt er þetta í fullu samræmi við annað það sem hinn mikli borgarstjóri sagði á þessari löngu krýningar- hátíð, ósannindi og blekkingar. Og svo undarlega vill til að fáir verða til að mótmæla, menn sýnast kunna leikaraskapnum prýðilega. Móðuharðinda minnst Sannkristnir samborgarar borgar- stjórans depluðu ekki auga undir predikun hans í Neskirkju sunnu- daginn fyrir hina miklu afmælis- hátíð. Þar gerði hann að umtalseftn fátæktina fyrr og nú. Hann minntist móðuharðindanna 1783 og næstu ára og þeirra sem þá féllu úr hungri og sjúkdómum og taldi fáránlegt að heyra ábyrga menn vorra daga taka sér í munn orð eins og „fátækt“ og „neyðarástand" þegar saman væru borin kjör manna í móðuharðindun- um og nú á okkar dögum. Neyðar- ástand þýddi ekki það að eldgos, hafís eða aðrir válegir fyrirboðar væru í vændum, sagði borgarstjór- inn, heldur það að ljóst væri orðið að dragast kynni í eina til tvær vik- ur að opna eina eða tvær af 200 dagvistardeildum borgarinnar. í Reykjavík er fátæktin hégóminn einn að mati borgarstjórans, a.m.k. þegar hugsað er aftur í tímann um tvær aldir! Og það er vissulega rétt hjá borgarstjóra, að í samanburði við hinar myrku aldir erlendrar áþjánar búa Reykvíkingar við sæmi- legan kost. Við þurfum ekki að óttast að bömin okkar verði holdsveikinni að bráð eða hungraðir bamamenn verði sendir á Brimarhólm verði þeim á stela sér kjöti til að fæða deyjandi böm sín. Né heldur að lífs- glöðum dætrum okkar verði drekkt á Þingvöllum fyrir hórlífi. Þetta vissum við allt. Það em hins vegar ný tíðindi fyrir okkur að þessar löngu liðnu hörm- ungar séu viðmiðun borgarstjórans í Reykjavík árið 1986, þegar rætt er um kjör Reykvíkinga. En sannur afturhaldsmaður lætur ekki að sér hæða við hátíðleg tækifæri! Boð- skapur hans er einfaldlega sá að okkur væri best að halda okkur sam- an og þakka fyrir að við erum ekki öll að horfalla. Raunar þurfti borgar- stjóri ekki að flakka aftur í aldir, hann hefði eins getað sótt viðmiðun sína til sveltandi systra og bræðra um víðan heim á okkar dögum. En íslands saga er vissulega við hæfi á hátiðisdögum, ef menn kunna eitt- hvað í henni, en þar skortir nokkuð á þekkingu borgarstjórans í Reykja- vík. Samanburðurinn varð þvi í hæsta máta neyðarlegur, einkum fyrir hann sjálfan. Davíð hefur ekki sama vald og kóngar fyrri alda Frá því að Danakóngar réðu ríkj- um í þessari sinni nýlendu hefur það gerst að fólkið hefur tekið völdin í sínar eigin hendur. Davíð Oddsson hefur ekki sama vald til að kúga alþýðu manna og kóngar fyrri alda. Síðan það var hefur það gerst að ísland varð lýðveldi, og áður en það gerðist varð til verkalýðshreyfing í landinu, sem hratt valdi atvinnurek- enda yfir kúguðum verkalýðnum að því marki að nú eru landsmenn til- tölulega vel menntuð þjóð, sem framleiðir mikil verðmæti og hefur talsvert um það að segja hvemig með þau er farið. Mikill fjöldi þessa fólks hefur falið Davíð Oddssyni að annast sameiginlega fjármuni Reyk- víkinga um sinn og fyrir það þiggur hann um 150.000 kr. í föst laun á mánuði. En hann á ekki borgarkass- ann eins og ráðamenn fyrri alda, sem hann nú vitnar til, svo að engin ástæða er til að þakka honum sér- staklega fyrir „hvað fátæktin hefur komist vel til manns“ þessi 200 ár eins og hann sjálfur orðaði það svo smekklega. Ég er heldur ekki viss um að fólk- inu, sem í sífellu leitar ráða hjá okkur alþingismönnum í neyð sinni, þyki fátæktin hafa komist vel til manns. Sjúkraliðinn, sem vinnur hjá Reykjavíkurborg og hefur 1/6 af föst- um launum borgarstjóra og engin hlunnindi, er i töluverðri neyð, af því að hún á að greiða dagmömmu 20.000 kr. á mánuði fyrir gæslu tveggja bama. Meðlög, mæðralaun og endurgreiðsla á mismun dagvist- argjalda duga tæplega fyrir þvi. Og þá er eftir húsnæði og fæði. Og ungu hjónin með bömin tvö, sem hafa um 50.000 kr. á mánuði samanlagt, teldu það skipta verulegu máli ef „ein eða tvær deildir“ yrðu opnaðar á dag- vistarheimilum borgarinnar, svo að þau þyrftu ekki að greiða 20.000 kr. fyrir bamagæslu á mánuði. Vissulega gerir þetta fólk kröfúr umfram þær sem gerðar vom 1783. Þetta fólk vill vinna borginni sinni vel, en það krefst þess að bömum þess sé vel borgið undir handleiðslu sérmenntaðs fólks, og það krefst þess að hafa tíma til að sinna bömunum sjálft að afloknum eðlilegum vinnu- degi. Hjónin í kvikmyndinni hans Hrafhs, sem vinna fjögur störf og byggja hús þess á milli bara til að vera flott, nagldraga syngjandi og þjóta í Broadway þegar stund gefst, era tæpast dæmigerð fyrir ungt fólk í borginni. Nema þau séu svona glöð yfir að þurfa ekki að lifa á möðkuðu komi. Þetta fólk er hvergi að sjá Enda er fátt dæmigert fyrir borgar- lífið í hugarheimi þeirra vina, borgarstjórans og Hrafhs Gunn- laugssonar. I þeirra heimi er ekkert gamalt fólk, harla lítið um verka- fólk, enn minna um böm og fáir listamenn. Verkalýðshreyfingin og forysta hennar sést hvergi. Dagvist- arheimilin gleymdust, Félagsmála- stofhun og starfsmenn hennar sáust hvergi, enda eins víst að þar yrði farið að væla um fátækt. Alþingi kom lítt við sögu, enda lýðræðið til lítils annars en að gera einfaldan boðskap borgarstjórans flókinn. Á borgarskrifstofunum var borgar- stjórinn einn ásamt elskulegum ritara sínum. Heilsugæslufólk, kennarar, verslunarfólk, sorphirðu- fólk, fóstrur og fleiri og fleiri, þetta fólk er hvergi að sjá og heyra hjá þeim félögum. „Ég er viss um, að þegar þessi gegni samborgari okkar á ferðalagi Kjallarinn Guðrún Helgadóttir alþingsmaður Alþýðubandalagsins. sínu inn í nútíðina (þessi frá 1786!) væri búinn að ná sér að fullu eftir þessar skýringar myndi hjarta hans ekki fyllast af vandlætingu, heldur þvert á móti af gleði. Hann yrði meira að segja himinlifandi glaður yfir því að hitta fátæktina aftur eftir 200 ár og sjá hve vel, meira að segja hún, hefur komist til manns.“ Þetta sagði borgarstjórinn í Reykjavík 17. ágúst 1986. Það má vel vera að mörg- um Reykvíkingum, já 46% kjósenda, þyki fátæktin í Reykjavík svona skemmtileg í dag. En ég þekki fjölda reykvískra borgara, sem finnst ekk- ert skemmtilegt við að missa heimili sín, þurfa að leggjast á sjúkrahús vegna ofþreytu og áhyggju, sjá enga aðra leið til að greiða matarskuldir en að leita á náðir Félagsmálastofh- unar, þó að þeir vinni langan vinnudag, geta á engan hátt sinnt bömum sínum sem skyldi. Þetta fólk er ekkert feimið við að kalla þetta ástand neyð þó að holdsveikinni sé útrýmt. Sem betur fer. Ef enginn yrði reið- ur af að hlusta á þvætting eins og þann sem hér hefur verið vitnað til, væri þjóðfélagsumræða list trúðsins og snjall stjómmálamaður einungis meistari blekkingarinnar. Trúðar era vinsælir í afmælisboðum, en i hinu daglega stríði vænti ég að fólk kjósi heldur heiðarlega og sannsög- ula stjómmálamenn til að halda á málum sínum. Guðrún Helgadóttir Þakkir séu biskupi íslands Kjallarinn JON VALUR JENSSON GUÐFRÆÐINGUR inn hefur þá hirðisskyldu við fólkið í landinu að vara það við hinu illa. Og kirkjunni er skylt að beijast gegn lögum sem fótumtroða sjálfan lífe- réttinn. I þá átt ganga mótmæli núv. og fv. biskups og auk þess einróma yfirlýsingar prestastefnu, kirkju- þings, prófastafundar, aðalsafriaðar- fundar Reykjavíkurprófastsdæmis, sérstakra nefrida á vegum kirkjunn- ar o.s.frv. Þessi „lög“ era freklegt mannréttindabrot og hljóta að víkja. Hún telur konur og lækna „dóm- bær“ á að „það muni verða baminu fyrir bestu að fæðast ekki inn í þenn- an heim“. En eiga konur eða læknar að vera dómarar yfir lífi og dauða annarra? Læknaeiðurinn gefur ekki vald til að kveða upp dauðadóma heldur segir: „Ég mun sýna fyllstu virðingu fyrir mannslífinu frá getn- aðarstundu." Kirkjan gerir að sjálf- sögðu þá sömu kröfu til allra. „Pétur biskup er aðeins að uppfylla það sem embættið býður honum þegar hann hefur upp raust sína til biðja griða hinum vamarlausustu 1 þessu þjóðfélagi.“ Kona nokkur (nafhlaus) andmælti hér í blaðinu orðum Péturs Sigur- geirssonar biskups um sk. fóstureyð- ingar, en í nýútkomnu hirðisbréfi sagði hann að enginn eðlismunur væri á bamaútburði til foma og fóstureyðingum nú á dögum. Mótrök konunnar eru dæmigerð fyrir það, sem aðrir á sama máli hafa tahð góða og gilda réttlætingu fyrir deyð- ingu fósturs. Ég ætla því að taka þessar röksemdir hennar hér fyrir í réttri röð. Hún segir biskupinn hafa sett sig í dómarasæti með ummælum sínum. Því fer fjarri að sannleiksvitnis- burður hans um deyðingu ófæddra bama jafhgildi því að hann sé að dæma konur enda era væntanlega aðeins fáar þeirra kvenna, sem fara í fóstumámsaðgerð, sér meðvitandi um þá staðreynd að fóstrið er mann- eskja. „Hér er um mannslíf að tefla,“ sagði Sigurbjöm Einarsson biskup, þegar þessi „lög“ vora rædd 1975. Pétur biskup er aðeins að uppfylla það sem embættið býður honum þeg- ar hann hefur upp raust sína til að biðja griða hinum vamarlausustu í þessu þjóðfélagi. Og vel að merkja: hver setur sig i dómarasæti yfir lífi og dauða ef ekki sá sem styður og réttlætir fiöldaaftökur á ófæddum bömum? Hún segir að búið sé að lögleiða fóstureyðingu og að því verði ekki breytt. En kirkjan lýtur ekki mann- fjandsamlegum lögum heldur vilja Guðs og vonar á sigur hans. Biskup- Bréfritari kallar fóstureyðingu „síðasta úrræðið". Þau orð era jafii- góð röksemd fyrir útburði bama til „En tölur benda til þess aö mlnna en fimmtungur kvenna myndi láta framkvœma fóstumámsaðgerö ólöglega ef hln ieiðin væri ófær.“ foma og fósturdeyðingum nú á dög- um. En ég spyr hana á móti: Af hveiju era þá svo margir árum sam- an á biðlista eftir bami til ættleið- ingar eða fósturs? Hún virðist telja að bann við fóst- urdeyðingum dragi ekkert úr þeim - þær verði bara framkvæmdar ólög- lega. En tölur benda til þess að minna en fimmtungur kvenna myndi láta framkvæma fóstumámsaðgerð ólöglega ef hin leiðin væri ófær. Og sú fullyrðing rauðsokka að fyrir 1975 hafi tíðkast ólöglegar fóstureyðingar hjá íslenskum stúlkum í stórum stíl (innan lands og utan) er marghrakin af læknum og á Alþingi. Þá telur hún bann við fósturdeyð- ingum óráðlegt vegna mikillar áhættu af ólöglegum fósturdeyðing- um. En nú orðið eru það oftast lærðir læknar sem framkvæma ólöglegar fósturdeyðingar á Vesturlöndum. Sýkingarhættan hefur því minnkað, en samt fylgir öllum fósturdeyðing- um áhætta fyrir móðurina, bæði líkamleg og andleg. Þetta er vaxandi áhyggjueftii, einkum þar sem fóstur- námsaðgerðir fara nú æ tíðar fram á frumbyijum, en þær era t.a.m. í tvöfalt meiri hættu á að verða ófrjó- ar vegna aðgerðarinnar heldur en þær sem eiga böm fyrir. Ófædda bamið er náttúrlegur bandamaður en ekki ógnvaldur móðurinnar. Hagsmunir þeirra fara saman og við líferéttarmenn beij- umst fyrir hvorum tveggju. Þökk sé biskupi fyrir hðveislu hans við mál- stað lífeins. T, TT . Jon Valur Jensson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.