Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Iþróttir___________________________________________________________________________________________pv „Pétur er eins og Robson og GrayYt - sagði Jim Banron, sem vann sinn fýrsta titil í gær „Ég er mjög ánægður irieð þennan leik. Mér fannst bæði liðin vera ís- lenskri knattspymu til sóma. Sem áhorfandi að þessum leik get ég ekki sagt annað en að hann hafi verið mjög spennandi," sagði Jim Barron, þjálfari Akraness, eftir leikinn. Hann var að vonum kátur enda er þetta fyrsti bik- arinn sem hann vinnur á löngum knattspymuferli sínum. „Við spiluðum vel þegar þeir vom búnir að skora. Við áttum í erfiðleik- um í fyrri hálfleik en þá gekk okkur illa að átta okkur á veðrinu. Við kom- um hins vegar vel inn í leikinn í seinni hálfleik og spiluðum þá vel. Það gefur augaleið hve mikilvægt er að hafa mann eins og Pétur með okkur. Hann er mjög góður knatt- spymumaður og spilar vel fyrir liðs- heildina. Það er greinilegt að hann hefur lært margt í atvinnumennsk- unni og að mínum dómi gefur hann bestu atvinnumönnum ekkert eftir. Mér finnst hann vera nokkurs konar blanda af Bryan Robson og Andy Gray, það segir ýmislegt um ágæti hans,“ sagði Barron sem að vonum átti erfitt með að dylja aðdáun sína á Pétri Péturssyni. -SMJ • Jim Barron, þjálfari Skagamanna... • ...átti erfitt með að dylja aðdáun sína á Pétri. DV-myndir Sveinn Þormóðsson Ganli Grétaiagon, DV, Noregi: Meiðsli Jakobs Jónssonar handknattleiksmanns, sem leik- ur með norska meistaraliðinu Viking frá Stavangri, eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Þegar gifeumbúðir vom teknar frá ökkfa kom í ljós að liðbönd vom ekki slitin. Það hafði aðeins blætt inn á ökklann. Jakob er byriaður að æfe raeð Viking. -sos Meiðsli Jakobs ekki alvarleg • Bikarmeistarar Akraness 1986 sjást hér kampakátir eftir úrslitaleik bikarkeppninnar. DV-mynd Óskar öm Pétur Pétursson sést hér hampa bikarnum. DV-mynd Brynjar Gauti „Pétur er ailtaf á réttum stað“ - sagði Janus Guðfaugsson „Þetta var mjög góður leikur sem var leikinn við erfiðar aðstæður - strekkingsvindur setti svip sinn á hann. Framarar léku mjög vel á móti vindinum í fyrri háífleik sem sýndi að Framliðið er mjög gott. Það vantaði meiri einbeitingu í leik liðsins í seinni hálfleiknum. Það var eins og leikmenn liðsins slökuðu á eftir að Pétur Ormslev hafði skorað," sagði Janus Guð- laugsson, landsliðsmaður í knatt- spymu. Janus sagði að Skagamenn hefðu verið hættulegir í seinni hálfleiknum. Sveinbjöm Hákonar- son var mjög ógnandi á kantinum og Pétur Pétursson alltaf hættu- legur. „Pétur er alltaf á réttum stað þegar mikið liggur við og hann kann svo sannarlega að skora mörk,“ sagði Janus. sos - Pétur lék sama leikinn og 1978, tvyggði Skagamönnum bikarinn Töframáttm-inn er svo sannarlega til staðar í skónum hans Péturs Pét- urssonar, eins mesta markaskorara íslands. Þessi snaggaralegi leikmaður hefur engu gleymt - hann getur hrein- lega tekið upp mörk úr bakpoka sínum þegar honum hentar. Það sýndi hann á Laugardalsvellinum í gær. Pétur breytti þá tapaðri stöðu Skagamanna í sigur með þvi að skora tvö mörk - sigurmarkið, 2-1, þegar átján sekúnd- ur vom liðnar af venjulegum leiktíma. „Það fer enginn í skóna hans Péturs þegar hann er í þessum ham,“ sagði Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari. „Það var stórkostlegt að sjá á eftír knettinum hafna í þaknetinu," sagði Pétur Pétursson, sem endurtók leikinn frá því 1978. Þá skoraði hann sigur- markið, 1-0, gegn Valsmönnum í bikarúrslitaleik. Nú vom Framarar fómarlömb hans. Strekkingsvindur setti svip sinn á úrslitaleikinn. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik en náðu ekki að nýta sér vindinn. Sveinbjöm Hákon- arsson átti skalla að marki Framara á 30. mín. - Friðrik varði og knöttur- inn skall í þverslá og fór aftur fyrir endamörk. Upp úr homspymunni átti Guðbjöm Tryggvason skot sem skall í stöngina á Frammarkinu. Þetta vom hættulegustu færi Skaga- manna en aftur á móti gekk á ýmsu upp við mark þeirra. Birkir Kristins- son markvörður hafði þar nóg að gera - varði oft góð skot Framara. Pétur Ormslev fékk besta tækifærið, skaut yfir þverslá Skagamarksins þegar hann var einn inni í markteig. Júlíus P. Ingólfsson bjargaði síðan skalla frá Guðmundi Torfasyni á marklínu rétt fyrir leikhlé. Pétur Ormslev skorar Framarar byrjuðu seinni hálfleikinn með látum og sóttu grimmt að marki Skagamanna. Þeir náðu að skora á 4:33 mínútu. Guðmundur Steinsson lék þá á vamarmenn Akraness og sendi knöttinn fyrir markið. Þar var Pétur Ormslev á réttum stað og sendi hann í netið, 1-0. Á eftir átti Guðmundur Steinsson skot sem Birkir varði. Hinum megin komst Pétur Pétursson einn inn fyrir vöm Fram en Friðrik Friðriksson varði skot hans með góðu úthlaupi. Framarar fá góð færi en leikmenn þeirra em of ragir við að skjóta - sókn- ir þeirra runnu út í sandinn. Þáttur Péturs Péturssonar Pétur Pétursson gaf Skagamönnum aukakraft þegar hann náði að jafna, 1-1, þegar 16 mín. vom til leiksloka. Mistök hjá leikmönnum Fram urðu til þess að Sveinbjöm Hákonarson komst með knöttinn upp að enda- mörkum hægra megin. Hann sendi knöttinn fyrir mark Fram. Þar var Pétur Pétursson staðsettur við fjær- stöngina og skoraði mark úr mjög þröngu færi. Pétur var svo aftur á ferð- inni á 90:18 mínútu þegar hann komst á auðan sjó og þrumaði knettinum fram hjá Friðriki Friðrikssyni. Skaga- menn fögnuðu geysilega - sigur þeirra var í höfh. sos Töframátturinn í skóm Péturs Péturssonar var nokkuð sem Framarar réðu ekkert við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.