Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Mernúng Nýbygging AJþingis: Nýtt turnleikhús? Sem kunnugt er efhdi Alþingi á síðasta ári til samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starf- semi þingsins, í tilefhi af hundrað ára afmæli Alþingishússins. Var samkeppnin miðuð við það að aðset- ur Alþingis skyldi áfram vera í núverandi þinghúsi, svo og í bygg- ingum í næsta nágrenni þess. Fyrir skömmu var svo tilkynnt um niðurstöðu dómnefhdar. Fyrstu verðlaun, 1.375.000 krónur, hlaut vragur arkitekt, Sigurður Einarsson, sem starfar á arkitektastofú í Kaup- mannahö&i, önnur verðlaun, 900.000 krónur, hlaut Manfreð Vilhjálmsson og þriðju verðlaun, 500.000 krónur, féllu í hlut Hróbjarts Hróbjartsson- ar, Richards ólafs Briem, Sigriðar Sigþórsdóttur og Sigurðar Björgúlfs- sonar. Þar að auki festi dómnefndin kaup á fímm öðrum tillögum. Alls bárust henni tuttugu og fimm tillögur. Dómnefiidin taldi tillögu Sigurðar skara nokkuð fram úr öðrum, og mátti lesa það úr umsögn hennar, en þar segir til dæmis um útlit innri uppbyggingar og yfirsýn: „Bygging- in fellur vel að Alþingishúsinu og húsalínu Kirkjustrætis. Glertum- inn, sem varðar innganginn, styður virðuleik Alþingishússins á áþekkan hátt og tum Dómkirkjunnar. Að- koma að húsinu er í samræmi við þau markmið sem höfundur setur sér og inngangur er einkar vel gerður. Yfirsýn innanhúss er mjög góð svo og staðsetning hinna ýmsu deilda.“ Hávær gagnrýni Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna tilhögun keppninnar, svo og úrslit hennar. Húsfiiðunarmenn kvörtuðu yfir því að í útboði var ekki á nokk- um hátt tekið tillit til sjónarmiða þeirra, margir þátttakendur í keppn- inni kvörtuðu undan knöppum undirbúningstíma og þegar úrslitin lágu fyrir höfðu sumir á orði að strangt til tekið hefði átt að dæma verðlaunatillögu Sigurðar Einars- sonar, og raunar fleiri tillögur, úr leik vegna þess að þær gera ráð fyr- ir mun stærra húsi en útboðsgögn kveða á um. Eitthvað vom menn einnig að agnúast út af tengslum dómnefhdar- manna og verðlaunahafa og hinum dönsku samstarfsmönnum verð- launahafans. Á hefðbundnum gegnumgangi arkitekta, þar sem tillögumar vom kynntar og skýrðar, svaraði dóm- nelhdin þeirri gagntýni sem fram kom. Um húsfriðunarmál urðu dóm- nefhdin og andmælendur einfeldlega sammála um að vera ósammála. Hvað stærðinni viðkom svömðu dómnefndarmenn því til að nettó- stærð byggingarinnar ein væri nefiid í útboði, ekki brúttóstærð, auk þess sem verðlaunatillögumar réttlættu stærðarmismuninn fyllilega. Eða eins og einn dómnefhdar- manna sagði: „Sérhver dómnefnd verður að vera tilbúin að láta sann- færast af glæsilegum hugmyndum, þó svo þær brjóti að einhverju leyti í bága við settar reglur í útboði." Ekki sættust arkitektar á allar útskýringar dómnefndar og var af- ráðið að halda sérstakan fúnd í félagi þeirra um starfsaðferðir hennar. I framhaldi af þessum gegnum- gangi bað DV fjóra þekkta arkitekta, sem ekki tóku þátt í samkeppninni, að láta í ljós álit sitt á verðlaunatil- lögunum og keppninni. GeirharAur Þorsteinsson arkitekt. Enn ein bankahliðin... Guðrún Jónsdóttir, sem áður veitti forstöðu Skipulagsstofu Reykjavíkur- borgar, sagði: „Það sem mér þykir fyrst og fremst gagnrýnisvert er sjálf forsögnin. Þar er gengið út frá því að timburhúsin við Kirkjustræti eigi öll að hverfa. Þetta em um aldargömul hús, sum þeirra gætu verið sönn bæj- arprýði ef þeim væri sómi sýndur. Forsögnin sneiðir auk þess hjá öðrum erfiðum þætti en það er hver eigi að vera afstaða framtíðarbygginga Al- þingis til Oddfellowhússins. Fleira mætti gagnrýna í forsögninni sem ekki verður tíundað hér. Ef litið er á niðurstöður samkeppn- innar gerir verðlaunatillagan að sjálfsögðu, miðað við það sem forsögn kveður á um, ráð fyrir að húsin við Kirkjustræti hverfi og þar komi löng og fremur tilbreytingarlaus húshlið (enn ein bankahliðin) að Kirkjustræti. 1 skipulagstillögu að Kvosinni, sem nú liggur fyrir, er gert ráð fyrir að tekið sé tillit til smágerðs mælikvarða byggðarinnar sem fyrir er. Þetta er ekki gert í verðlaunatillögunni. Inngangur í nýbygginguna er á hominu næst Alþingishúsinu og þar er glertum sem sagt er að eigi að mynda mótvægi við Dómkirkjutum- inn og „ramma af‘ Alþingishúsið. Þessi tum dregur athyglina frá Al- þingishúsinu og aðalinngangi þess. Alþingishúsið verður hálfgerð annexía gagnvart miklu stærra húsi með þess- um framandi tumi. Ég tel því ekki að tekið hafi verið tillit til sjálfs Alþingis-- hússins en að þvi var þó stefnt í forsögn. Miðað við þær forsendur, sem gefhar em (þó ekki skipulagsforsendur), er þó verðlaunatillagan um margt fag- mannlega gerð. Aðalgallinn er sá að hún á ekki heima á þessum stað.“ Skáldskap- inn skorb'r Geirharður Þorsteinsson, sem sjálf- ur hefur tekið þátt í nokkrum sam- keppnum, lét í ljós skoðun sína á öllum verðlaunatillögunum: „Aðalverðlaunatillagan skarar nokkuð fram úr öðrum tillögum hvað snertir faglegt (prófessjónal) yfirbragð en hún er ekki yfir gagnrýni haftn. Sterkasti hluti framsetningarinnar, er að mínu áliti afstöðumyndin þar sem grunnhugmynd tillögunnar er dregin fram með aðlaðandi grafík sem nálgast brellur. Hér á ég við óraun- hæft mynstur í þaki byggingarinnar á afetöðumyndum. Útfeersla inngangs og anddyris vekja upp tilhugsun um Akrópólis, sem höf- undum tekst ágætlega að nýta í perspektíf teikningum. Þetta er þó ekki fyllilega sannfærandi. Útlit húss- ins er meinlaust, kunnáttusamlega útfært, en óþarflega hversdagslegt. Heildin er líklega mun þyngri í um- hverfinu en fram kemur af gögnum. Varðandi tillöguna í öðru sæti þá hefúr hún kosti sem njóta sín sinn í hverju lagi. Einstaka hluta má skoða eina og sér og bera þeir þá vott um aga og fagun sem einnig má segja um tengslin við gamla Alþingishúsið. Sem heild finnst mér tillagan ekki standast þær kröfur sem gera verður til hönn- unar úr einni hendi. Þriðju verðlauna tillagan er hófeöm, með látlausum tilburðum til breyti- leika. Hún er faglega sannfærandi en skortir þá „ófyrirleitni" sem dómnefnd getur ekki gengið framhjá. Engin verðlaunatillagna er dæmi- gerð sigurtillaga. Hin dæmigerða fyrstu verðlauna tillaga hygg ég að sé meðal innkeyptu verkanna. Og ef spurt er um ástæðu fyrir því tel ég hana mjög eðlilega og rökrétta afleið- ingu af ófúllnægjandi keppnistíma. Þegar keppnistími er naumur er hætt við að kunnáttutillögur nái forskoti á skáldskapartillögur. Slíkt er þó tæplega tilgangur sam- keppni af þessu tagi. Kunnáttu er hægt að kaupa við fostu verði, sam- keppni er til að lýsa eftir skáldskap. Það er einkenni á þessari keppni, álít ég, að hún hefur skilað okkur nokkrum mjög þokkalegum tillögum en skilur okkur eftir méð þá tómlegu tilfinningu að bestu ljóðin hafi dagað uppi i handriti." GuArún Jónsdóttir arkitekt. SígiH iát- leysi en of stórt Páll V. Bjamason, arkitekt í Hafhar- firði, sem um árabil var í dómnefnd vegna Menningarverðlauna DV fyrir byggingarlist, hafði þetta um verð- launatillöguna að segja : „Mér líst að miklu leyti vel á hana. Hún býr yfir sígildu látleysi og jafn- framt nokkinri auðmýkt gagnvart gamla Alþingishúsinu. Það er af hinu góða, því í gamla húsinu verður eftir sem áður meginstarfeemi Alþingis en ýmiss konar hliðarstarfeemi í því nýja. „ Höfundur samræmir nýja húsið vel því gamla, án þess að um eftiröpun sé að ræða. Á hinn bóginn er framhlið nýbygg- ingarinnar að Kirkjustræti nokkuð mikil um sig, of löng. Hún brýtur því í bága við þær byggingar sem fyrir eru við Austurvöll og virðist höfúndur taka byggingu Pósts og síma handan við götuna til viðmiðunar, en hún Páll V. Bjamason aridtekt. heyrir til undantekninga í þessu sam- hengi bygginga. Innra fyrirkomulag virðist tiltölu- lega einfalt, og þægilegt að rata um það, með góðri tengingu í síðari áfanga byggingarinnar. Stiginn í glertumin- um þjónar engum tilgangi, en tuminn er samt skemmtilegur skúlptúr. Húsið er of stórt og álít ég að hvorki höfúndur né dómnefhd hafi virt sam- keppnisreglur. Störf dómnefridar em ávallt erfið en höfúndur þessarar til- lögu gerir henni enn erfiðara fyrir með því að skila inn góðri tillögu, kannski þeirri bestu, sem er 1200 m2 of stór. Fyrir þá sök eina hefði hún átt að dæmast úr leik. Fleiri dæmi mætti nefna hjá öðrum keppendum þar sem reglur em ekki virtar. En hér er um innanfélagsmál okkar arkitekta að ræða sem taka þarf á hið snarasta “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.