Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 40
40 Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Breiðvangi 55, Hafnarfirði, þingl. eign Valgerðar Ólu Þorbergsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 13.30. _________________________Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 107. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Skerseyrarvegi 1A, n.h., Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Pálsson- ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 4. september 1986 kl. 14.15. __________________________Baejarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 77., 83. og 89. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign- inni Suðurgötu 54, Hafnarfirði, þingl. eign Hrafnkels Tryggvasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Landsbanka Islands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Valgeirs Kristinssonar hri. og innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. september 1986 kl. 15.30. ______________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Sjávargötu 34, Bessastaðahreppi, þingl. eign Halldórs Sigurþórssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 4. septemb- er 1986 kl. 17.00. ________________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Rakarastofan Klapparstig I Hárgreiðslustofan 1 Klapparstíg Sími 12725 íímapantanir 13010 i Frá Grunnskólunum í Mosfellssveit Nemendur Varmárskóla (6-12 ára) komi i skólann sem hér segir: 10-12 ára föstudaginn 5. september kl. 10.00. 7-9 ára föstudaginn 5. september kl. 11.00. Forskólanemendur verða boðaðir bréflega. Nemendur gagnfræðaskólans (13-15 ára) komi í skólann föstudaginn 5. september kl. 10.00. Skólastjórar. Einstakt tækifæri/ hausttiiboð Vikuna 1.-7. september býður ísbrot 10-15% afslátt af öllum vörum verslunarinnar, meðal annars: 1 ............. ■ Utvarp - sjónvarp____________________________p\ Valgerður Guðmundsdóttír skrifstofumaður: Er ekki kominn tími til að klipp ann? Á föstudögum finnst mér þáttur- inn Á döfinni vera á mjög óhentug- um tíma því maður gleymir alltaf að horfa á þennan annars áhuga- verða þátt. Ég held að fæstir hafi tíma til að horfa á sjónvarp klukkan kortér yfir sjö á föstudagskvöldum. Sjónvarpsfréttimar horfi ég undan- tekningarlaust á. En heldur þótti mér síðsumarástin langdregin í dag- skrárlok þetta kvöld. Á laugardag sleppti ég þvi viljandi að horfa á fótboltastúlkumar ösla í rigningunni í Garðabæ. Eftir fréttir fönnst mér fyrirmyndarfaðirinn hafa alið upp fyrirmyndardreng og var jafnánægjulegt og oft áður að horfa á þann þátt. Það var vel horfandi á báðar laugardagsmyndimar. Af ein- skærri tilviljun hafa valist þama tvær myndir í einu sem horfandi var á, Glæstar vonir og Með hnúum og hnefum. Sunnudagsmorgunninn byrjaði öðmvísi en aðrir sunnudagar því útvarpið hjá mér var stillt á Bylgj- una 98,9 og líkaði mér vel þar til leið nær hádegi. Þá varð ég að stilla á rás 1 Ríkisútvarpsins. Það er ekki sunnudagsmorgunn án messu í út- varpinu. Síðan vom það Bylgjan og rásir 1 og 2 til skiptis fram eftir degi og var erfitt að velja og hafiia. Það vakti þó furðu mína þegar ég var farin að hlusta á sama efiii og daginn áður í nýju útvarpsstöðinni. Dag- skrá næstu viku finnst mér góður þáttur. Guðrún Skúladóttir er alltaf jafhviðkunnanleg ú skjánum. Raf- magnsveituþátturinn var jafngóður og aðrir þættir Tæknisýningarinnar. Mér finnst þessir þættir vel unnir að flestu leyti. Fræðandi, fallegir og alveg einstaklega vel sagt frá af Amari Jónssyni leikara. Ekki get ég sagt það sama um næsta dag- skrárlið, spænska atriðið frá Lista- hátíð. Fannst mér það í einu orði sagt ömurlegt og miðað við hina rauðklæddu senjórítu sem stappaði á sviðinu á Broadway mætti halda að þetta væri deyjandi stétt á Spáni. Masada er ekki þáttur að mínu skapi. Þrátt fyrir marga góða leikara ákvað ég að eyða sunnudagskvöld- unum í eitthvað annað. Picasso í dagskrárlok kom mér skemmtilega á óvart. Það var spennandi að sjá hvemig myndimár urðu til hjá hon- um. Þó að mér persónulega fyndist þær yfirleitt bestar þegar þær vom hálfriaðar hjá málaranum. Andlát Bjöm Ólafsson byggingarmeistari, Norðurvangi 44, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 28. ágúst. Þórunn Sigurðardóttir frá Fiski- læk lést fimmtudaginn 28. ágúst. Útför Arthúrs Benediktssonar, Hafnarstræti 7, Akureyri, sem lést þann 24. úgúst, fer fram frú Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 3. sept- ember kl. 13.30. Helga Hjördís Hjartardóttir, Hamraborg 30, Kópavogi, sem lést þann 24. þ.m., verður jarðsungin frú Kópavogskirkju þriðjudaginn 2. september kl. 10.30. Guðmundur Magnússon bókari, Álftamýri 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. september kl. 10.30. Einar J. Eiríksson verður jarð- sunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. september kl. 15. Ingigerður Guðrún Guðjónsdótt- ir, Sólvallagötu 45, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. september kl. 14. Útför Láru Pálsdóttur verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. september kl. 13.30. Tilkyimingar Aðalfundur blakdeildar Þrótt- ar Aðalfundur blakdeildar Þróttar verður haldinn í Þróttheimum laugardaginn 6. september nk. og hefst kl. 10 árdegis. Námskeið fyrir leiðbeinendur um íþróttaiðkanir aldraðra. Dagana 22.-24. ágúst sl. efndi félag áhugamanna um íþróttaiðkanir aldraðra til námskeiðs fyrir leiðbeinendur í Ár- bæjarskóla í Reykjavík. Námskeiðið sóttu 53 starfsmenn hjúkr- unar- og dvalarstofnana aldraðra, sjúkra- þjálfarar, félagsfræðingar og íþróttakenn- arar. Fyrirlestra fluttu og kennslu önnuðust: Magnús H. Ólafsson, íþrótta- kennari og sjúkraþjálfari, Elísabet Hannesdóttir íþróttakennari, Guðrún Nielsen íþróttakennari, Hörður Óskarsson íþróttakennari, Emst Backmann sund- kennari, Þorsteinn Einarsson fyrrv. íþróttafulltrúi, Soflia Stefánsdóttir íþróttakennari, Bryndís Þorvaldsdóttir íþróttakennari, Ársæll Jónsson læknir, Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, Mínerva Jónsdóttir íþróttakennari og Jóna Egg- ertsdóttir félagsráðgjafi. Frá Reykjavíkurborg naut námskeiðið hentugra og vistlegra húsakynna og frá- bærrar aðstoðar Rögnvaldar Bjamasonar húsvarðar. Styrks naut námskeiðið frá heilbrigðisráðuneytinu. Frá íþróttadeild menntamálaráðuneytisins naut námskeið- ið ýmislegrar aðstoðar. Þátttakendur komu víða af landinu. Við lok námskeiðsins létu þeir í ljós þakkir fyrir leiðbeiningar og kennslu. Áuk beinn- ar fræðslu fengu þeir að kynnast notkun hjálpartækja, rita og hljómsnælda sem varða íþróttaiðkanir aldraðra. Um 40 aldr- aðir frá Kópavogi heimsóttu námskeiðið og sýndu leikfimi undir stjórn Elisabetar Hannesdóttur. Formaður félags áhugamanna um íþróttaiðkanir aldraðra, Guðrún Nielsen, setti og sleit námskeiðinu, en hún stjórn- aði og undirbjó það ásamt Elísabetu Hannesdóttur, Huldu Ólafsdóttur, Þor- gerði M. Gísladóttur og Þorsteini Einars- syni. Nýr sveitarstjóri til Grundarfjarðar Hreppsnefnd Eyrarsveitar hefur ráðið Ólaf Hilmar Sverrisson viðskiptafræðing sem sveitarstjóra. Ólafur, sem er 86 ára gam- all, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1980 og útskrifaðist frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1984. Frá þeim tíma hefur Ólafur starfað hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Kona Ólafs er Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Ólafur tekur til starfa á næstunni. Tónleikar „Die Munchner Xylophoniker“ á Vestfjörðum, Suðurlandi og í Reykjavík Á næstu vikum mun 5 manna hópur þýskra hljóðfæraleikara, „Múnchner Xy- lophoniker", halda tónleika hér á landi. Hópurinn leikur á ýmsar gerðir tréspila og gitar fjölbreytta efnisskrá, m.a. verk eftir J.S. Bach, Franz Schubert og Scott Joplin. Tónleikar þeirra verða sem hér segir: Mánudaginn 1. sept. kl. 20.30 í mat- sal Hjálms á Flateyri, þriðjudaginn 2. sept. kl. 20.30 í grunnskólanum á Þingeyri, mið- vikudaginn 3. sept. kl. 20.30 í Félags- heimilinu Bolungarvík, miðvikudaginn 10. sept. kl. 20.30 í í Hafnarfjarðarkirkju, fimmtudaginn 11. sept. kl. 20.30 í Selfoss- kirkju, laugardaginn 13. sept. kl. 17 í Langholtskirkju og sunnudaginn 14. sept. kl. 17 í safnaðarheimili Akraneskirkju. Söngskemmtun í Hlaðvarpan- um Emil og Anna Sigga halda söngskemmtun þriðjudaginn 2. september kl. 20.30 í Hlað- varpanum, Vesturgötu 3. Boðið verður upp á snilfdarlegar útsetningar af sívinsælum lögum. Djúsbarinn sér um léttar veitingar. Húsið opnað kl. 20. Komið tímanlega og tryggið ykkur sæti. Ráðstefna um málefni aldr- aðra Dagana 17.-20. nóvember næstkomandi veður efnt til ráðstefhu um málefni aldr- aðra á Norðurlöndum. Skipulagningu ráðstefnunnar annast norræna félagið í Noregi og verður ráðstefnan haldin í Hamri í Noregi. Gert er ráð fyrir allt að 100 þátttakendum víðs vegar af Norður- löndum. Ýmsir kunnir fyrirlesarar flytja erindi á ráðstefnunni, þeirra á meðal er Sigurður H. Guðmundsson frá íslandi, sem "‘flytur erindi um öldrunarmál á Islandi. Einnig starfa umræðuhópar um ýmis mál. Þátttökugjald er 925 norskar krónur og gistikostnaður, miðað við eins manns her- bergi á hóteli og með fullu fæði frá hádegisverði 17. nóvember til og með há- degisverði 20. nóvember, er 1.975 norskar krónur. Nánari upplýsingar og umsóknar- eyðublöð má fá hjá Norræna félaginu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík, símar 10165 og 19670. Tapað - Fundið Kisa tapaðist Svört og hvít kisa með hvítar hosur tapað- ist frá Kleppsvegi 66. Ef einhver hefur orðið var við hana vinsamlegast látið þá vita í síma 36397. Bankabók týndist Bankabók frá Sparisjóði Hafnarfjarðar, nr. 38959, týndist á afmæli Reykjavíkur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 651137 eftir kl. 17. Happdrætti Happdrætti handknatt- leiksdeildar Fram Dregið hefur verið í happdrætti hand- knattleiksdeildar Fram. Vinningsnúmer eru: 1 2216 2 1987 3 3694 4 2629 5 1174 6 1588 7 4425 8 1489 9 3312 10 2150 Þökkum stuðninginn. Handknattleiksdeild Fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.