Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Kjaftasaga um laun Örlítill kjaitagangurhefur verið um laun nýja bæjar- stjórans á Akureyri, Sigfúsar Jónssonar. Sagt er að hann sé einn hæstlaunaðasti, eða allra hæstlaunaðasti bæjarstjóri landsins og hafi vel á annað hundrað þúsund í laun á mán- uði. Sagan segir einnig að laun bæjarstjóra almennt séu nú í kringum 120-130 þúsund á mánuði. Kirkju- skemmdir Akureyrarkirkja, með fræg- ustu kirkjutröppur landsins fyrir framan sig, er verr farin af skemmdum en menn bjugg- ust við. Viðgerð hefur staðið yfir í sumar. Fyrst var álitið nægjanlegt að gera við þakrennur og múrskemmdir, en í ljós hafa komið miklar frostskemmdir á sjálfri kirkjubyggingunni. Messufall hefur þar þó ekki orðið. Raggisót Ragnar Gimnarsson, eða Raggi sót, eins og hann er kallaður, söngvari Skriðjökl- anna á Akureyri, var í hressu viðtali í Degi á föstudaginn. „Kvenhylli mun ævinlega fylgja mér, sem og aðrir per- sónutörfrar sem ég óneitan- lega bý ufir,“ sagði hann kampakátur. Sumum finnst sótarinn dijúgur með sig og Dagur spurði hann hvort rétt væri? „Ekki óeðlilega, myndi ég álíta. Ég er þó kannski ekki dómbær á það sjálfur. En slík- ur mannkosta- og hæfileika- maður sem ég er hlýtur alltaf að hljóma dálítið drýginda- Raggl sót I opinberrt heimsókn i Reykjavik. lega þegar fólk þekkir hann ekki.“ Ásgefri ekki boóið i afmælið. Raggi og rás2 Og áfram með viðtalið við Ragga sót, en fræg er deila þeirra Skriðjökla við Ásgeir Tómasson, umsjónarmann vinsældalista rásar 2. Ragnar var spurður: Er þér illa við Ásgeir Tómasson? „Ekki get ég sagt það, en það er ljóst að ég býð honum ekki í afmælið mitt!“ Svo mörg voru þau orð. Páfagaukur í Sjálfstæóis- flokknum? Sjálfstæðismenn og fram- sóknarmenn hafa haldið hvorir sinn þingflokksfundinn á Sauðárkróki undanfarið. Sjallarar voru fyrri til. Sagan segir að inn á fundinn til þeirra hafi flogið páfagauk- ur. Það skemmtilega var að páfagaukurinn var blár á lit- inn. Gaukurinn var gómaður, þó ekki af þingmönnunum, og fundur hans síðan auglýstur í sjónvarpsdagskrá þeirra Krækinga, Sjónarhominu. Ungur drengur gaf sig þegar fram og hafði páfagaukurinn sloppið úr búrinu hans. Senni- lega er það rétt því framsókn- armenn segjast alls ekki hafa sent páfagaukinn á fundinn. KÞ og gyðing- ar Víkurblaðið á Húsavík sýndi mynd á dögunum af hringlaga glugga í húsi Kaupfélags Þingeyinga, Sölku. Glugginn er skreyttur með einfaldri stjömu og ku stjaman hafa verið þama svo lengi sem menn muna. Umrædd stjama er svokölluð Davíðsstjama, gerð af tveim þríhymingum og hefur verið tákn gyðinga. Hún prýðir til að mynda þjóð- fána Israelsríkis. Og þá vitum við hvað Kaup- félag Þingeyinga og gyðingar eiga sameiginlegt. Sandkom Hólarog Jemsalem Framsóknarmenn gáfu sér tíma til að skreppa að Hólum í Hjaltadal á milli þess sem þeir þinguðu á Króknum. Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfirðinga, sýndi þeim kirkjuna, sem reyndar er illa farin af skemmdum. Hann sagði að svo vænt þætti Skag- firðingum um Hóla í Hjaltadal að menn þættust heyra hjá þeim sama tóninn i „heim að Hólum“ og þegar aðrir segðu Jerúsalem. Baqley oq kossinn Rúnar Rúnarsson, fallhlíf- arstökkvari á Akureyri, kyssti Báru Einarsdóttur, 40. far- þegann hérlendis með Larry K. Bagley, í háloftunum yfir Akureyri. Rúnar sagðist eftir stökkið, í áheym Bagleys, hafa haft mj ög gaman af koss- inum og sem betur fer hefði hann ekki farið mannavillt þama uppi. Bagley svaraði fyrir sig: „Láttu ekki svona, þú sveifst á mig og ég mátti hafa mig allan við til að forðast þig.“ Léttir menn, fallhlífarstökkvarar. Guðs lömb Landssamband sauðfjár- bænda fundaði á dögunum um markaðsmál lambakjötsins. DV spurði eftir fundinn, á léttu nótunum, hvemig þeim þætti nafngiftin fjallalamb? Lítið gáfu þeir út á það, sögðust bara bíða eftir því að þeir færu að framleiða guðslömb. Umsjón: Jón G. Hauksson BESTA BORGARMYNDIN Tókst þú Ijósmynd í Reykjavík á afmælisdaginn 18. ágúst? Verðlaun fyrir bestu afmælismyndina Skilafrestur er til 3. september. UÓSMYNDAKEPPNI Nýtt frá Hudson Swing Hvíldar- sokkabuxur Mjög áferðarfallegar með sérstakri aðhaldsteygju sem fellur vel að og heldur fótum þínum óþreyttum frá morgni tilkvölds. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. Sími 24-333. HÖFN í HORNAFIRÐI Enskukennara vantar að Heppuskóla (7.-9. bekkur), ýmis hlunnindi í boði. Kannaðu málið. Upplýsingar i síma 97-8321 eða 97-8348. KENNARAR! Okkur vantar nú þegar kennara að grunnskólanum á Stokkseyri. Æskilegar kennslugreinar tungumál, sam- félagsgreinar, líffræði og forskólakennsla. Við bjóðum upp á góða kennsluaðstöðu, ódýrt húsnæði og auka- kennslu fyrir þá er þess óska. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-3263, formaður skólanefndar í síma 99-3266 og sveitarstjóra í síma 99-3267. Sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps. tfbpOffc': Það er sérstök tilfining að sjá þennan kabarett. Sambland af dulúð, spennu og grátbroslegri kímni. Shahid Malik, einn fremsti sjónhverfinga- og töframaður heims, tvöfaldur heimsmeistari í listinni, kallaður „Houdini nútímans". Walter Wasil, jafnvægislistamaður og loftfimleikakonanJessica, bæði með æsileg atriði. BarnatrúðurinnRhubardtheClown og „Stóri karlinn" prófessor Crump. - Allt velþekkt fjöllistafólk sem skapar hinn ógleymanlega kabarett. „Commodore Cabarett" á sýningarpalli virka daga klukkan 17,19 oa 21 oa um helaar kl. 15.17.19 oa 21. SYNIIMU MARKAÐUR SKEMMTUN HeimiliÖlBó Laugardalshöll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.