Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Spumingin Ertu búin(n) aö fara á Heimilið ’86 í Laugardalshöll? Rúnar Óskarsson nemi: Nei, ekki ennþá, en ég ætla örugglega að fara. Guðmundur Bjarnason viðskipta- fræðingur: Nei, en ég hef nú samt í huga að fara. Guðjón Gíslason eftirlaunamaður: Nei, ég á ekkert erindi á þessa sýn- ingu. Kristín Stefánsdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei, en ég ætla að fara og sjá þetta allt saman. Sólveig Gunnarsdóttir fóstra: Nei og ég ætla ekki að fara því ég er ekki að leita að neinu sérstöku. Ólafur Ólafsson veitingamaður: Nei, ekki er ég það nú, ég er reyndar ekki búinn að hugsa út í það hvort ég fer. Ég á svo sem ekkert erindi á þessa sýningu. Lesendur Bréfrttari á erfitt með að trúa því aö geislavirk efni hafi ekki borist til íslands eftir slysið í Chernobyl. Skyldi öll hættan vera liðin hjá? Lífhræddur skrifar: Þó að nokkur tími sé síðan slysið varð í kjamorkuverinu í Chemobyl þykir mér rétt að vekja fólk til umhugsunar um þær hættur sem þetta slys hefur valdið og getur valdið. Nú hefur verið reynt í fjölmiðlum að fullvissa okkur Islendinga um að okkur stafi engin hætta af þessu slysi. Þessu á ég mjög erfitt með að trúa þar sem þegar er farið að kaupa inn ýmsar vörur fiá löndum með háa geisla- virkni. Má þar neftia Prince Polo, hið sívinsæla súkkulaði frá Póllandi, og búlgarskar kartöflur. Við Islendingar höfum á engan hátt verið sannfærðir um að þessar vörur séu hættulaus- ar. Mér finnst að við íslendingar ættum að vera á verði gagnvart öllu þessu og ekki láta bjóða okkur upp á hvað sem er og eiga það síðan á hættu að deyja úr kraþbameini. Ljósmyndapoki fýnd- ist í Seljahverfi Ingi Agnarsson hringdi: Fyrir nokkrum dögum týndi ég ljósmyndapoka utan af þrífæti. Pok- inn er merktur mér á óhnni og er hann af gerðinni Tenba. Hann er rauðbrúnn á lit og týndi ég honum sennilega neðarlega í Seljahverfinu. Finnandi vinsamlegast skili pok- anum í verslunina Candís, Eddufelli 6, ásamt heimilisfangi og nafni. Ég heiti góðum fundarlaunum. Framúrskarandi út- stilling hjá Vogue Vegfarandi hringdi: Ég geng daglega Skólavörðu- stíginn og vil ég þakka versluninni Vogue fyrir framúrskarandi flotta útstillingu. Þessi útstilling hefur verið Reykja- víkurborg til sóma og mættu fleiri verslanir taka sig til og sýna hug- myndaflug í gluggaútstillingum sínum. Mér finnst að verslunin Vogue eigi sannarlega skilið að fá verðlaun. „Hjólrelðabrautir stórvantar í Reykjavík" Hjólreiðamaður hringdi: Það er alltaf verið að tala um að fólk þurfi að hreyfa sig til þess að halda heilsunni í lagi. Þessu er ég al- gjörlega sammála en vandamálið er að aðstæður hér í Reykjavík bjóða ekki upp á mikið svigrúm. í þessu sam- bandi á ég sérstaklega við aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Ég hef mikið gaman af því að hjóla og finnst að ég fái mikla heilsubót út úr því. Það sem ég er mjög óánægður með er að í Reykjavík er nær engin aðstaða fyrir hjólreiðafólk, annað- hvort eru það götumar eða gangstétt- imar. Það sem vantar em hjólreiða- brautir. Ef hjólað er á götum verða ökumenn öskuvondir yfir hægagangi hjólreiðamanna og ef hjólað er á gang- stéttum á maður það alltaf á hættu að hjóla niður gangandi fólk. Ég geri mér grein fyrir að í gömlu hverfunum er illmögulegt að breyta um skipulag, það verður að hafa það. En væri ekki góð hugmynd að í þeim hverfum sem em í uppbyggingu verði komið fyrir hjólreiðabrautum? Mér finnst að engin spuming eigi að vera um þetta mál, hjólreiðabrautir stór- vantar í Reykjavík Tökum til dæmis Dani til fyrirmyndar. Þó að landið þeirra sé lítið em þeir ekkert nískir á það fyrir vegfarendur, allir komast leiðar sinnar auðveldlega. „Bylg|an er þarfa- Nng“ D.D. hringdi: Ég hef verið að hlusta á útvarþsstöð- ina Bylgjuna sem nýlega tók til starfa og verð ég bara að segja að mér lýst vel á hana. Bylgjan er þarfaþing og þó að tækni- örðugleikar séu til að byija með, þá efast ég ekki um að Bylgjan verði vel slípuð í lokin. Ég er sérstaklega án- ægður með að fréttaflutningur skuli vera með svona stuttu millibili, því að það em ekki allir sem geta lagað sig að fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Fyrir þá sem alltaf em á ferð og flugi eins og til dæmis ég, þá er mjög hag- kvæmt að hafa stuttar fréttir með stuttu millibili. Með lagaval Bylgju- manna er ég allánægður með, það virðist vera eitthvað við allra hæfi. Svo vil ég óska Bylgjunni góðs geng- is og þakka fyrir mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.