Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Iþróttir Manchester United auð mýkt á Old Trafford - tapaði 1-0 fýrir nýliðum Chariton. Liverpool lagði Arsenal • Jan Mölby hefur verið Liverpool betri en enginn nú í haust og skoraði úr vítaspyrnu gegn Arsenal um helgina. • Remi Moses. Moses í Amsterdam Remi Moses, miðvallarspilarinn sterki hjá Manchester United, er nú staddur í Amsterdam í Hol- landi. Þar gengst hann undir meðferð hjá sérfræðingum vegna meiðsla í ökkla. Það er reiknað með að Moses verði kominn aftur tál Old Trafford nú i vikunni. sos Dennisfékk aðsjá rautt Vamarleikmaðurinn Mark Dennis hjá Southampton fékk rauða spjaldið á laugardaginn eftir að leik Norwich og Southampton lauk en Norwich sigraði, 4-3, í skemmtilegum leik. Dennis lenti í handalögmálum við einn leikmanna Norwich eftir leikinn og dómari leiksins sá sig tilneyddan til að sýna honum rauða spjaldið. Hann á því yfir höfði sér eins til tveggja leíkja bann. -SK. Knattspymu- kappar syngja inn á plötai Fjórir frægir knattspymukappar hafa gengið til liðs við hóp popp- stjama sem er að safna peningum til að styrkja fólk sem þjáist af blóðleysi. Fólk sem vantar jám í blóðið. Fjórmenningamir eru þeir Charlie Nicholas og Viv Anderson hjá Arsenal og Tottenhamleik- mennimir Chris Hughton og Ossie Ardiles. Það verður gefin út lítil plata með laginu „This is my song.“ SOS Ólæti í Edinborg Glasgow Rangers lagði Celtic að velh, 1-0, á Ibrox í skosku deilda- keppninni í gær. Iain Durrant, 18 ára nýliði Rangers, skoraði sigur- markið. Terry Butcher, fyrirliði Rangers, var bókaður í leiknum - hans önnur bókun. • Mikil ólæti brutust út í Edin- borg þegar Edinborgarliðin Hibs og Hearts áttust þar við. Stöðva varð leikinn í sextán mínútur og fóru fimmtíu lögregluþjónar út á völlinn. Hearts vann góðan sigur, 3-1, með mörkum frá Sandy Clarke, Ian Jardine og John Ro- bertson. •Joe Miller tryggði Aberdeen sigur, 2-0, yfir Dundee með tveim- ur góðum mörkum. • Dundee Utd. vann öruggan sigur, 3-0, yfir St. Mirren. Þeir Kevin Gallacher, Eamonn Bannon og Ian Ferguson skoruðu mörkin. • Dundee United er á toppnum með 9 stig, Aberdeen, Celtic og Hearts hafa 7 stig og Rangers og Dundee 6 stig. sos Hið fomfiæga knattspymufélag Manchester United tapaði sínum þriðja leik í röð er Charlton kom í heimsókn og lagði það að velli með einu marki gegn engu. Manchester United sigraði sem kunnugt er í fyrstu tíu leikjunum á síðasta keppnistíma- bili þannig að greinilegt er að eitthvað meira en lítið er að nú. Er sæti fram- kvæmdastjórans Ron Atkinsons farið að glóðhitna. Á meðan unnu meistaramir frá því í fyrra, Liverpool, Arsenal með tveim- ur mörkum gegn einu í fjömgum leik en það var enginn annar en Ian Rush sem tryggði Liverpool sigurinn með glæsimarki. West Ham, Tottenham og Liverpool em efst og jöfri í 1. deildinni með sjö stig af níu mögulegum. Slæm byrjun United Það er opinbert leyndarmál í Bret- landi að þegar í fyrravor var farið að hitna sæti framkvæmdastjóra Manc- hester United, Ron Atkinsons. Ákveðið var að bíða og sjá hvemig keppnistímabilið þróaðist til að byrja með og er það að verða ljóst nú að byijunin er ein sú versta í sögu félags- ins. Ekki vantar mannskapinn; lands- liðsmenn í hveiju sæti. Charlton, sem kom upp úr 2. deild í vor, kom með því hugarfari til leiks að endurtaka ekki leikinn við Nottingham Forest í miðri vikunni er Charlton var rass- skellt með fjómm mörkum gegn engu. Nú var barist um hvem bolta og sigur- Urslit 1. deild: Coventry-Everton ......(1—0)1—1 Liverpool-Arsenal.......(1—1)2—1 Luton-Newcastle.........(0—0)0-0 ManchesterUtd.-Charlton.. (0—0)0—1 Norwich-Southampton.....(0—2)4—3 Nottingham For.-Watford... (1—0)1—1 Oxford-West Ham.........(0-0)0-0 Q.P.R.-Aston Villa......(O-O)l-O Sheffield Wed.-Chelsea..(l-0)2-0 Tottenham-Manch.C.......(O-O)l-O Wimbledon-Leicester.....(l-O)l-O 2. deild: Birmingham-Derby.............1-1 Crystal Palace-Stoke.........1-0 Grimsby-Bradford.............0-0 Leeds-Sheffield Utd..........0-1 Millwall-Bamsley.............1-0 Oldham-Hull..................0-0 Plymouth-Reading.............1-0 Portsmouth-Ipswich...........1-1 Shrewsbury-Blackbum..........0-1 Sunderland-Brighton..........1-1 W.B.A.-Huddersfield..........1-0 3. deild: Boumemouth-Newport...........2-1 Bristol Rovers-Bolton........1-0 Bury-Chester.................1-1 Carlisle-York................2-2 Chesterfield-Walsall....*....3-2 Darlington-Mansfield.........2-1 Doncaster-Brentford..........2-0 Fulham-Blackpool.............0-1 Gillingham-Bristol City......1-1 Port Vale-Rotherham..........1-1 Swindon-Notts County.........1-2 Wigan-Middlesbrough..........0-2 4. deild: Aldershot-Wolves.............1-2 Bumley-Scunthorpe............1-0 Cambridge-Halifax............1-0 Cardiff-Rochdale.............0-0 Colchester-Exeter............1-1 Crewe-Hereford...............1-2 Northampton-Torquay..........1-0 Orient-Peterborough 1-0......... Preston-Swansea..............2-1 Southend-Hartlepool..........1-1 Stockport-Tranmere...........0-2 Wrexham-Lincoln..............1-1 inn tryggður í byijun seinni hálfleiks er Mark Stuart skoraði gott mark. Robert Lee fékk tækifæri skömmu síð- ar fyrir Charlton en Gordon Strachan varði á línu. Þetta er fyrsti sigur nýhð- anna í 1 deildinni nú, en síðast keppti liðið á Old Trafford árið 1956 er Bobby Charlton spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Það væri ráð hjá Ron Atkinsson að líta á atvinnuaug- lýsingamar í bresku blöðunum næstu daga. • Liverpool hefiir staðið sig vel í fyrstu leikjunum. Nú var Arsenal lagt að velli. Bæði hafa þessi lið orðið tvö- faldir meistarar: Arsenal 1971 og Liverpool 1986. Hér var því um merki- legan leik að ræða. Jan Mölby skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Liverpool úr vítaspymu á 19. mínútu eftir að David O’Leary hafði skellt honum í vítateignum. En Arsenal-liðið gafst ekki upp og Tony Adams jafiiaði þrem- ur mínútum síðar. Ian Rush tiyggði svo Liverpool sigurinn á 57. mínútu með góðu marki. Miðvallarspilarar Arsenal vom að dúlla með knöttinn á miðvellinum, glötuðu honum til Möl- by sem gaf á Rush sem kom eins og elding og skoraði. George Graham, framkvæmdastjóri Arsenal, hefur ekki keypt neina leikmenn eins og er. Hann notaði alls sjö heimaalda og unga leik- menn í þessum leik. Bmce Grobbelaar, hinn litríki markvörður Liverpool, hefur ekki enn spilað leik í 1. deild- inni eftir meiðsh sem hann hlaut í leik um góðgerðarskjöldinn fyrir skömmu. • Tottenhamliðið spilar vel um þessar mundir og lagði Manchester City að velli með marki vamarmanns- ins Graham Roberts á 65. mínútu. Þangað til hafði vöm City verið sem klettur, stáli klæddur. City átti engin marktækifæri en ágengni Tottenham var mikil. • Everton hefur ekki gengið sem skildi í undanfömum leikjum. Nokkrir lykilleikmenn em meiddir og ungir og óreyndir leikmenn hafa tekið við af þeim. Coventryliðið mætti til leiks ákveðið. I fyrri hálfleik skoraði Nick Pickering mark og Everton náði ekki skoti á mark Coventry. Ian Marshall skoraði mark fyrir Everton undir lok- in og bjargaði stigi. • Luton og Newcastle gerðu markalaust jafntefli á gervigrasi Lu- tonmanna. Mark Hartford, hinn langi miðherji Luton, hefur verið frá vegna meiðsla í undanfömum leikjum og er þar skarð fyrir skildi. Leikurinn var ekki góður, 0-0 segir sína sögu. Ný stúka og mörg mörk Einn skemmtilegasti leikur helgar- irrnar var á Carrow Road, leikvelli Norwich. Southampton kom í heim- sókn. Ný stúka var tekin í gagnið hjá Norwich í þessum leik og virtist sem leikmenn Norwich væm að dást að henni í fyrri hálfleik því Southampton skoraði strax tvö mörk. Fyrst Danny Wallace og svo Blake en Drinkell og Gordon jöfnuðu fyrir Norwich. Will- iams kom Norwich í 3-2 en Mark Dennis jafiiaði með þrumufleyg. Það var svo Steve Bruce, vamarmaðurinn sterki, sem skoraði sigurmark Nor- wich tíu mínútum fyrir leikslok. • Leikur Oxford og West Ham var fjömgur þrátt fyrir að ekki væm skor- uð mörk. Trevor Hebberd, hinn harðskeytti miðvallarspilari Oxford, var settur í nýja stöðu sem „Sweep- er“ og stóð hann sig mjög vel þar og sópaði öllum sóknartilburðum West Ham út fyrir völlinn. Vöm Oxford stóð sig vel og leikmenn West Ham fóm ánægðir heim af hinum htla leikvelh háskólaliðsins með eitt stig. • Q.P.R. vann annan heimaleik sinn í röð. Aston Viha var lagt að velli með einu marki gegn engu og, skoraði Gary Bannister markið snemma í seinni hálfleik. Aston Villa má muna sinn fífil fegri því liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum og er neðst í stigatöflunni. Mikið hefur verið keypt af leikmönnum til liðsins en ekkert hefur komið út úr þeim. • Sheffield Wednesday hefur ekki enn tapað leik og lagði Chelsea að velli með tveimur mörkum gegn engu. Eitt mark í hvorum hálfleik. Mark Chamberlain skoraði fyrst og Gregoiy síðara markið. • Nýliðamir í Wimbledon sigruðu Leicester með einu marki gegn engu og skoraði Alan Cork markið í fyrri hálfleik. Wimbledon hefur staðið sig vel í byijun og unnið báða heimaleiki sína. Liðið er til alls víst í vetur. Birmingham stefnir á 1. deild Birmingham, sem féll í 2. deild í fyrravor, stefiiir nú greinilega á 1. deildina á ný. Liðið er með sjö stig af níu mögulegum. Wayne Clarke skor- aði strax eftir 43 sekúndur gegn Derby en það nægði ekki því Gregoiy jafnaði fyrir Derby í fyrri hálfleik. Ciystal Palace hefur unnið báða leiki sína, sigraði Stoke nú með marki Philips Barber. Stoke hefur nú spilað þijá leiki og tapað þeim öllum. Sheffield United vann Leeds á útivelli með marki Tony Philliskirk. MillwaU vann Bamsley með einu marki David Byme. Allir leikir Millwall hafa endað 1-0 og hef- ur Millwall unnið tvo leikjanna en tapað einum. Plymouth og Reading komu bæði úr 3. deild í fyrravor, spil- uðu í Plymouth og endaði viðureign þeirra með sigri Plymouth, 1-0. Aðal- leikur 2. deildar var viðureign , Portsmouth og Ipswich. Leikurinn endaði sem jafriteffi, 1-1, og skoraði Mark Brennan fyrst fyrir Ipswich en Kevin OCallaghan jafriaði fyrir Portsmouth. Þetta verður langur vet- ur fyrir Alan BaU, framkvæmdastjóra Portsmouth, en hann hefur þó tvö stig úr leikjum við tvö af sterkustu liðum 2. deUdar. Stórhðin Sunderland og Brighton skhdu jöfri, 1-1, en W.B.A sigraði Huddersfield með marki Mart- in Bennett. Huddersfield er því enn án stiga eftir þijá leiki. E.S. Stadan 1. deild Tottenham 3 2 1 0 5-1 7 Liverpool 3 2 1 0 4-1 7 West Ham 3 2 1 0 4-2 7 Wimbledon 3 2 0 1 5-5 6 Q.P.R. 3 2 0 1 5-7 6 Everton 3 1 2 0 5-3 5 Sheff. Wed. 3 1 2 0 5-3 5 Luton 3 1 2 0 3-2 5 Watford 3 1 1 1 6-4 4 Nott. For. 3 1 1 1 5-3 4 Norwich 2 1 1 0 4-3 4 Manch. City 3 1 1 1 3-2 4 Coventry 3 1 1 1 3-3 4 Charlton 3 1 1 1 2-5 4 Southampton 3 1 0 2 9-7 3 Arsenal 3 1 0 2 3-4 3 Chelsea 3 0 2 1 1-3 2 Newcastle 3 0 2 1 1-3 2 Oxford 3 0 2 1 1-4 2 Leicester 2 0 1 1 1-2 1 Manch. Un. 3 0 0 3 2-5 0 Aston Villa 3 0 0 3 2-7 0 2. deild Birmingham 3 2 1 0 5-2 7 Hull 3 2 1 0 3-0 7 Oldham 3 2 1 0 3-0 7 Crystal Pal. 2 2 0 0 4-2 6 Blackburn 2 2 0 0 3-1 6 Millwall 3 2 0 1 2-1 6 West Bromw. 3 2 0 1 2-2 6 Sunderland 2 110 3-14 Plymouth 2 110 3-24 Shef. Un. 31112-24 Leeds 3 1 0 2 3-4 3 Ipswich 2 0 2 0 2-2 2 Brighton 2 0 2 0 1-1 2 Grimsby 2 0 2 0 1-1 2 Portsmouth 2 0 2 0 1-1 2 Bradford 3 0 2 1 34 2 Derby 20111-21 Shrewsbury 2 0 111-21 Reading 2 0 0 2 0-2 0 Huddersfield 2 0 0 2 0-3 0 Bamsley 3 0 0 3 2-6 0 Stoke 3 0 0 3 1-5 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.