Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 43 Sviðsljós Kvikmyndin Land og synir hefur verið til sýninga úti í hinum stóra heimi og flestir sannir íslendingar biðja þess heitt og innilega að hún verði ógleymanleg öllum áhorfend- um. Síðastliðið miðvikudagskvöld var myndin sýnd í breska sjónvarp- inu á rás fjögur og einnig fyrir rúmum mánuði á rás tvö í sænska sjónvarpinu. Að minnsta kosti eitt heilsuhæli í velferðarríkinu Svíþjóð fór hreinlega á annan endann yfir sögulokunum 9g með því fjaðrafoki fylgdust tveir íslendingar - Guðmundur J. Guð- mundsson, þingmaður og verkalýðs- foringi, og eiginkona hans Elín Torfadóttir. En hvað gerðist raunverulega á heilsuhælinu umrætt sýningar- kvöld? Viðkvæmt fólk og börn „Jú, þetta er rétt,“ sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson. „Við hjónin vorum stödd á heilsu- hæli í Vermlandi í Svíþjóð þegar kvikmyndin Land og synir var sýnd í sjónvarpinu. Skömmu áður hafði verið kvöldvaka þar sem konan mín hélt fyrirlestur um Island. Það fór því ekki milli mála að íslendingar voru á staðnum. Svo er tilkynnt að sýnd verði ís- lensk kvikmynd á rás tvö og vist- mönnum fannst það merkilegt svona strax eftir fyrirlesturinn. Það komu því til þess að sjá myndina fimmtíu manns og sátu út allan tímann. Yfir,- leitt fara menn þarna snemma í háttinn. Fyrir sýningu tók ég eftir því að birt var mjög stíf aðvörun um að þetta væri ekki fyrir viðkvæmt fólk og alls ekki böm. Viðvörunin var tvítekin." Hesturinn, lambið, hundurinn og íslenskir læknar „Þess er skemmst að minnast að Land og synir vakti geysilega at- hygli. Fólki fannst íslensk náttúra ákaflega falleg, Svarfaðardalurinn, gönguferðin og fjárreksturinn. Eftir sýninguna fóm menn fljótlega að sofa.“ „Daginn eftir kom í ljós að sagan hafði haft gífurleg áhrif og vistmenn - sem eru á öllum aldri og úr flestum þjóðfélagsstigum - vildu fá meira að vita. Og spurðu okkur í þaula. Af hverju fór hún ekki með honum í bæinn og hvers vegna fór hann? Hvers vegna var hann ekki kyrr fyrst pabbi hennar keypti jörðina?" „Menn kaupa ekki mann fyrir dæt- ur sínar,“ sagði ég. „Og ægilegt að yfirgefa hundinn og hótelið - af hverju skaut hann hestinn sem var svo hvítur og fal- legur? Hvort bóndinn hefði raun- verulega skorið lambið? Er mikið um að menn fari bak við galta til þess að ekki sjáist til þeirra? Er þá til bókin - framhald á sögunni? Fór hún í bæinn eftir að pabbi hennar var dáinn? Menn vildu lausn á lovstoríunni." „Og hvernig stendur á því að sjúkrahúsið er svona? Þess vegna eru svona margir íslenskir læknar í Svíþjóð - þeir flýja. Við þekkjum einn,“ sögðu margir." Samviska Ágústs og Indriða „Myndin rauf kyrrð hversdagslífs- ins og Ágúst og Indriði hafa svolítið á samviskunni. Þeir skildu fólkið eftir í voðalegri spennu. Fólkið vildi fá lausn, vildi láta þau ná saman. Og líkaði ekki svörin um flóttann úr sveitunum sem reif menn upp með rótum og aðskildi elskendur og ætt- ingja. Þeim fannst ég órómantískur og því afgreiddi ég þau með lausn Vilmundar, fyrrum landlæknis, sem sagði að hún hefði tekið rútuna og náð honum á Blönduósi. Konan mín þótti mildari og síðar tók ég eftir því að hún sat býsna oft afsíðis með nokkum hóp 1 kringum sig. Þau spurðu hana hvort ég væri voðalega kaldlyndur." „Þetta kom mér satt að segja tals- vert á óvart - Svíar virðast svolítið rómantískir. Þeir vildu fá bókina á sænsku og framhald af sögunni." Og þá er bara að vita hvort Indriði prjónar við fyrri frásögn - lætur hann þá elskenduma ná saman fljót- lega, lífgar hestinn við, sameinar mann og hund og fyllir hús ungu hjónanna af ægifogrum heimalning- um? Sviðsljósinu er eins farið og Svíum - bíður spennt framhaldsins af Landi og sonum. -baj „Er hann Guðmundur kaldlyndur maður?“ spurðu Sviar Elinu Torfadóttur uggandi yfir málalokum í Landi og sonum. En allt kom fyrir ekki - faðir verkalýðsins á íslardi var ófáanlegur til þess að umsemja og hagræða söguþræðinum þannig að allir mættu vel við una. DV-mynd GVA SKIPTIBOKAMARKAÐU R - sumarlaunin þín endast lengur Pú þarft ekki að fletta lengi í stœrðfrœðibókinni þinni frá í fyrra til að reikna út, að það getur borgað sig að skipta við Skiptibókamarkað Eymundsson í Austurstræti. Fjörugan markað með notaðar kennslubækur. ‘Við skiptumst á... ÍSLENSKA íslensk málfræði II / Kristján Árnason - 2. útg. 1983. íslensk málf ræftl / Björn Guðfinnsson - 1985 íslensk setningarfræði / Ðjörn Guðfinnsson, 2. útg. íslenskar bókmenntir til 1550 / Ðaldur Jónsson Stafsetningarorðabók - 3. útg. 1980 DANSKA Dönsk-íslensk orðabók - Isafold 1973 íslensk-dönsk orðabók - ísafold 1976 Gyldendals ordbog for skole og hjem Nu-Dansk Ordbog etbindsudgave Nu-Dansk Ordbog 12. udgave Zappa Nár snerlen Blomstrer Kesses Krig Ned med nakken Tændstikleg Som de vil ha’ dig ENSKA Ensk-íslensk orðabók - Isafold 1976 íslensk-ensk orðabók - (safold 1983 Longmans Contemporary English Dictionary Oxford Advanced Learners Dict. of Current English (revised and regularly updated). Exploring English Book 3, lesbók Thinking English Book 4, lesbók Z for Zacharia First Certificate Skills, lesbók Longman Advanced English New proficiency English Book 2 Tales of Mystery & Imagination Twentieth Century English short stories The Secret Diary of Adrian Mole The Evil of Mr. Happiness Hotel (einfölduð) Background to U.S.A. Meaning into words (rauð), lesbók Now Read On Being There The woman who disappeared Tristan and Isold The World Ahead Mother Night Streamline, Destinations, lesbók Streamline, Directions, lesbók The Growing Pains of Adrian Mole Peril at End House Modern short stories f. students of English Reading Literature Across the Barricades Liar A Remedial English Grammar Twelfth Night And then there were none Practice in the use of English Frankenstein’s Aunt Background to Britain Basic Working Grammar, workbook Grammar in Context ÞÝSKA Þýsk-íslensk orðabók - ísafold 1982 Þýska fyrir framhaldsskóia, lesbók Deutsch fur junge Leute, lesbók Schulerduden, Bedeutungswörterbuch Deutsch Sprechen im Alltag Kontakt mit der Zeit Einfach Gesagt Wie kommt das Salz in Meer Der Tod in Rom Deutsch Aktiv, lesbók Wir kinder vom Bahnhof Zoo Angst essen seele auf FRANSKA Ágrip al franskri mátfræfti / Herdis Vigfúsdóttir íslensk-frönsk orftabók - Isafold 1950 Le Mlcro Robert Le Petit Prince Huis close C’est Ca 1, lesbók Les vacances du petit Nicolas Le nouveau Pecherelle (rauðar sagnir) LATÍNA Latnesk lestrarbók / Kristinn Ármannsson - 2 pr. 1971 Latnesk málfræði / Kristinn Ármannsson -3. útg. 1971 SAGA Frá einveldi til lýðveldis / Heimir Þorleifsson - AB 1981 Frá samfélagsmyndun til sjálfstæðisbar- áttu / Lýður Björnsson - AB 1983 Þættir úr sögu nýaldar / Helgi Skúli Kjartansson - ísafold 1976 ANNAÐ Eðlisfræði 1b - 2c / Staffanson o.fl. Líffræði / Colin Clegg - 1985 þú WtiÐWfaLL Þú græðir HUNDRAÐKALL á því að kaupa reikningsbœkurnar og stílabœkurnar fijá okkur. Tveir 5 stykkja pakkar eru 100 krónum ódýrari en almennt gerist. Láttu sjá þig. Sumarlaunin þín endast lengur, látirðu stærðfræði- bókina þína frá í fyrra vísa þér veginn - í Austurstrætið. EYMUNDSSON Tryggur fylginautur skólafólks í meiren 100 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.