Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Astandið á Borgarspitalanum var ekki gott í gærmorgun. Hér sést yfir ganginn en á honum lágu 7 sjúklingar og stofurnar voru fuilar. Starfsfólkið hafði nóg að gera við að sinna öllum. DV-mynd KAE Sjúklingar í rúmum frammi á gangi „Þetta ástand getur varla talist mannsæmandi, hvorki fyrir sjúkl- inga né starfsmenn. Það má segja að hér ríki hálfgert neyðarástand á sumrin en þetta er samt óvenju- slæmt,“ sagði Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á lyflækningadeild, um það ástand sem skapaðist á deild A-6 einn morguninn um daginn en þá voru 7 sjúklingar frammi á gangi í rúmum sínum og allar stofur fullar. „Þetta endurspeglar skortinn á sjúkrarými sem fyrir er í landinu auk þess sem næsta hæð hér fyrir ofan, deild A-7, er lokuð vegna sumar- leyfa. En þó að rúmin væru fyrir hendi væri sennilega samt skortur á starfsfólki," sagði Gunnar. Hann benti ennfremur á að vegna þessa ástands hefði þurft að senda sjúkl- inga heim fyrr en æskilegt væri. Af samtölum við starfsfólk deildar- innar mátti ráða að það væri orðið langþreytt á ástandinu. Það sagði að hjúkrunarfræðingar sem ættu að vinna 8 tíma vaktir ynnu nú 12-16 tíma á sóiarhring. Sagðist starfe- fólkið vera komið með 80-100 tíma í yfirvinnu á síðustu 3 vikum. „Fólk er hætt að vilja leggja á sig erfiða og krefjandi vinnu með slíku álagi á þessum launakjörum. Það fæst ekki fólk til starfa fyrr en launin hafa verið leiðrétt," sagði einn hjúk- runaríræðingurinn. Stífian brestur tvisvar í viku „Það er ljóst að þegar önnur deild- in er lokuð eykst álagið á hina. Það gerist sérstaklega 2 í viku að stíflan brestur en það er þegar við sinnum svokallaðri bráðaþjónustu sem spít- alamir í Reykjavík hafa sameigin- lega. Þetta er þó einungis tímabundið og eftir hádegi léttir þessu að mestu,“ sagði Magnús Skúlason, aðstoðaríramkvæmda- stjóri Borgarspítalans. Hann sagði að vel mætti búast við svipuðu ástandi næsta föstudag en ekki væri hægt að láta veikt fólk bíða og því hefði verið tekinn sá kostur að stytta legudaga sjúklinga og biðja starfe- mennina að vinna yfirvinnu. „Hins vegar er það alveg ljóst að það geng- ur illa að fá starfefólk og það hafa alltaf verið erfiðleikar á sumrin. Fólkið á langt frí og fáir koma til starfa i afleysingum." JFJ lv*uiiuLi PBKÐIJ -CSS33KI VOLVO 740 GLE ÁRG. 1986, ekinn 5.700. Blágrænn met., bein- skiptur, m/vökvastýri, topplúga, rafdrifnar rúður, „centrallás", pluss- áklæði. Einn með öllu. Verð kr. 760.000. VOLVO 360 GLS ÁRG. 1985, ekinn 20.000. Blár met., beinskipt- ur, 5 gíra, sportfelgur, spoiler, sólgrind, plussáklæði. Verð kr. 450.000. VOLVO 240 GLÁRG. 1983, ekinn 52.000. Blár met., beinskipt- ur, m/vökvastýri. Verð kr. 440.000. VOLVO 240 TURBO ÁRG. 1983, ekinn 78.000. Rauður met., bein- skiptur, m/vökvastýri, topplúga, rafdrifnar rúður, aukamælar, sól- grind, plussáklæði. Einn með öllu. Verð kr. 650.000. VOLVO 245 DLÁRG. 1982, ekinn 62.000. Blár, beinskiptur, m/vökvastýri. Verð kr. 390.000. VOLVO 244 GLÁRG. 1982, ekinn 52.000. Gull met., beinskipt- ur, m/vökvastýri. Verð kr. 395.000. VOLVO 244 GLÁRG. 1982, ekinn 95.000. Gull met., sjálfskipt- ur, m/vökvastýri. Verð kr. 390.000. VOLVO 244 DL ÁRG. 1982, ekinn 71.000. Rauður, sjálfskiptur, m/vökvastýri. Verð kr. 345.000. VOLVO 244 GLÁRG. 1979, ekinn 92.000. Rauður, beinskiptur, m/vökvastýri. Verð kr. 240.000. VW PASSAT CLÁRG. 1982, ekinn 67.000. Gull met., beinskipt- ur. Verð kr. 270.000. ÁRGERÐ 1987 ER Á LEIÐINNI. Tökum allar tegundlr blla 1 umboðssölu. Opið virka daga frá kl. 9—18, laugardaga frá kl. 13—17. VANTAR BÍLA Á SÖLUSKRÁ - TÖKUM ALLAR TEGUNDIR BÍLAÍ UMBOÐSSÖLU. VOLVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 VERSLUNAR- HÚSNÆÐI Til leigu ca. 200 m2 verslunarhúsnæði við Laugaveg. Laust strax. Upplýsingar í síma 29622 eftir kl. 14.00. HÚSAVÍK Starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa Starf æskulýðs- og íþróttafulltrúa Húsavíkurkaupstað- ar er laust til umsóknar, en um er að ræða nýtt starf hjá bæjarfélaginu. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi fer með yfirstjórn æsku- lýðs- og íþróttamála á vegum bæjarins, í umboði bæjarstjórnar og hlutaðeigandi nefnda, en einnig hef- ur hann umsjón með rekstri íþróttamannvirkja í eigu bæjarfélagsins. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 20. september næstkomandi. Umsóknir um starf- ið, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, skulu sendar til undirritaðs sem jafnframt veitir allar upplýs- 'ngar- Bæjarstjórinn Húsavík. TIL SÖLU Stórglæsilegur Cherokee Chief til sölu, ekinn aðeins 17 þús. mílur. V-6 vél, 5 gíra kassi (overdrive), velti- aflstýri ásamt flestum fáanlegum aukahlutum. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í síma 14240 og 44581. Sálfræöistööin Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Tilgangur námskeiðsins er að leiðbeina einstaklingum að meta stöðu sína og kenna árangursríkar aðferðir í samskiptum. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hverjir eru helstu áhrifaþættir í samskiptum • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Innritun og nánari upplýsingar í slma Sálfræðistöðvarinnar: 687075, milli kl. 10 og 12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.