Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 25 Iþróttir „Það má aldrei sleppa Pétri lausum - sagði Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari „Pétur Pétursson sýndi það og sann- aði hér á Laugardalsvellinum að það má aldrei sleppa honum lausum. Það verður einn maður að hafa hann í stöðugri gæslu og gera ekkert ann- að,“ sagði Guðni Kjartansson, lands- liðsþjálfari 21 árs landsliðsins. „Pétur var algjörlega á auðum sjó þegar hann skoraði sigurmarkið - hann gat leyft sér að vega og meta stöðuna sem hann var í og honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn," sagði Guðni. Guðni sagði að það hafi verið eins allur dampur hafi dottið úr Framliðinu eftir að Pétur Ormslev skoraði 1-0. Þeir gátu hæglega fylgt því eftir og bætt við marki. Það var ekki fyrr en undir lokin að Framarar fóru að sýna tennumar. Þá var það orðið of seint - Pétur skoraði sigurmarkið á elleftu stundu, eða þegar allt stefiidi í fram-.. lengingu," sagði Guðni. -SOS „Framarar voru ekki nægilega ákveðnir í sóknaraðgerðum sínum“ - sagði Magnús Jónatansson, þjáHari Víkings ) Sigurður Lárusson sjást fagnandi fyrir aftan Pétur. DV-mynd Gunnar Sverrisson. „Framarar geta sjálfum sér um kennt hvemig fór. Þegar Pétur Ormslev skoraði mark þeirra í upphafi seinni hálfleiksins var vöm Skagamanna komin úr jafii- vægi. Með ákveðni hefðu Framar- ar átt að geta gengið í gegnum hana eins og vængjahurð," sagði Magnús Jónatansson, þjálfari Víkingsliðsins. Magnús sagði að Pétur Péturs- son væri alltaf hættulegur - hann þefar hreinlega uppi marktækifær- in. Framarar létu þá Viðar Þorkelsson og Þorstein Þorsteins- son hafa gætur á honum. Að mínu mati hefðu þeir átt að láta Þor- stein einan elta Pétur eins og skugga út um allt. Það er alltaf betra að láta einn mann vera í því að taka úr umferð heldur en láta tvo leikmenn hafa góðar gætur á einum leikmanni. Það getur alltaf skapast misskilningur þegar tveir menn eiga að hafa gætur á ein- um,“ sagði Magnús. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.