Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 45
BBPi aSH WLTmH ..{ HtJpAOÖWM MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 46 Sviðsljós íslenskir ísraelar gróðursetja Fyrsta grenitréð í íslensk-ísraelsk- um trjálundi innan Heiðmerkurinn- ar var gróðursett fyrir skömmu að viðstöddum hópi félagsmanna úr Is- landi - ísrael. Sendiherra ísraels, Jehudith Huebner, kom hingað til lands frá Osló, þar sem hún hefúr aðsetur, til þess að tylla trénu í jörðu, en jafnframt var tilgangur fararinn- ar að kveðja gamla vini því sendi- herrann lætur nú af störfum og sest að í Jerúsalem. Huebner lætur af störfum eftir ára- tuga starf í þágu ísraelsku utanríkis- þjónustunnar og er þetta í þriðja sinn sem hún kemur til Islands sem sendi- herra. Gróðurreiturinn í Heiðmörk var afhentur íslandi - ísrael í vor og er þessi fyrsti vísir trjálundar ein- ungis upphafsaðgerð í fyrirhuguðu gróðursetningarstarfi félagsmanna. Um kvöldið sat sendiherrann kvöld- verðarboð félagsins. -baj Eitt af þvi sem góöur sendiherra þarf að hafa til að bera er hæfileiki til að handieika skóflu á sannfærandi máta. ísraelski sendiherrann, Jehudith Huebner, kunni tökin á tækninni. Brúni endinn á að snúa niður en grænleiti stingukransinn upp. Þráinn Þorleifsson, kunnáttumaður í listinni og formaður félagsins ísland - ísrael, leggur hönd á plóginn. Og niður skal það. Annar hjálparkokkur mættur á staðinn - Ásgeir Bjöms- son, einn stofnenda félagsins. Garðyrkjuflokkurinn saman kominn. Þama eru konsúlar, sendiherrar, núver- andi og fyrrverandi formenn, núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn og svo mætti lengi telja. Allir lögðu sitt af mörkun við fyrstu skref að íslensk- israelskum trjálundi í Heiðmörkinni. Ólyginn sagði... Mel Gibson er góður sonur. Svo góður reyndar að það er hópur mæðra í Sydney í Ástralíu grænn af öfund yfir hans lúsheppnu móður sem er hreint að springa af stolti yfir englinum sínum. Síðasta góðverkið hans er að kaupa nýtt hús í sumargjöf handa foreldrum sínum - myndar- legan búgarð sem lagði sig áeinarsjötíu milljónir króna. Zsa Zsa Gabor sagði á sínum síðasta brúð- kaupsdegi að fátt væri meira hressandi fyrir sálartetrið en nýr eiginmaður í rúminu með hæfilegu millibili. Hún hefur því samviskusamlega orðið sér úti um slíka upp- lífgun níu sinnum á lífsleið- inni og gæti átt allnokkur skemmtilegheit eftir ef aldur og heilsa leyfir. Gabor er um sjötugt en eiginmaðurinn tæplega fimmtugur. 4- H. 159, br. 55, d. 60, 300 litra, m/blást- H. 159, br. 55, d. 60, urskælingu, tvi- 310 litra, tviskiptur. skiptur. H. 167, br. 60. d. 60 365 lítra, tvískiptur. H. 160, br. 67, d. 60, 410 litra, tviskiptur, m/vatnskæli. H. 165, br. 55, d. 60, 290 lítra, sambyggö- ur, kælir/frystir, 2 prassur. H. 180, br. 60, d. 60, 390 litra, sambyggð- ur, kœlir/frystir, 2 prassur. H. 180, br. 60, d. 60, 380 litra, sambyggð- ur, kælir/frystir, 2 pressur. H. 139, br. 55*xi. 60, 265 litra, tviskiptur. ARF 843 kr. 27.360,- ARF 844 kr. 28.405,- ARF 845 kr. 35.055,- ARF 409 kr. 34.200,- ARF 847 kr. 35.482,- ARF 899 kr. 40.546,- ARF 848 kr. 41.980,- ARF 830 kr. 43.605,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.