Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGÚR i. SEPTEMBER 1986. Fréttir Hótanir stjómvalda: „Kannast ekki við þetta“ - segir utanríkisráðherra „Ég kannast ekki við að þetta hafi verið gert. Hins vegar hef ég pressað mjög á að þetta mál verði leyst,“ sagði Matthías Á Mathiesen utanríkisráð- herra er DV bar undir hann frétt bandarískrar útvarpsstöðvar um gang Rainbowmálsins. I þessari fiétt var fúllyrt að íslensk stjómvöld hefðu hótað að nota vamarsamninginn til að knýja fram lausn í þessu máh; m.a. hótað því að heimila ekki byggingar ratsjárstöðva hér á landi. „Það hefur alltaf verið skýrt af minni hálfu að það eigi ekki að blanda örygg- is- og vamarmálum saman við einstök vandamál sem til lausnar kunna að koma,“ sagði utanríkisráðherrann. -APH Mjólkuivörur hækka í dag í dag hækka mjólkurvörur um 3,2 til 3,5 prósent. Aðrar búvörur hækka ekki. Þessar hækkanir koma í kjölfar þess að verðlagsgrundvöllur landbúnaðar- vara hækkar um 2,86 prósent til bráðabirgða fiá og með deginum í dag. Nefnd, sem vinnur að endurskoð- un grundvallarins, hefúr ekki lokið störíúm og var þvi ákveðið að hækka til bráðabirgða. Stefiit er að því að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 30. september. Af mjólkurvörum má nefiia að ný- mjólk hækkar um 3,5 prósent, ostar um 3,2 prósent. Hins vegar hækkar smjör ekki. Nauta- og kindakjöt hækkar ekki heldur. Búist er við að útsala kindakjöts standi fram í miðjan mánuðinn. -APH Mótorhjól skall á bíl í Neskaupstað gerðist það síðastliðið laugardagskvöld að mótorhjól skall á bifreið með þeim afleiðingum að pilt- urinn sem ók hjólinu kastaðist af því. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Nes- kaupstað en mun ekki hafa slasast alvarlega svo vitað sé. Ökumaður bif- reiðarinnar, sern ók í veg fyrir hjólið, hlaut engin meiðsli. -KB Vextiraf Verður kasta að koma til dómstóla? Flest bendir til þess að húskaup- endur, sem greiða fasta vexti af eftirstöðvalánum, verði að láta dóm- stóla skera úr málum vilji þeir frekar greiða þessa vexti með svokölluðum verðbótaþætti. Sú vaxtameðferð gef- ur jafnari greiðslubyrði en fastir vextir. í svari til Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Alþýðuflokksins, hefur Seðlabankinn staðfest að skuldari eigi rétt á að krefjast að vöxtum sé skipt í grunnvexti og verðbótaþátt. Vitnað er í reglur Seðlabankans frá 1979. „Samkvæmt þessu teljum vér, að skuldarinn eigi rétt á því og geti krafist þess, að vöxtum sé skipt í grunnvexti og verðbótaþátt vaxta í þeim tilgangi að jafria geiðslubyrði láns,“ segir í svari bankans. „Ég tel að sá sem vill greiða af eftirstöðvalánum samkvæmt reglum Seðlabankans verði að láta á það reyna fyrir dómstólum. Hann getur látið reikna afborgunina samkvæmt þeim og greitt þá upphæð. í kjölfarið er ekki ólíklegt að upphafleg skuld verði látin gjaldfalla og að hann verði að halda uppi vömum fyrir dómstólum," sagði Magnús Axels- son fasteignasali í samtah við DV. „Orðlaus áður en ég hrópaði á hjálp‘ ‘ - segir 77 ára gömul kona sem var rænd „Ég var á gangi í hábjörtu með veskið mitt undir hendinni þegar ég fann skyndilega að því var svipt af mér og dökkklædd vera skaust í burtu eins og eldibrandur fyrir næsta hom. Ég stóð eftir orðlaus af undrun í nokkurn tíma áður en ég gat hróp- að á lögregluna. Það hefúr hreinlega aldrei hvarflað að mér að þetta gæti gerst,“ sagði Bjamey Jóhannsdóttir, 77 ára gömul kona sem varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að vera rænd veski með aleigu sixrni í þar sem hún var á göngu eftir Kára- stígnum í Reykjavík um kl. 19 á fimmtudagskvöldið. „Ræninginn var mjög ungur, varla meira en 14-15 ára strákgrey, dökk- Bjamey Jóhannsdóttir: >TÁtti ekki fyrir mjólkurpotti eftir rán'ið. Aleigan var í veskinu.“ DV-mynd S klæddur og grannur sýndist mér, en það var ekki viðlit að elta hann. Ég stóð bara þarna og hrópaði „hringið í lögregluna" þangað til hjón á bíl í nágrenninu komu mér til hjálpar. Þegar lögreglan kom keyrði ég hring með henni um hverfið en þjófurinn fannst ekki. Mér var iUa bmgðið því í veskinu var aleiga mín, um 4000 krónur í reiðufé og bankabók með 20.500 króna innistæðu. Næsta morgun komst ég að því að ég átti ekki einu sinni fyrir mjólkurpotti. Ég fór því eldsnemma niður í banka til að til- kynna þjófiiað á bankabókinni en vildi þó fá að taka út af henni fyrir helstu helgamauðsynjum. En það var ekki hægt heldur, þeir sögðu að enginn gæti tekið út af henni við þessar kringumstæður. Til allrar lukku var verið að leggja inn ávísun frá lífeyrissjóðnum mínum einmitt á sama tíma svo hægt var að bjarga mér um einhveija aura. En veskið mitt, og allt sem í þvi var, fæ ég aldr- ei bætt. Verst er þó að uppgötva að ekki er lengur óhætt að ganga úti á götu um hábjartan dag og að ungt fólk skuli þurfa að ráðast á vamarlaust og gamalt fólk til að verða sér úti um peninga. Maður hefur heyrt af eldra fólki sem verður jafnvel fyrir barsmíðum um leið og veskinu þeirra er rænt. Það er hart að þurfa að lenda í þvi sjálf áður en maður trúir að þetta geti gerst.“ -BTH Gígjukvisl rann öll undir brú sina um helgina, eins og Súla og Skeiðará. DV-mynd JH Skeiðará vex enn Biýmar yfir Skeiðará, Gígju- kvísl og Súlu á Skeiðarársandi hafa allar staðist hlaupin í ánum, enn sem komið er. Hlaupin í Súlu og Gígjukvísl eru nú í rénun en Skeiðará var í örum vexti í gær. „Það er töluvert vatn í Skeiðará. í gær var mesti vöxtur í henni hingað til. Þetta er þó ennþá ákaf- lega rólegt," sagði Ragnar Stefáns- son, bóndi í Skaftafelli, í morgun. Eyjólfur Hannesson, bóndi á Núpsstað, hafði aðra sögu að segja um Súlu og Gígjukvísl. „Þetta er allt saman að minnka.“ -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.