Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 48
 FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Úrslitakostir settir í Rainbowmálinu: Löggjöf sett innan mánaðar - ef lausn verður ekkí fundin Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra telur að til greina komi að íslensk stjómvöld setji löggjöf innan mánaðar ef Rainbowmálið leysist ekki fyrir þann tíma. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í samtali við DV að hann væri sammála Þorsteini. „Það kann svo að fara að við setj- um löggjöf í lok þessa mánaðar ef ekki liggur fyrir lausn í þessu máli. Það liggur fyrir að utanríkisráð- herra hefur unnið mikið starf til að knýja fram lausn. Á hinn bóginn er ljóst að við getum ekki þolað að bíða endaiaust eftir því að Bandaríkja- menn leysi þetta mál eins og þeir hafa lofað,“ sagði Þorsteinn Pálson. - Ert þú með þessu að gefa Banda- ríkjamönnum mánaðarfrest? „Ég veit ekki hvort hægt er að orða það þannig. Það hefur verið unnið mikið til að reyna að leysa þetta mál og það er vonandi að það starf skili árangri svo ekki þurfi að koma til þessarar lagasetningar." - Hvers konar lagasetningu hefur þú í huga? „Lagasetningu af því tagi sem tiyggir báðum vamaraðilum jafrian rétt til flutninga fyrir vamarliðið og sem hindrar að annar aðilinn geti haft einokun á þessum flutningum. Það liggja fyrir þvi jöfii eða ríkari rök að viðhalda íslenskum kaup- skipaflota ef til hættuástands kemur. - Er samkomulag um þetta innan ríkisstjómarinnar? „Ég á ekki von á öðm. Ég er samt að lýsa afstöðu okkar sjálfstæðis- manna. Það em takmörk fyrir því hversu lengi við getum beðið eftir- því að Bandaríkjamenn leysi þetta mál,“ sagði Þorsteinn Pálsson. * ítalska konan leitaði án árangurs ítalska konan Annamaria Panada, sem hér hefur leitað eiginmanns síns, hefur ekkert fundið. Hún hélt af landi brott á laugardag áleiðis til Irlands þar sem hún mun halda áfram leit sinni. Eins og DV skýrði frá á laugardag var maður hennar á skútu sem hvolfdi úti fyrir Biscayaflóa. Þegar skútan fannst vom björgunarbátar hvergi sjá- anlegir. Síðan hefur konan leitað manns síns og heitið 6 milljón króna verðlaunum þeim sem sagt getur henni eitthvað. Panada dvaldi hér á landi í nokkra daga og fór meðal annars i fimm tíma flug með Ijandhelgisgæslunni en án árangurs eins og fyrr segir. -KÞ Frá og með 1. september kostar áskrift af DV kr. 500 á mánuði. í lausasölu kostar blaðið 50 krónur og helgarblaðið 60 krónur. Frá og með sama tíma verður grunnverð auglýs- inga kr. 330 hver dálksentímetri. Ávallt feti framar SÍMI 68-50-60. MtflSTUR SÍÐUMULA 10 LOKI Loksins kom að því aug- Ijósa. Þeir Guðjón Þórðarson og Olafur Þórðarson í IA hlaupa hér með mjólkurbikarinn eftirsótta eftir sigur Skagamanna yfir Fram á Laugardalsvellin- um. Sjá nánar á íþróttasiðum blaðsins. DV-mynd BG Veðrið á morgun Norðvestan- kaldi verður á landinu Á morgun verður norðvestankaldi eða stinningskaldi um mestallt land. Skúrir verða norðaustanlasds en víðast þurrt annars staðar. Á Suður- og Suðausturlandi verður léttskýjað. Hiti verður á bilinu 6 12 stig. Villijálmur í framboð Vilhjálmur Egilsson, formaður Sambands ungra sjálfetæðis- manna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjör Sjálfetæðisflokks- ins í Keykjavík fyrir næstu al- þingiskosningar. „Við, ungirsjálfetæðismenn, höf- um fundið að málfiutningur okkar á sér mikinn hljómgrunn meðal sjálfetæðisfólks og að við eigum erindi í þingflokkinn," sagði Vil- hjálmur í samúili við DV í morgun. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.