Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós ♦ Ólyginn sagði... Madonna upplifði hálfgerða franciss- enu í Los Angeles þegar hún gekk í þungum þönkum út úr skrifstofubyggingu og við henni blasti breiðfylking Ijósmyndara sem smeiltu af eins og þeir ættu lífið að leysa. Hún hljóðaði upp yfir sig, hentist inn í húsið aftur með allan flokkinn á hælun- um og þrýsti sér inn í hóp fólks sem var að bíða eftir lyftunni. Þar stóð hún með ennið að köldum veggnum þar til lyftan opnaðist. í lyf-- tunni sneri hún sér út í horn og sagði snöktandi við fyrir- sátana að þessa framkomu væri ekki hægt að bjóða nokkurri lifandi veru. Enginn gerði sig líklegan til að fara þrátt fyrir grátbeiðni Ma- donnu. Þegar farartækið staðnæmdist á sextándu hæð hentist hún út og reyndi að hlaupa af sér hina áhugasömu fjölmiðlamenn sem sáu það síðast til Ijós- kunnar að hún hvarf inn um merktar dyr, hljóðandi á hjálp. Á hurðinni voru nafn- spjöld þekktra sálfræðinga og geðlækna, starfandi inn- an landamæra Kaliforníu- fylkis. Farrah Fawcett Majors er hér með engilinn sinn á öxlinni á leið úr listasafni í Parísarborg. Áður hefur hér á síðum Sviðsljóssins verið sagt frá því er glókollurinn fleygði demöntum móður sinnar fram af hótelsvölum og er þetta ekki eina fram- kvæmdin sem hann stóð að hjálparlaust í ferðinni. Eftir nákvæma skoðun safnsins var sá smávaxni Redmond alveg uppgefinn og sofnaði vært í fangi Farrah. Við- staddirsögðu foreldrana líka að niðurlotum komna eftir að hafa reynt að hafa hemil á afkvæminu innan um dýr- mæta safngripina og því, innihald byggingarinnar far- ið að mestu leyti fyrir ofanj garð og neðan hjá þeim full-j orðnu. Beta og Magga berjast Á opinberum vettvangi brosa þær hvor til annarrar en greinilegt er að brosið nær aldrei til augnanna. Það er ekkert leyndarmál í Bretlandi að Elísabet Englandsdrottning og Margrét forsætisráðherra eiga í miklum samskiptaerfiðleikum sem fara sí- versnandi. Svo rammt kveður að vaxandi fiandskapnum að drottningin hefur kallað ráðgjafa á sinn fund um miðjar nætur, einungis til þess að vera nægi- lega viðbúin næsta degi. Drottningin mótmælir atvinnuleysinu Það hriktir í stoðum breska konungsveldisins vegna þessa þótt á yfir- borðinu sé allt með kyrrum kjörum. Samkvæmt stjómarskránni á drottningin að vera ópólitísk - hún hefur ekkert vald til þess að hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir stjómarinnar. En Elísabet hefur alltaf haft mikinn áhuga á því hvemig landinu er stjómað og reynir að hafa afskipti bak við tjöldin. Ástand- ið innanlands gengur nærri henni, einkum þó vaxandi atvinnuleysið. Drottningin ber hag þegnanna mjög fyrir brjósti og vill ekki sætta sig við að hluti almennings þurfi annaðhvort að lifa í eymd og aðgerðarleysi eða draga fram lífið á opinberum styrkjum. Ráðgjafar drottningar reyndu fyrir skömmu að ná samkomulagi við hina sjálfstæðu jámfrú en urðu að gefa allar samningaviðræður upp á bátinn. Stíffú Margrétar í máléfnum Suður-Afríku varð svo til þess að þolinmæði drottningar brast endanlega. Járnmagga vill ráða Umkvartanir Elísabetar, þar sem rauði þráðurinn er virðingarleysi forsætis- ráðherrans fyrir krúnunni, ná engum hljómgmnni heldur. Jámfrúin svarar því kuldalega til að hún sé sá kvenmaður breska konungdæmisins sem völd-. in hafi og sjái því enga ástæðu til þess að bera einhverja ofurvirðingu fyrir íbúum bresku hallarinnar. Allt frá valdatöku Margrétar hafa þessar tvær konur orðið að hittast einu sinni í viku. Þá kemur forsætisráðherrann á fund drottningar samkvæmt gamalli hefð og gerir grein fyrir starfi stjómarinnar. Frá upphafi andaði köldu og þögulli andstöðu þannig að með tímanum hafa þessir fundir verið kvöl og pína fyrir báða aðila. Eitt skiptið sýndi Elísabet andúð sína með því að láta hjá líða að bjóða jámfrúnni sæti, þannig að hún varð að standa all- an tímann. Mágur Diönu reynir sættir Einkaritari drottningarinnar er Robert Fellowes. Hún treystir honum full- komlega og er það mál manna að honum hafi tekist að sigla milli skers og bám i valdabaráttu kvennanna. Robert einum sé að þakka að missættið hefur ekki komist á borð fjölmiðlanna ennþá svo nokkm nemi. Ekki spillir að hann er giftur Jane Spencer sem er systir Diönu prinsessu. Helstu menn innan bresku hallarinnar og í stjóminni em uggandi um gang mála í ffamtíðinni. Reynt verður að halda friðinn en þar sem Margrét er þekkt fyrir sjálfstæði og hörku í framkvæmdum er varla búist við því að hún láti undan Elísabetu hvað varðar efhahagsmálin innanlands. Drottning- in hefur hins vegar vaxandi áhyggjur af ástandinu og að auki ákveðnar skoðanir á utanríkispólitíkinni sem fer illa fyrir brjóstið á forsætisráðherran- um. Valdabaráttan heldur því eflaust áffarn enn um sinn. Taugarnar í flækju Haldið er uppteknum hætti að birta brúðarmyndir. Héma er ein af Tatum O’Neal og John McEnroe og standa þau þama á kirkjutröppunum á Long Island. Viðstaddir sögðu brúðgumann aldrei hafa sést jafntaugaóstyrkan á leikvelli eins og hann var undir vígslunni - skjálfandi á beinunum og stam- andi. Tatum ljómaði af hamingju, greinilega búin að jafna sig eftir bams- burðinn. Frá kirkjunni var haldið að heimili þeirra hjóna í nágrenninu, haldin veisla og síðan fóm þau rakleiðis til hins heimilisins sem er lúxusvilla á Malibuströndinni. Með í för var tveggja og hálfs mánaðar gamall sonur þeirra, Kevin, sem virtist lítt hrifinn af umstanginu sem fylgdi þegar foreldr- ar hans vom pússaðir saman. Nafna hneykslanlegrar ömmu Karólína af Mónakó nefndi litlu dótturina eftir móöur Rainiers fursta sem hóf sína Iffsgöngu meö hneykslanlegum formerkjum og Iffshlaupiö var vfst meö einhverjum upphrópunarmerkjum Ifka. Nýjasti meðlimur furstafjölskyld- unnar í Mónakó er hin smágerða Karlotta sem skýrð er í höfuðið á langömmu sinni - móður Rainiers fursta. Þetta er gert vegna ástar Karólínu á ömmunni sem ekki féll alveg inn í mynstrið eins og það átti að vera að dómi aðalsins. Hún kom í þennan heim sem ávöxtur ástarævintýris sonar þáver- andi fursta - Louis Grimaldi prins - ,og þvottakonu í hemum. Prinsinn fór í franska herinn undir nafninu Valentinois og hitti þar elskuna sína, hirðinni til mikils hryllings. Ekki batnaði það þegar Louis kærði sig kollóttan um álit spekinganna, gift- ist þvottakonunni og ættleiddi dóttur þeirra sem þannig varð lög- legur Grimaldi. Síðar giftist Karlotta tuttugu og fjögurra ára greifa, Pierre de’ Polignac, og átti með honum bömin Antoinette og Rainier. Hneykslin voru ekki þar með úr sögunni því áhugi greifans á hinum ýmsu kven- mannsbúkum varð til þess að Karlotta þakkaði pent fýrir sig, yfirgaf eiginmanninn og skildi ríkið eftir í höndum sonarins unga - Ra- iniers fursta. Ákvörðun Karólínu - að leggja Gracenafnið til hliðar- vakti blendn- ar tilfinningar með Rainier og hann var einnig uggandi yfir sviðsljósinu sem nú myndi beinast að hans um- deildu og hneykslanlegu móður. En Karólínu varð ekki þokað, hún sagð- ist vilja heiðra minningu ömmu sinnar sem hefði verið stórkostleg og mjög sönn kona. Karlotta skal hún heita - og hana nú !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.