Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 21 • Amór Guðjohnsen. Amór skoraði glæsimark - ög Ragnar Maigeirsson á skotskónum í Beigíu Kristján Berriburg, DV, Belgia; Anderlecht hóf titilvöm sína með góðum sigri á slöku liði Seraing. Leiknum lauk með 3-1 sigri And- erlecht eftir að staðan hafði verið 30 í hálfleik. Amór lék mjög vel og skor- aði síðasta mark Anderlecht í leikn- um. Það var eitt fallegasta mark sem sést hefirr hér í Belgíu og var það kosið mark umferðarinnar. „Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik en þá lékum við mjög vel. Spilið hjá okkur gekk vel og við hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Völl- urinn varð síðan að forarsvaði í seinni hálfleik vegna úrhelhsrigningar. Það var því lítið hægt að leika knattspymu þá. Eg er mjög ánægður með að skora svona í 1. umferð - það eykur sjálfs- traustið. Ég finn það að Ari Haan, þjálfari liðsins, vill nota mig og ég er bjartsýnn á veturinn,“ sagði Amór eftir leikinn. Þeir Kabong, sem keyptur var til hðsins fiá Frakklandi í haust, og Swinnen skomðu hin mörk And- erlecht. Club Briigge vann stórsigur, 8-0, gegn Waregem en leikmenn Ware- gem þurftu að leika 10 allan seinni hálfleik. Ragnar skoraði tvö Ragnar Margeirsson er svo sannar- lega á skotskónum þessa dagana. Hann hefur verið iðinn við að skora i æfingaleikjum að und£infómu,skor- aði bæði mörk Waterchai gegn St- Truiden um helgina. Þrátt fyrir það náði Waterchai ekki að sigra í leikn- um. Eftir 20 mínútur var Plessers rekinn af vehi og þurftu því leikmenn Waterchai að leika 10 það sem eftir var. „Ég er ánægður með minn hlut í þessum leik. Það var leiðinlegt að þessi tvö mörk skildu ekki duga til þess að tryggja okkur sigurinn," sagði Ragnar eftir leikinn. Hann er greini- lega í góðri æfingu núna og verður fróðlegt að fylgjast með honum í land- sleikjunum í haust. -SMJ • Siguröur Lámsson, fyrirliði Skagamanna, sem hefur aldrei tapaö úrslitaleik, sést hér taka á móti nýja bikamum. Steingrimur Hermannsson forsætisráö- herra, sem var heiðursgestur leiksins, afhenti bikarinn. DV-mynd Brynjar Gauti „Þetta var sanngjarn sigur“ - sagði Sigurður Lámsson, fyririiði Skagamanna ■■■ ■ ■ Ekki góður leikur" - sagði Sigi Heid • Sigi Held. „Þetta var nú ekki góður leikur, mér fannst eins og leikmenn væru of taugaóstyrkir og það kom niður á leik þeirra. Veðrið spillti hka mikið fyrir en leikmenn virtust ekki gera sér grein fyrir hvemig ætti að spila í þessu roki,“ sagði Sigi Held landsliðsþjálfari eftir bikarúrslitaleikinn. „ Það virðist vera einhver tauga- veiklun í herbúðum Framara sem kemur í veg fyrir að þeir sigri þeg- ar mikið liggur við. Þeir ætla að, vera fastir í 2. sætinu. Það er ekki næg barátta í liðinu þegar á þarf að halda." En hvað fannst Held um frammi- stöðu Péturs? Pétur er mjög hættulegur leik- maður, hann sýndi það í þessum leik. Hann fékk þrjú færi og nýtti tvö. Ég vona að hann leiki svona með landsliðinu," sagði Held. -SMJ „Þetta var að öllu leyti sanngjam sigur hjá okkur. Við gáfiunst aldrei upp og uppskárum eftir því. Þetta var erfiður leikur en nú er gaman að lifa. Þetta var glæsilegt," sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna, eflir leikinn og var hann að vonum kátur. Það var þröngt á þingi inni í búnings- klefa þeirra eftir leikinn - hinir skrautlegu og líflegu stuðningsmenn þeirra, sem fjölmenntu ofan af Akra- nesi, vom mættir inn í klefa til að fagna með hetjum sínum. Sannkölluð bikarstemmning þar. Ætlið þið að aðstoða Framara við að ná Islandsmeistaratitlinum með því að virrna Val uppi á Skaga? „Ég er nú þannig gerður að ég vil vinna hvem leik - ég einfaldlega þoh ekki að tapa. Segir það ekki allt sem segja þarf um þann leik,“ sagði Sigurð- ur og var þar með þotinn inn í sturtu. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.