Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 9 Utlönd Um 70 forust í flugslysi Halldór Valdimarsson, DV, Dallas: Um 70 marrns fórust þegar DC-9 þota frá mexíkanska flugfélaginu Airo Mexico og lítil einkaflugvél rákust á í lofti yfir bæ skammt fyrir suð- austan Los Angeles í Kalifomíu í gær. Eftir áreksturinn hrapaði litla vél- in á lóð bamaskóla en brak DC-9 þotunnar lenti í íbúðarhverfi og eyðilagði fiögur hús. Allir þeir sem í flugvélunum tveim vom fórust, sextíu og tveir í þotunni en fimm í litlu vélinni. Ekki er ljóst hvort einhverjir fórust á jörðu niðri þegar brakið lenti á húsunum en að minnsta kosti einn maður lét lífið af völdum bmnasára sem hann hlaut við tilraunir til að slökkva eldinn í húsi sínu. Ekki er vitað hvemig áreksturinn varð en talið er að litla véhn hafi rekist á afturenda þotunnar sem var í aðflugi að alþjóðaflugvellinum í Los Angeles. Flugmenn þotunnar vom í talstöðvarsambandi við flug- umferðarstjóm á þeim tíma en ólíklegt er talið að flugmaður litlu vélarinnar hafi verið í talsambandi við opinbera aðila. Veður var gott og skyggni nægilegt til þess að einkaflugmenn á svæðinu vom í sjónflugi og því ábyrgir fyrir flug- leiðarvali sínu. Svarti kassinn svonefndi, sem geymir upptökur á samræðum flug- manna og upplýsingar um athafinr þeirra, fannst í braki þotunnar í gær. Hættan á árekstrum flugvéla í lofti yfir og við umferðarmestu flugvelli Bandaríkjanna er flugyfirvöldum sf- fellt meira áhyggjuefhi. Undanfama mánuði hefur hvað eftir annað legið nærri að árekstrar yrðu, meðal ann- ars í Chicago og Dallas. Mikill fjöldi smárra einkaflugvéla er eitt af helstu áhyggjuefriunum í því tilliti því flugumferðarstjómir geta takmarkað fylgst með ferðum þeirra og geta því ekki í raun tiyggt að flugmenn þeirra haldi sig á heim- iliðum flugleiðum. Bandaríkin: Yfirvöld áhyggjufull vegna einkanámskeiða í hemaði HaEdór Valdimaissan, DV, DaDas: Athygli yfirvalda í Bandaríkjunum beinist nú í auknum mæli að fyrirtækj- um og einstaklingum sem árum saman hafa rekið námskeið í hemaðartækni fyrir einstaklinga. Námskeið þessi hafa til þessa verið sögð kenna sjálf- svamartækni en í mörgum tilvikum felst sú sjálfsvöm í þjálfun sem á meira skylt við skæmhemað en nokkuð annað. Meðal þess sem boðið er upp á em námskeið í vopnameðferð og vopna- beitingu. I mörgum tilvikum em þar kynnt og notuð vopn sem enginn aðili annar en bandaríski herinn á að hafa yfir að ráða. Þá er boðið upp á kennslu í aðferðum í návígi eða hvemig hægt er að drepa menn án vopna. Þátttak- endum er kennt að fara með og jafnvel búa til sprengiefni. Loks er kennt hvemig hægt er að komast af, bæði í borgum og til sveita, ef nauðsynlegt er að fara huldu höfði, komast undan óvinum eða læðast að þeim. Ekki er ljóst hvaða stefiiu þetta mál tekur í framtíðinni. Eins og er hafa alríkisyfirvöld takmarkaðan áhuga á að skipta sér af skólum þessum, eink- um þar sem FBI hefúr notað að minnsta kosti einn þeirra í starfsemi sinni. Yfirvöld einstakra fylkja hafa hins vegar greinilega hug á að fylgjast nánar með því sem skólamir bjóða upp á og þá jafnframt að reyna að hafa einhveija stjóm þar á. Ákærður fyrir njósnlr í Sovétríkjunum Bandaríkin segja sönnunargögnin fölsuð HaDdór VaJdttnaiasan, DV, DaDas Bandarisk yfirvöld segja að hand- taka Nicholas DaniloBs, fréttarita tímaritsins U.S. World and News Report í Moskvu, sé byggð á til- búningi og fölsuðum sönnunargögn- um. Daniloff var handtekinn í síðustu viku, þegar hann yfirgaf heimili so- vésks vinar síns, og sakaður um njósnir. Hafði hann meðferðis pakka sem hann sepst hafa fengið hjá vini sínum. í pakkanum vom ríkisleynd- armál, að sögn KGB. Stjómendur tímaritsins, sem Dani- loff starfar fyrir, segja fáránlegt að saka hann um njósnir. Handtaka hans sé gróf tilraun til þess að jafha leikinn eftir handtöku sovésks starfsmanns Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir nokkru en hann er sakaður um njósnir í þágu Sovétríkj- ^nnnnnnno, Viljir þú vönduð hljómtæki þá velur þú AIWA Því meir sem fréttist af því sem kennt er á þessum námskeiðum, þeim mun alvarlegri verða áhyggjur yfirvalda. Fylkisstjóri Alabama reynir um þessar mundir að láta loka skóla nokkrum í fylkinu, vegna námsefiiis þess sem þar er kennt. Telur hann, og margir aðrir ráðamenn, að í raun sé verið að ala upp borgarskæmliða, að árangur starfs þessara fyrirtækja verði í raun sá að yfirvöld þurfi í framtíðinni að fást við afbrotamenn sem hafi meiri og betri þjálfun í fyrmefhdum greinum en lögreglumenn fá. Bent er á mál eitt sem nú er í gangi í Kalifomíu þar sem nokkrir af fyrr- verandi nemendum hertækniskóla em ákærðir fyrir að hafa sprengt bifreið 1 loft upp. Vom þeir ráðnir til verksins af tveim konum sem vildu hefha sín á þriðju konunni og stóðu því beinlínis í rekstri hermdarverkaþjónustu. Þeir sem reka skólana mótmæla öll- um ásökunum yfirvalda. Segja þeir þjónustu sína nauðsýnlega þvi banda- ríski herinn geri lítið sem ekkert til að þjálfa Bandaríkjamenn til hemað- ar, þannig að bandaríska þjóðin sé í raun vamarlítil í dag. Segja þeir bandaríska hermenn þjálfaða til að verða skotmark en ekki til að verða hæfir hermenn. Benda þeir é að marg- ir nemenda þeirra fari til starfa erlendis sem málaliðar og hafi það sannað gildi þeirrar þjálfunar sem þeir fengu í skólunum. AIWA V-200 Útvarp: LB-MB og FM stereo meö sjálfleitara og 12 stöðva minni. Magnari: 2x25 W. RMS, 5 banda tónjafnari jafnt á upptöku sem afspilun og hljóðnemablöndun. Segulband: Fram og til baka (auto reverse), bæði á upptöku og afspilun, lagaleit- un, sjálfvirkur rofi fyrir normal, CR O2 eða metalspólur og dolby B. Plötuspilari: Sjálfvirkur eða manual, linear tracking og samhæfð tenging við segulband. Hátalarar: 30 W sem koma á óvart. Op’*ð a\\a laogartlaBa 10 verð Kr. 39.565,- W- Hátalarar kr. 8.785,- stgr. Þetta er aðeins ein af átta mismunandi AIWA samstæðum sem við bjóðum upp á núna. jy r-i Armúla 38, simar 31133 og 83177, og Garðatorgi 1, Garðabæ, sinti 656611. Beint leiguflug í sólina. Vika í Spánarsól, kr. 15.800 (li íbúð), 11.-18. sept, Brottfarardagur 11. sept. og 18. sept., ein - tvær eða þrjár vikur, þið veljið um dvöl í ibúðum, raðhúsum eða hótelum með mat. íslenskir far- arstjórar, fjölbreyttar skemmti- og skoðunar- ferðir. Við seljum síðustu sætin í beinu leigufiugi í sólina: Mallorca eða BENIDORM Mallorca og Amsterdam. 1, 2 eða 3 vikur á Mallorca og dagar í Amsterdam á heimleið. Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.