Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Heimilið ’86 Hugvitsmenn með sérsýningu Heimilissýningin, Heimilið ‘86, var formlega opnuð af Matthíasi Bjamasyni viðskiptaráðherra síð- astliðinn fimmtudag en hann er jafiiframt vemdari sýningarinnar. Á sýningunni sýna 138 fyrirtæki fram- leiðslu sína eða innflutning og er þar að finna flest það er að notum kem- ur við heimilishald. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra hélt ræðu við opnunina og lýsti sérstaklega yfir ánægju sinni með að nú skuli vera haldin sérstök sérsýning, Hugvit ‘86, á hugmyndum og framkvæmdum íslenskra hugvits- manna. Með þeirri sérsýningu er ætlimin að tengja saman hugvits- menn og eigendur íjármagns og atvinnutækja. Þannig fá hugvits- menn tækifæri til að kynna hug- myndir sínar en hér á landi hefur talsvert skort á að hugvitsmenn hafi átt nægilega greiða leið að framleið- endimum. Davið Scheving Thorsteinsson iðnrekandi býður Jóni Helgasyni landbúnaðarráðherra, Hjalta Geir Kristjánssyni forstjóra og Þorsteini Fr. Sigurðssyni; framkvæmdastjóra heimilissýningarinnar, að bragða á harðfiski smurðum Bláa borðanum, jurtasmjöri frá fyrirtæki Davíðs, Sól h/f. Svona að minnsta kosti til að bregðast ekki skyldunum, sagði landbúnaðarráðherra: „Það væri nú kannski betra að hafa eitthvað annað á harðfiskinum." Davíð var ekki lengi að svara: „Já, til dæmis Bláa borðann." Landbúnaðarráðherra svaraði engu. Kannski ekki alveg verið viss um hvað það var sem hann væri að bragða á? Daman á myndinni heitir Stefania Thorsteinsson. I tengslum við sýninguna verða haldin 4 tíma námskeið um einka- leyfamál, vöruþróun og um stofnun fyrirtækja. Einnig verður haldin ráðstefiia um áhættufjármagn á Is- landi. Ráðstefiian verður haldin á Hótel Esju fimmtudaginn 5. sept- ember frá klukkan 14-18. Fyrirlesar- ar verða Ken Hart frá samtökum evrópskra áhættufjármagnseigenda, Bragi Hannesson bankastjóri og Sigurður Stefánsson frá Kaupþingi. -Ró.G. Peningamarkaöur VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækur óbundnar &-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.9-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.9-12.5 Ab.Vb 12mán. uppsögn 11-14 Ab Spamaður - Lánsróttur Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 8-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.9-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.9-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Lb.Sb Utlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kgeog 19.5 Almenn skuldabréf(Z) 15.5 Allir Viöskiptaskuldabréf(1) kg. Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlón verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadalur 7.75 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteíni 3ja ára 7 4raára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiöum(4 ár) 8.16 Gengistryggö(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lffeyrissjððslán 5 Oráttarvextir 27 vIsitölur Lánskjaravlsitela 1463 stig Byggingavisitala 272.77 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vtuiskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstíifanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Iðnaðarieyndaimál Eyrbekkinga Álpönnusteypan Alpan á Eyrar- bakka hóf starfsemi sína í janúar síðastliðnum. Fyrst var um tilrauna- framleiðslu að ræða en verksmiðjan komst í gang fyrir alvöru í apríl. Nú starfa við verksmiðjuna 18 manns og er unnið á tveimur vöktum frá klukk- an 7.00-23.00 á hverjum degi. Fram- leiddar eru frá 500-1000 pönnur á dag eftir því um hvaða tegund er að ræða. Tegundimar eru ellefu talsins. Framleiðsluaðferð pannanna eða steypan er iðnaðarleyndarmál en ein- ungis tvær aðrar pönnuverksmiðjur í heiminum framleiða pönnur á sama máta og er önnur verksmiðjan dóttur- fyrirtæki Alpan í Danmörku. Hráefiiið kemur viða að, en álið að sjálfsögðu frá álverinu í Straumsvík. Að sögn Þórs Hagalín skrifstofustjóra gengur framleiðslan vel. „Allt er selt út eins og er en við stefnum að sjálfeögðu á innanlandsmarkað. Við losnum við vöruna strax. Sumt seljum við gegnum dótturfyrirtæki Alpan i Danmörku en annað seljum við beint sjálfir. Þetta dótturfyrirtæki er svipað að stærð og Alpan-verksmiðjan á Eyrarbakka en er gamalt og rótgróið fyrirtæki, tæp- lega þrjátíu ára. Full afköst eru ekki ennþá fyrir hendi hjá okkur. Við erum að þreifa okkur áfram. Verksmiðjuna getum við stækkað án erfiðleika því húsnæði er töluvert stórt. Þessi verk- smiðja er lyftistöng fyrir atvinnulíf ó Eyrarbakka enda veitir hún 18 manns vinnu,“ segir Þór Hagalín að lokum. Ein pannanna fínpússuö. Þór Hagalín, skrifstofustjóri Alpan, með sýnishorn af framleiðslunni. DV- myndir ej.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.