Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 5 Fréttir Ávísanaþjófar fagna bankakortum Bankakortin hafa gert ávísanaþjóf- um lífið létt. Að sögn lögreglumanna færist það mjög í vöxt að bankakortum sé stolið og þar með tryggi þjófamir vandræðalítil skipti á ávísunum úr stolnum tékkheftum. Eftir að búið er að stela bankakorti þarf aðeins að verða sér úti um ávísanahefti frá sama banka og byrja svo að skrifa. Banka- kortið tryggir úttekt fyrir 3000 krónur gegn framvísun bankakorts sem er lít- ils virði án myndar. „Þessi tegund afbrota færist mjög i vöxt. Ávísanaþjófar fagna vafalítið til- komu bankakortanna. Áður voru þeir í stökustu vandræðum með að koma ávísunum í verð. Nú er leikurinn létt- ur,“ sagði rannsóknarlögreglumaður í samtah við DV. Iðnaðarbankinn hefur einn banka ekki tekið þátt í bankakortaútgáf- unni. Hann ábyrgist ávísanir við- skiptamanna sinna að upphæð 3000 krónur án bankakorta. -EIR DV-mynd PK Bankakort og ávisanahefti í stíl: Greið leið að flármunum. Laxa i Aðaldal hefur unnið Veiðimenn renna ennþá fyrir laxinn en fiskurinn er orðinn leginn og getur verið tregur, flugan er því sterk þessa dagana. En núna er veiðinni lokið í Laxá á Ásum, Norðurá í Borgarfirði og Þverá í Borgarfirði, klakveiðin er byrjuð í Laxá í Aðaldal og fá veiði- menn laxinn til að taka hinar ýmsu flugur. En hvaða veiðiá hefur sigur- inn? Er einhver möguleiki að hnekkja forskoti Laxár í Aðaldal? Við sjáum til og kíkjum á stöðuna. No. 1. Laxá í Aðaldal, 2850. No. 2. Þverá í Borgarfirði, 2040. No. 3. Laxá í Ásum, 1812. No. 4. Blanda, 1700. No. 5. Grímsá í Borgarfirði, 1681. No. 6. Miðfjarðará, 1650. No. 7. Langá á Mýrum, 1606. No. 8. Norðurá í Borgarfirði, 1600. No. 9. Laxá í Dölum, 1425. No. 10. Hofsá í Vopnafirði, 1400. Svo koma næst Laxá í Leirársveit, Víðidalsá og Laxá í Kjós svo að nokkr- ar séu nefhdar. Laxá í Aðaldal hefur unnið þetta sumarið glæsilega og engin áin getur náð henni úr þessu en Laxá á Asum er í sérflokki íslenskra veiðiáa, aðeins er veitt á tvær stangir. G. Bender. ri AMCIJeep í 40 ár á íslandi Hefur þú tryggt þér AMC Jeep á þessu ótrúlega lága verði? Ávallt nr. 1. 1040.000,- STUTTUR AFGREIÐSLUTRESTUR I EGILL / / VILHJÁLMSSON HE / Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200-27202. Verð kr. 39. Hönnuðir Fisher hafa lagt sig alla fram við ^hönnun þessa stórglæsilega myndbandstæk- is. Útkoman er, eins og sést, glæsilegt tæki, hlaðið tækninýjungum. VHS-HQ fullkomið myndgæðakerfi - þráðlaus fjarstýring - 14 daga upptökuminni - digital teljari - kyrr- mynd - snertitakkar - leitari með mynd - sjálfvirk bakspólun. SJÓNVARPSBÚÐIN Borgartúni 16 - Reykjavík, sími 62-25-55 Strandgötu 23 - Akureyri, sími 96-26563 Fisher tæki eru traust og örugg tæki með mjög lága bilanatíðni og ekki spillir útlitið. Tæki framtíðarinnar frá Fisher. 950 stgr. .Qfí«dts-~Cc‘fMrtdafd ry mriSHER vioeo cassette recoroer HQ Sparaðu krónuna og eyrinn. Kauptu Fisher._________________________________________ Fisher gæði í hverjum þræði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.