Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 26
26 MÁNUDA'GUR Y. SYPYEMBER 1986. Iþróttir__________________ IVö heimsmet í St'tigart Tvö heimsmet voru sett á laugar- daginn í Stuttgart í Vestur- Þýskalandi á Evrópumeistaramót- inu í frjálsum íþróttum. Marina Stepanova fiá Sovétríkjunum hljóp 400 metra grindahlaup á 53, 32 sek. en eldra metið var í eigu Sabine Busch fiá Austur-Þýska- landi, 53,55 sek. • Sovétmaðurinn Yuri Sedych varð Evrópumeistari í sleggjukasti og bætti heimsmet sitt um 8 cm. Hann kastaði 86,74 metra. • Heike Drechsler fiá Austur- Þýskalandi jafnaði loks heimsmet- ið í 200 metra hlaupi kvenna og fékk tímann 21,71 sek. -SK. • John McEnroe. McEnroe sekt- aður um 4 þús. dollara -mætti of seinttSI leiks Bandariski tennisleikarinn John McEnroe, sem nýverið sneri sér aftur að keppni í tennis, hefur ver- ið rólegur í undanfömum mótum en kappinn er þekktur fyrir mikið skap og hefur margsinnis verið dæmdur í bönn og til að greiða sektir vegna framkomu sinnar. í síðustu viku var McEnroe sleg- inn út úr keppninni í einliðaleik á opna bandaríska meistaramótinu. Það bar svo til tíðinda í gær að McEnroe mætti fimmtán mínútum of seint í leik í keppninni í tvíliða- leiknum og var sektaður fyrir vikið um 4000 dollara. McEnroe kenndi um mikilli umferð en afsakanir hans voru ekki teknar til greina. -SK. Ótrúlegt jafnvægi með liðum Alveg hreint ótrúlegt jafnræði var með liðunum í 2. úrslitariðli 4. deildar. Þar urðu öll liðin jöfn, bæði á stigum og markatölu, og einungis fleiri skoruð mörk réðu hvaða lið kæmist upp. Situr því Hvöt eftir með sárt ennið en Mývetningar og Sindri frá Homafirði fara upp í 3. deild, -• HSÞ-b sem sigurvegari riðilsins vegna betri útkomu í innbyrðis viðureignum sínum við Sindra. HSÞ-b 4 2 0 2 7-7 6 Sindri 4 2 0 2 7-7 6 Hvöt 4 2 0 2 6-6 6 -JFJ Uerdingen mæt- ir Niimbeig ASi HQmaiæon, DV, V-Þýskalandi: Bayer Uerdingen mætir Númberg í næstu umferð í v-þýsku bikarkeppn- inni. Uerdingen leikur á heimavelli. Homburg mætir Bayem Múnchen, „Gladbach" fer Dortmund í heimsókn, Dússeldorf leikur gegn Leverkusen og Köln mætir Mannheim. -SOS • Sigfús Kárason sést hér skora sigurmark Þróttara gegn Selfyssingum. DV-mynd Gunnar Sverrisson Gústaf fékk þrettán mörk í afmælisgjöf - KA, Völsungur og Einherji sigruðu en Víkingur tapaði á Vopnafírði KA-menn svo gott sem tiyggðu sér 1. deildar sæti að ári er þeir gersigruðu lið Skallagríms fiá Borgamesi í leik liðanna í 2. deild á Akureyri á laugar- dag. Lokatölrr 13-0 og staðan í leikhléi 8-0. Eins og tölumar bera með sér var leikurinn einstefria á mark Borgnes- inga allan leikinn og fékk Gústaf Baldvinsson, þjálfari KA, góða af- mælisgjöf en hann átti afmæli á laugardaginn. Tryggvi Gunnarsson var í miklu stuði, skoraði fimm mörk. Hann er nú langmarkahæstur í deild- inni og hefur skorað 24 mörk. Hin mörk KA skomðu þeir Bjami Jónsson 2, Steingrímur 2, Hinrik Þórhallsson 1, Haraldur Haraldsson 1 og eitt mark- anna var sjálfsmark. Var það að sögn fréttaritara DV á Akureyri fallegasta mark leiksins. Selfyssingar aö springa? Svo virðist sem Selfyssingar séu að missa af lestinni í 2. deildinni og á laugardag töpuðu þeir fyrir Þrótti, 2-1. Þetta var annar tapleikur Selfoss í röð. Sigfiis Kárason skoraði bæði mörk Þróttar, sem væntanlega tryggði sér áframhaldandi vem í deildinni. Mark Selfyssinga skoraði Smári Jóns- son. Leikið var í Laugardal. Birgir hetja Völsungs Völsungur styrkti stöðu sína vem- lega er liðið sigraði ÍBl á Húsavík. Birgir Skúlason var hetja heima- manna og skoraði sigurmarkið sem gæti tryggt Völsungum 1. deildar sæti næsta keppnistímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins. Einherji á möguleika Víkingar sóttu ekki gull í greipar Einherjamanna á laugardag er liðin léku á Vopnafirði. Einheiji sigraði með einu marki gegn engu og var það Stefan Guðmundsson sem skoraði sig- urmarkið. Einherjamenn eiga enn smámöguleika á 1. deildar sæti en staða Víkinga versnaði töluvert við tapið. Njarðvíkingar töpuöu KS fiá Siglufirði vann Njarðvík á Siglufirði á laugardag með þremur mörkum gegn engu. Jón Kr. Gíslason, Hafþór Kolbeinsson og Jón Kárason skomðu mörk heimamanna. -SK. Þróttur, Nes., sendi Austra í 4. deild - og Leiknir, F., tapaöi öllum leikjum sínum í B-riðli 3. deildar var lióst fyrir síðustu umferð að Leiftur, Olafsfirði, stóð uppi sem sigurvegari. Spennan var í botnbaráttunni. Leiknir, F.-Tindastóll 3-6 Fáskrúðsfirðingar vom fyrir löngu fallnir og töpuðu öllum leikjum sín- um í riðlinum. Ljósi punkturinn í þessum leik var að þeir skomðu jafh- mörg mörk og þeir höfðu gert hingað til í allt sumar. Þau gerðu Svanur Kárason, Amar Ingason og Magnús Guðmundsson. Mörk Tindastóls gerðu Birgir Rafnsson, Sverrir Sverrisson, Stefán Pétursson, Eirík- ur Sverrisson og Eyjólfúr Sverrisson 2. Reynir, Á.-Austri 2-0 Með mörkum Júlíusar Guðmunds- sonar og Amar Viðar Amarssonar tryggðu Árskógsstrendingar sér 4. sætið í riðlinum á kostnað Eskfirð- inga. Magni-Leiftur 1-2 Efsta liðið var ekki á því að gefa eftir í síðasta leik þó að sigur í riðlin- um væri tryggður. Halldór Guð- mundsson og óskar þjálfari Ingimundarson skomðu fyrir Leiftur en Jón Stefán Ingólfsson svaraði fyr- ir Magna. Þróttur, N.-Valur, Rf. 3-0 Valur, Reyðarfirði, féll endanlega í 4. deild með tapi í Neskaupstað. Þeir Birkir Sveinsson, Marteinn Guðgeirsson og Guðbjartur Magna- son skomðu mörk Þróttar. Leiftur Tindastóll Þróttur, N. Reynir, Á. Austri, E. Magni Valur, Rf. Leiknir, F. 14 11 2 1 36-10 35 14 9 4 1 37-14 31 14 7 6 1 31-14 27 14 6 3 5 17-16 21 14 5 3 6 18-18 18 14 3 4 7 20-26 13 14 3 2 9 17-32 11 14 0 0 14 6-54 0 Leiknir Fáskrúðsfirði og Valur Reyðarfirði fá það hlutskipti að falla í 4. deild. -JFJ • Tryggvi Gunnarsson skoraði fimm mörk. Hann hefur skorað 24 mörk i 2. deild. Staðan 2. deild Staðan í 2. deild Islandsmótsins í knattspymu eftir leiki helgarinnar er þannig: KA-Skallagrímur..............13-0 Völsungur-ÍBl.................1-0 Þróttur-Selfoss...............2-1 Einherji-Víkingur.............1-0 KS-Njarðvík...................3-0 KA 16 10 4 2 48-13 34 Völsung.,16 10 2 4 35-14 32 Víkingur 16 9 4 3 45-19 30 Einherji.,16 9 2 5 26-20 29 Selfoss....l6 8 4 4 29-13 28 KS 16 7 3 6 28-20 24 Þróttur...l6 6 2 8 30-29 20 ÍBÍ 16 3 6 7 26-32 15 Njarðvík 16 4 2 10 27-44 14 UMFS .16 0 0 16 4-94 0 Markahæstir í 2. deild: Tryggvi Gunnarsson, KA..........24 Andri Marteinsson, Víkingi......16 Jón G. Bergs, Selfossi..........11 Kristján Olgeirsson, Völsungi...10 Einar skoraði tvö gegn KA Þórsarar sigmðu KA á Akureyri nýverið í minningarleik um Óskar Gunnarsson, fyrrum leikmann félags- ins sem lést á þessu ári. Lokatölur urðu 3-1. Siguróli Kristjánsson og Einar Arason skomðu fyrir Þór í fyrri hálfleik en Tryggvi Gunnarsson minnkaði muninn í 2-1 í síðari hálf- leik áður en Einar Arason bætti við marki fyrir Þór. _SK. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.