Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Sljóminál Steingrím- ur ekki fram í Reykjavík Jén G. Haulcaacn, AkinByii; „Ég mun ekki sækjast eftir fram- boði í Reykjavík eða á Reykjanesi í næstu kosningum," sagði Stein- grímur Hermannsson á SUF-þing- inu en Helgi Pétursson hafði skorað á hann að gera slíkt. Steingrímur sagðist fagna því sérstaklega hve ungir framsóknar- menn ætluðu að taka fast á umhverfismálum. „Mér fannst erindi Magnúsar Bjamfreðssonar á þinginu mjög athyglisvert og er sammála honum í því að allt of margir líta svo á að framsóknarmenn séu varð- hundar kerfisins." Steingrímur sagði ennfremur 'í erindu sínu að það ylli honum áhyggjum hve samvinnuhreyfing- in hefði komið illa út í könnun félagsvísindadeildar. Ungt fólk í öragg sæti J<5n G. Haukascn, Akureyiú „Ég er mjög ánægður með þing- ið. Það stóð undir þeim vonum sem við gerðum okkur,“ sagði Gissur Pétursson, nýkjörinn formaður Sambands ungra framsóknar- manna. Hann tekur við af Finni Ingólfesyni. Gissur Pétursson sagði að það væri gott veganesti fyrir flokkinn að í könnun Félagsvísindadeildar Hí hefðu 70% spurðra verið fylgj- andi byggðastefhu og jöfhun búsetu um allt land. „Ég tel meginmarkmiðið að gölga þingsætum og á þessu þingi kemur greinilega fram að ungt fólk ætlar að beijast fyrir öruggum sætum á framboðslistum flokksins. Ég er ekki að tala um að skipta um þingflokk eins og haft hefur verið eftir kollegum mínum í fjöl- miðlum, nema þá að hluta til.“ Frá þingi Sambands ungra framsóknarmanna í Hrafnagilsskóla i Eyjafirói um helgina. Á þinginu kom fram mjög ákveðin krafa um aö ungt fólk skipaði örugg sæti á framboðslistum flokksins í næstu kosningum. DV-mynd JGH Sambandsþing ungra fvamsóknaimanna: Hið fjölmennasta í tuttugu ár Jón G. Hauksscn, Akuieyii Þing Sambands ungra framsóknar- manna, sem haldið var á Hrafnagili í Eyjafirði um helgina, var fjölmennasta þing sambandsins sem haldið hefur verið síðastliðin tuttugu ár. Þingið sóttu 140 manns. Miklar umræður voru um að flokk- urinn skyldi verða umhverfisflokkur. Fram kom að hann ætti að vera harð- asti umhverfisflokkur á íslandi og þótt víðar væri leitað. Nokkrar umræður voru einnig um að yngja þyrfti upp í flokknum en nokkur gagruýni var þó á það sem Þórður Yngvi Guðmunds- son lét hafa eftir sér í DV að skipta þyrfti nánast algerlega um þingflokk. Þingmennimir Haraldur Ólafeson og Páll Pétursson gagmýndu að könn- un félagsvísindadeildar skyldi hafa verið afhent fjölmiðlum til birtingar. Haraldur sagði að könnunin væri fyrst og fremst vinnuplagg og að hann teldi skaðlegt að láta hana alla í henduma á andstæðingum. „Framsókn vingsast til að henta öllum“ Jón G. Hauksacn, Akureyii: „Framsóknarflokkurinn stefnir á núllið á Reykjavíkursvæðinu og verð- ur aftur dæmigerður dreifbýlisflokk- ur,“ sagði Magnús Bjamfreðsson á þingi Sambands ungra framsóknar- manna á fostudagskvöld. Erindi Magnúsar vakti mikla ab hygli á þinginu. Magnús sagði að það væri slæmt hve margir teldu að flokk- urinn væri hentistefiiuflokkur og taldi erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvar hann stæði í stjómmálum. „Flokkurinn hefur starfað með öU- um flokkum og að mínu mati hefur hann meira eða minna vingsast til að henta öllum. Það er það versta og vit- lausasta sem flokkinn hefur hent.“ Magnús sagði að það væri áberandi hve hinn almenni þingmaður Fram- sóknarflokksins dytti niður í starfi á milli kosninga. „Þingmennimir verða að dusta af sér rykið og verða þekktir í augum almennings fyrir jákvæð störf. Þeir eiga að reyna að ráða meiru um umræðuna í fjölmiðlum í stað þess að vera á sífeUdum flótta. Framsóknar- menn hafa orð á sér fyrir að vera vemdarar kerfisins á meðan sjálfetæð- ismenn hafa orð á sér fyrir að vilja breyta kerfinu. Þetta er mjög slæmt fyrir flokkinn." Magnús sagði að lokum í ræðu sinni að Framsóknarflokkurinn yrði að gera það upp við sig strax hvort hann ætl- aði að vera dreifbýlisflokkur eða ekki. Finniir tfltlgli l&W Iftf ænar ao Jón G. Haoiksaon, Akureyrú Finnur Ingólfeson, aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra og fráfar- andi formaður SUF, ætlar að beijast fyrir ömggu sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu kosningum. Þessu lýsti hann yfir á SUF-þinginu um helg- ina. Þetta er fyrsta yfirlýsing ungs framsóknarmanns um að hann ætli að beijast fyrir ömggu sæti en talið er að fleiri ungir firamsókn- armenn muni gefa svipaðar yfirlýs- ingar á næstunni. Helgi P. vill Steingnm Jón G. Haukssan, Akureyii; „Ég tel nauðsynlegt að skoða framboðsmáls flokksins í þéttbýli sérstaklega fyrir næstu kosningar og beita þeim tækjum sem em öflugust. Ég tel lífenauðsynlegt fyrir flokkinn að Steingrímur Her- mannsson og Halldór Ásgrímsson fari í ftamboð í Reykjavík í næstu kosningum og geri það reyndar að tillögu minni hér,“ sagði Helgi Pétursson, blaðafulltrúi Sam- bandsins, á SUF-þinginu á fóstu- dagskvöld. Helgi skrifaði nýlega grein í blað ungra framsóknarmanna um að flokknum hefði verið refeað fyrir að gera vel. í dag mælir Dagfari Þeir eni enn í felum Á síðustu árum hefur það orðið æ algengara að ýmsir þjóðfélagshópar, sem hafa talið sig afekipta á einn eða annan hátt, hafa látið meira að sér kveða. Oft em þetta hópar fólks sem hafa átt við að stríða vandamál sem litin em homauga af þorra fólks. Ætli alkamir hafi ekki verið einna fyrstir til þess að koma fram, mynda þrýstihóp og krefjast þess að drykkjuvandamál yrðu rædd opin- berlega. Síðan hefiir kynvillt fólk, sem vill raunar láta kalla sig homma og lesbíur, komið æ meira fram á sjónarsviðið. Þetta er kallað að koma úr felum, vera sýnilegur. Nú hefur blaðafulltrúi SÍS krafist þess að þingmenn Framsóknar- flokksins komi úr felum og láti vita að þeir séu til. Það hlaut svo sem að koma að þessu. Margir hafa haft nokkra hugmynd um tilvist flokks- ins en mynd hans og stefiiur æ meira horfið út í þokuna með síminnkandi kjósendahópi. En með auknum skilningi þjóðarinnar á málefhum vandamálahópa þykir víst kominn tími til að forsvarsmenn í Framsókn- arflokknum sýni sig og láti í sér heyra í trausti þess að þeim verði sýnt umburðarlyndi. Helgi er greini- lega viss um að fair viti um skoðanir þingmanna og ráðherra flokksins á þjóðmálum, hafi þeir þá einhveija skoðanir. Um þetta kunna þó að vera deildar meiningar. Einhvem tímann var það sem Ólafur Ragnar Grímsson lét hafa eftir sér í þá veru að „blaðrið" í Stéingrími væri að verða þjóðarvandamál. En Ólafiir Ragnar tekur nú svo stórt upp í sig og auðvitað er „blaðrið" í Steingrími ekkert vandamál út af fyrir sig. Það er ekki fyrr en kemur að fram- kvæmdunum sem ástæða er til að óttast. En það er rétt hjá Helga, aðrir Framsóknarráðherrar em næsta þöglir svo ekki sé talað um þingmennina. Helst að Páll á Höllu- stöðum missi eitthvað út úr sér af og til. Kannski að þeir óttist að dagar flokksins verði taldir fari þeir að, hafa skoðanir á málum og láti þær í ljósi. Enda ekki allir sem hafa þá einlægni til að bera sem blaðafidl- trúi SÍS segir að ríki í fari Stein- gríms. Allt þetta hlýtur að verða tekið til mjög ítarlegrar umflöllunar í æðstu valdastofhunum Framsókn- arflokksins - bak við tjöldin að sjálfeögðu. Ef tekin verður sú ör- lagaríka ákvörðun að framsóknar- mönnum beri að hafa skoðun og láta hana í ljósi þarf margt að koma til áður en hægt verður að hrinda mál- inu í framkvæmd. Það þarf að fá hæfa menn úr herbúðum Sambands- ins til að kenna þetta á kvöldnám- skeiðum og hugsanlega gegnum bréfaskóla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn geti allt í einu rokið til og farið að „komment- era“ á hitt og þetta sem upp kemur í þjóðfélaginu, jafnvel þótt þeir séu þingmenn eða ráðherrar. Það þarf að segja mönnum hvaða skoðun þeir eigi að hafa á hveiju máli og hvem- ig þeir eigi að láta hana uppi í ræðu og riti. Annars er hætt við að allt fari í handaskolum og tóma vitleysu. Það er ekkert sem segir að tekið sé fagnandi á móti hveijum einasta feluhópi hérlendis sem vill koma fram og verða sýnilegur. Á þessu máli em ekki bara tvær hliðar held- ur margar eins og oft er með mál sem eru þess eðlis að líkja mætti við sólskinsburð Bakkabræðra. Við skulum bara vona að framsóknar- menn verði ekki fyrir umtalsverðu aðkasti þótt þeir fari kannski að láta á sér kræla. Þetta er ábyggilega nógu erfitt líf fyrir þá þótt ekki verði farið að gera að þeim hróp. Svo er þetta viðkvæmt mál fyrir SÍS þótt ekki hafi blaðafulltrúi þess fjallað um það í grein sinni þá er hann skor- aði á framsóknarmenn að verða sýnilegir. Á til dæmis að gera tengsl- in milli flokksins og fyrirtækisins sýnilegri en nú er? Þetta er ein af þeim spumingum sem Helgi Péturs- son verður að hafa milligöngu um að svara. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.