Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 24
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. 24 Iþróttir • Pétur Pétursson lætur hér skot sitt ríða af... DV-mynd Gunnar Sverrisson. „Lukkudísimar voru svo sannarlega með mér“ þegar ég skoraði jöfnunarmarkið, sagði Pétur Pétursson „Framarar léku mjög vel en heppnin var með okkursagði Pétur Pétursson sem var svo sannarlega hetja Skaga- manna þegar þeir tryggðu sér sigurinn í bikarkeppninni. „Lukkudísimar voru svo sannarlega með mér þegar ég náði að jafha 1-1. Sveinbjöm Há- konarson náði að senda góða sendingu fyrir mark Framara. Ég var við fjær- stöngina og náði að teygja mig í knöttinn í þröngu færi og spyma hon- um í netið hjá Fram. Þetta var algjör grís,“ sagði Pétur. „Framarar höfðu góðar gætur á mér í leiknum en ég komst þó á auðan sjó undir lokin þegar ég skoraði sigur- markið. Vindurinn lék þá stórt hlut- verk - knötturinn datt dauður fyrir framan fætumar á mér þannig að ég þurfti ekki annað en leika með hann fram og senda knöttinn fram hjá Frið- riki Friðrikssyni, markverði Fram, sem kom út á móti mér,“ sagði Pétur. „Það er alltaf sætt að vera í sigur- liði í bikarúrslitaleik. Við munum halda upp á þennan sæta sigur," sagði Pétur. -SOS „Svona möik skora ekki venjulegir menn“ - sagði Friðrik Friðriksson, markvorður Fram „Nei, ég held að ég hafi ekki átt neinn möguleika á að verja þegar Pétur skoraði mörkin. Fyrra markið skora til dæmis aðeins menn eins og Pétur, það var alveg ótrúlegt að hann skyldi ná að skora úr þessari aðstöðu. Svona mörk skora ekki venjulegir menn. Þannig em sannir markaskorar- ar,“ sagði Friðrik Fríðriksson, markvörður Fram, þegar hann var spurður að því eftir leikinn hvort hann hefði ekki haft möguleika á því að veija þegar Pétur skoraði. „Við gerðum þau mistök að bakka eftir að við höfðum skorað. Þá spilum við með þriggja maxma vöm og það gerir það að verkum að kantamir em oft fríir og bæði mörk Skagamanna komu eftir fyr- irgjafir utan af kanti. Vindurinn var líka mjög leiðinlegur við að eiga og var oft erfitt að reikna út boltann. Annars spiluðu Skaga- menn vel og ég vil óska þeim til hamingju með sigurinn," sagði Friðrik sem var þama að leika sinn annan bikarúrslitaleik. -SMJ Portúgalir „njósnau um Skagamenn Það er greinilega mikill við- búnaður hjá portúgalska liðinu Sporting Lissabon, mótheijum Skagamanna í Evrópukeppninni. Sérstakur útsendari liðsins var á leiknum í gær til að njósna um Skagaliðið. Þá var með honum blaðamaður frá stærsta íþrótta- blaðinu í Portúgal, Knettinum. Þeim fannst greinilega töluvert um leik Skagaliðsins og vom á því að leikurinn hér á íslandi yrði mjög erfiður fyrir Portúgalana. Þá hrifust þeir félagar af leik Péturs Péturssonar - þar væri mikill markaskorari á ferð og yrði að hafa strangar gætur á honum. -SMJ •Pétur Pétursson hleypur hér fagnandi frá marki Fram. Sveinbjöm Hákonarson ot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.