Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1986, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Kenny Rogers sór frammi fyrir alheimi og beint inn í hljóðnema að auki að frá og með þessari stundu myndi fjölskyldan ganga fyrir öllu öðru - yrði tekin fram fyrir atvinnuna hvenær sem í odda skærist. Þetta er líklega ekki svo heimskuleg ákvörðun þegar tekið er mið af því að kapp- inn á að baki fjóra stormas- ama skilnaði og segir þessi skeggjaða stjarna allt til vinnandi svo ekki sæki enn einu sinni í sama farið í fjöl- skyldumálunum. Stacy Keach fylltist mikilli örvæntingu fyrir skömmu þegar kollvikin fóru að hækka sig óhugnan- lega hátt upp eftir höfuð- leðrinu. Hann vildi alls ekki verða hinn nýi Yul Brynner hvíta tjaldsins. Þegar menn eiga nokkra aura í vasanum er hægt að leysa málið í neyðartilvikum og núna er hópur sérfræðinga í því að flytja hársekki til á höfðinu og græða fasta á nýjum að- > setursstað. Ævintýrið kostar litlar sex hundruð þúsund krónur. Ekki beint hvalafullar umræður þetta. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda, á tali við Helga Laxdal, varaformann Farmanna- og fiskimannasambands íslands. JGH. DV Akureyri Hún tókst vel tvö hundruð og tutt- ugu manna hvalkjötsveislan sem sjávarútvegsráðuneytið hélt í Grjótagjá í Mývatnssveit á dögun- um. Þarna voru saman komnir gestir af norrænu fiskimálaráðstefnunni sem haldin var á Akureyri. Aðalrétt- urinn og sá eini var að sjáfsögðu hvalkjöt, borið fram léttsteikt og súrt. Það var Bautinn sem annaðist veitingamar og ekki var annað að sjá en fiskimenn væru ánægðir með hvalinn. Ekki ónýtt að fá sjálfan Moby Dick í Mývatnssveit. Arni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, lét sitt ekki eftir liggja að innbyrða hvalkjötið. 'wM Og að sjálfsögðu var Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, mættur í slaginn við mister Dick. DV-myndir JGH Vörumarkaðurinnhf. EÐISTORG111 S: 62 22 00 IGNIS Kæliskápar í miklu úrvali. Góð greiðslukjör. Öll verð miðuð við staðgreiðslu. H. 133, br. 55, d. 60, H. 144, br. 60, d. 60, 340 Iftra, m/frysti- hólfi. H. 81, br. 45, d. 50, 80 litra, m/is- bakka. H. 53, br. 52,d.60, 90 litra, m/isbakka. ARF 904 kr. 15.875,- Væntanlegur. ARF 446 kr. 14.995,-ARF 889 kr. 18.211,-ARP 888 kr. 18.430,-ARF 905 kr. 19.855,-ARF 906 kr. 21.375,-ARF 907 kr. 24.415,- ARF 842 kr. 25.640,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.