Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Ur svrtunni á Sögu, þar mun Gorbatsjov aö öllum líkindum búa.
Reagan kemur
á fimmtudag
Gorbatsjov
á föstudag
Nú er orðið nokkuð víst að Reagan
Bandaríkjaforseti muni koma til
landsins á fimmtudag og Gorbatsjov á
föstudag.
Búist er við að einkaþota Reagans
lendi í Keflavík um kvöldmatarleytið
á fimmtudag og einkaþota Gorbatsjov
sólarhring síðar.
Þá er einnig orðið nokkuð ljóst að
Reagan muni búa í sendiherrabústað
Bandaríkjanna við Laufásveg og Gor-
batsjov á svítunni á Hótel Sögu.
-KÞ
Sendiherrabústaður Bandaríkjanna við Laufásveg þar sem Reagan mun búa.
Ovíst hversu fylgdar-
liðin verða fjölmenn
Enn er óvíst hversu margir verða í
fylgdarliðum leiðtoganna. Heyrst hafa
tölur allt frá 200 og upp í 900 með
hvorum.
Eins hefur lítið verið gefið upp um
það hverjir verði í þessu liði. Þó er
talið víst að eiginkonumar verði eftir
heima. Hins vegar munu utanríkisráð-
herrar beggja landanna verða með í
för. Einnig hefur heyrst að einkavinur
Reagans, Charles Wick, sem er yfir
menningarstofriunum Bandaríkjanna
um heim allan, komi með vini sinum.
Búist er við að sendinefhdir land-
anna tveggja verði komið fyrir á
hótelunum fiórum í Reykjavík sem
ríkisstjómin tók leigunámi í sfðustu
viku. Þó hefur heyrst að Schultz, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, muni
búa í sendiráði Breta við Laufásveg.
-KÞ
Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun sennilega búa i þessu húsi sem er sendiherrabústaður Breta á
og stendur viö Laufásveg, aðeins steinsnar frá sendiráði Bandarikjanna þar sem Reagan verður.
Það má búast við að meira verði um að vera á þessu svæði um næstu
helgi heldur en var á dögunum þegar Ijósmyndari DV tók þessa mynd úr
Hugvél. Fyrir miðri mynd er Hótel Saga þar sem Gorbatsjov mun að öllum
líkindum búa. Þar fyrir aftan er Háskólabió þar sem leiðtogarnir munu
sennilega halda blaðamannafund að loknum fundi þeirra. Aðeins til hægri
er svo Hagaskóli þar sem verið er aö koma upp blaöamannamiðstöð.
Lógreglumenn utan
af landi kallaðir til
Búast má við að tæplega 400 lög-
reglumenn verði á vakt um næstu
helgi þegar leiðtogafundurinn verður
haldinn. Að sögn Karls Jóhannssonar,
setts blaðafulltrúa lögreglunnar,
verða fengnir lögreglumenn utan af
landi til að aðstoða þá 250 lögreglu-
menn sem starfa í Reykjavík.
Karl sagði að þessa dagana væri
setið á stöðugum fundum með öryggis-
vörðum landanna tveggja vegna
öryggisgæslunnar. Væri orðið alveg
ljóst að hverfin í kringum bústaði leið-
toganna, svo og fundarstaðinn, yrðu
girt af. Ekki væri þó sýnt hversu stór
þau girtu svæði yrðu. Einnig mætti
búast við að á nætumar yrði hverfun-
um alveg lokað fyrir allri umferð.
„Þetta eru alþjóðlega reglur sem við
munum fara eftir. Það er aðeins verið
að aðlaga þær okkur,“ sagði Karl.
„Þetta mun þó verða gert þannig að
það raski sem minnst daglegu lífi íbú-
anna í þessum hverftun.“
- Hvemig æthð þið að þekkja þá úr?
„Húsin í kringum þessa staði eru
nú ekki mjög stór, þannig að þetta
kemur ekki til með að verða mjög stór
hópur. Ég á því von á því að við þekkj-
um þá fljótt úr. Ef einhver vafamál
koma upp verða kallaðir til nágrannar
til að bera kennsl á þá,“ sagði Karl
Jóhannsson.
-KÞ