Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 42
42
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Dean Martin
Frank Sinatra var spurður
um það á dögunum hver
væri uppáhaldsbar Dean
Martin's. Sinatra var ekki
lengi að svara um hæl.
„Uppáhaldsbar Dean's get-
ur verið hvar sem er. Það er
sá bar sem er opinn...".
Edward prins
hefur reynslu á ýmsum svið-
um. Síðastliðið sumar var
hann algjör lukkupinni lítils
áhugaeikhúss sem starfar
skammt frá sumarhúsi kon-
ungsfjölskyldunnar í Bal-
moral. Síðastliðið sumar lék
hann lítið hlutverk í upp-
færslu leikhússins á verkinu
Skassið tamið. Hann var
auðvitað stjarna sýningar-
innar og vegna þátttöku
hans var troðfullt á allar sýn-
ingar. Og nú hefur þetta
sama áhugaleikhús beðið
hann að taka þátt í upp-
færslu á farsa frá Viktoríu-
tímabilinu. Það er þegar
hafin barátta um sætin I leik-
húsinu.
öm Ingi, myndlistarmaður og útvarpsmaður á Akureyri, handlék pönnuna
eins og besti kokkur við pönnukökubaksturinn. Hundruð pannsa fóru í gest-
ina.
Erna Indriðadóttir, útvarpsstjóri Rúvak, sýnir gestum upptökusalinn.
Slegið var á létta strengi í veislunni sem var í beinni útsendingu.
DV-myndir JGH
jón G. Hauksson, Akureyii;
Ríkisútvarpið á Akureyri var gal-
opnað fyrir Akureyringa á milli
klukkan sautján og nítján á fimmtu-
daginn var. Hundruð Akureyringa
notuðu tækifærið og skoðuðu húsa-
kynni Ríkisútvarpsins. Ekki
skemmdi það fyrir að útvarpsmenn
buðu upp á rjúkandi góðar pönnu-
kökur sem bakaðar voru á staðnum.
Hljómsveit var fengin til að spila
fyrir gesti í beinni útsendingu. Áuk
þess að sýna gestum radíóið var dag-
skrá vetrarins kynnt og minnt á að
Svæðisútvarpið á Akureyri hefur
útsendingar framvegis klukkan átj-
án.
Allt er fertugum fært. Svo skemmtilega vildi til að ein af reyndustu starfsmönn-
um Iðnaðarbankans, Guðrún Ólafsdóttir, sem starfað hefur í þágu bankans í
19 ár, varð fertug þennan dag. Egill Óiafsson færði henni blómvönd í tilefni
dagsins og Valur Vaisson bankastjóri þakkaði henni fyrir vel unnin störf. Guðr-
ún hefur aldeiiis sögur að segja bamabörnum sínum úr fertugsafmæli sínu.
400 gestir og Stuðmenn til skemmtunar.
Iðnaðarbankinn hélt herlega veislu
fyrir starfsfólk á Hótel Selfossi á dög-
unum. Makar máttu koma með. Boðið
var upp á sjávarréttasnarl að hætti
Selfyssinga og dúndurstuðmúsík að
hætti Stuðmanna. Tilefhið var að
kynna fyrir starfefólki nýjan „alreikn-
ing“, nokkurs konar sambland af
sparireikningi og tékkareikningi, þar
sem nafh viðkomandi reikingshafa er
ritað á hvert alreikningsblað.
Þetta uppátæki Iðnaðarbankans
vakti kátínu starfemanna og skemmtu
þeir sér hið besta. Mun andrúmsloftið
sennilega verða létt hjá starfólki Iðn-
arbankans á næstunni.
Það var þéttsetið á Hótel Selfossi en starfsfólk Iðnaöarbankans lét það ekki á sig fá og naut þess að snæða sjárvarrétti í boði bankans.