Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
íþróttir
„ Vantaði
herslu-
muninn“
- og A-Þýskaland vann
„ Ég er ekki ánægður með úrslit
leiksins en það var þó ekki óvænt að
austur-þýska liðið sigraði. Við hefðum
átt að geta náð jafetefli að minnsta
kosti en það vantaði herslumuninn.
Þrátt fyrir þessi úrslit hef ég trú á að
strákamir geti staðið sig vel í Austur-
Þýskalandi í síðari leik landanna
sagði Lárus Loftsson, unglingalands-
liðsþjálfari KSÍ, eftir að Austur-
Þýskaland sigraði ísland, 2-1, í
Evrópukeppni drengjalandsliða, leik-
menn 16 ára eða yngri, á Laugardals-
velli á laugardag.
Leikurinn var oft skemmtilegur og
lengstum tvísýnn. Austur-þýsku strák-
amir skomðu fyrsta markið en
Haraldur Ingólfsson, Akranesi, jafaaði
í 1-1. Hann var fyrirliði íslenska liðs-
ins og besti leikmaður þess. En þetta
nægði ekki, þeim austur-þýsku tókst
að tiyggja sér sigurinn skömmu síðar.
-hsím
Stefhan sett
á 1. deildina
Stórsigur ÍBV í 2. deild
Priðbjöm Ó. Valtýssan, DV, Eyjum:
íþróttabandalag Vestmannaeyja
hefur greinilega sett stefeuna á 1.
deildina í handknattleiknum. Liðið lék
sinn fyrsta opinbera leik eftir að Týr
og Þór sameinuðust í ÍBV, eða frá því
1976, við Reyni, Sandgerði, í 2. deild í
Vestmannaeyjum á laugardag. Vann
stórsigur, 28-16, eftir 13-7 í hálfleik.
Auðveldur sigur og ÍBV réð ferðinni
frá byrjun.
Sigbjöm Óskarsson var markahæst-
ur í liði ÍBV með 10/4 mörk. Sigurður
Friðriksson kom næstur með sjö. Hjá
Reyni var þjálfarinn, Stefán Amarson,
- markvörður Vals í knattspymunni,
markahæstur með 6 mörk. Annar
knattspjmukappi, Daníel Einarsson,
kom næstur með fimm.
-hsím
HK sigraði
á Akranesi
• íslensku strákamir fagna marki Haralds Ingólfssonar fyrirliða gegn A-Þýskalandi. Markaskorarinn umkringdur félögum sínum. DV-mynd Gunnar Sverrisson
David Cooper jafnaði fyrir Rangers.
Unglingamet
í Lundúnum
Þrjú íslensk unglingamet í frjálsum
íþróttum vom sett á móti í Lundúnum
um helgina. KR-ingurinn Einar
Kristjánsson stökk 2,07 m í hástökki
og félagi hans, Steinn Jóhannsson,
hljóp 800 m á 1:55,25 mín. Þeir em
báðir 18 ára. Finnbogi Gylfason, FH,
setti sveinamet í 2000 m hindrunar-
hlaupi, hljóp á 6:26,13 mín. Hann er
16 ára. -hsím
lan Ferguson heldur
Dundee Utd á toppnum
Verður Alex Ferguson sljóri Man. Unvted?
Leikmaðurinn, sem langmest hefúr
komið á óvart í skosku úrvalsdeildinni
í haust, Ian Ferguson, skoraði bæði
mörk Dundee United í 2-0 sigrinum á
Falkirk á laugardag í Dundee. Hann
hefúr nú skorað 11 mörk í leikjunum
í haust og Dundee-liðið hefúr eins stigs
forustu á Celtic í deildinni. Celtic vann
einnig ömggan sigur á laugardag -
sigraði St. Mirren á Parkhead, 2-0,
með mörkum Maurice Johnston og
Brian McClair.
Aðalleikur umferðarinnar var þó í
Edinborg milh Hearts og Rangers.
Graeme Souness, stjóri og leikmaður
Rangers, gat ekki leikið vegna
meiðsla. Jafatefli varð, 1-1, í mjög tví-
sýnum leik. Neil Berry skoraði fyrir
Hearts í fyrri hálfleik eftir homspymu
en skoski landsliðsmaðurinn Davie
Cooper jafaaði fyrir Rangers á 49.
mín. Mikil spenna til leiksloka en
fleiri urðu mörkin ekki.
Leikmönnum Aberdeen gengur
heldur illa og tókst aðeins að gera
jafatefli á heimavelli gegn Mother-
well. Féllu við það niður í sjötta sæti.
Þeir David Dodd og Wilhe Miher
skomðu mörk Aberdeen en Kennedy
og Rainer fyrir Motherwell. Sá orð-
rómur gengur nú á Skotlandi að
framkvæmdastjóri Aberdeen, Alex
Ferguson, sem stjómaði skoska HM-
liðinu í Mexíkó, muni taka við Man.
Utd innan skamms. Ron Atkinson
verði látinn hætta þar en ekkert er
rætt um þetta í enskum blöðum.
Hibemian sigraði botnhð Hamilton
ömgglega á útivelh, 1-4. McBride,
McClusky og May skomðu mörk Ed-
inborgarliðsins. Dundee sigraði
Clydebank á útivelh með mörkum
Harway og Steven. -hsím
Staðan á
Skotlandi
Staðan í skosku fa-valsdeildinni
eftir leikina á laugardag:
Dundee Utd. 10 7 3 0 21- 7 17
Celtic 10 7 2 1 21- 6 16
Hearts 10 6 3 1 13- 4 15
Rangers 10 6 1 3 16- 8 13
Dundee 10 5 2 3 9- 6 12
Aberdeen 10 4 3 3 16-10-11
ST Nirren 10 3 3 4 7-11 9
Motherwell 10 1 5 4 7-15 7
Clydebank 10 3 1 6 6-14 7
Hibemian 10 2 3 5 10-20 7
Falkirk 10 1 3 6 4-10 5
Hamilton 10 0 1 9 5-24 1
Svíar í úrslK í Davis-bikar-
keppninni fjórða árið í róð
Siguigeir Sveinssan, DV, AlaanesL
Kópavogshðið HK sigraði Skaga-
menn, 23-19, í leik liðanna í 2. deild
handboltans á föstudagskvöld á Akra-
nesi. Skagamenn höfðu frumkvæðið í
fyrri hálfleiknum. Staðan 10-8 fyrir
þá í hálfleik og síðari hálfleikurinn
var lengi vel jafa og tvísýnn. Jant
12-12,14-14,16-16, og 18-18 og þá sex
mínútur til leiksloka. Þá gerðu HK-
strákamir út um leikinn. Skomðu
fimm mörk gegn einu.
Mörk Skagamanna skomðu Guð-
mundur Sveinsson 8, Engilbert
Þórðarson 3, Hlynur Sigurbjömsson
2, Hilmar Bárðarson 2, Pétur Bjöms-
son 2 og Kristinn Reimarsson 1. Mörk
HK skomðu Kristján Þór Gunnarsson
9, Elvar Kristjánsson 4, Ólafur Péturs-
son 4, Rúnar Einarsson 5 og Kristján
óskarsson 1.
Tveir aðrir leikir vom í 2. deild.
Afturelding vaníi ÍBK19-16 og Grótta
tapaði fyrir ÍR 15-30.
-hsím
Gurailaugur A. Jénæan, DV, Svíþjóð.
Ungu strákamir í sænska tennis-
landsliðinu stóðu sig frábærlega vel í
Davis-bikarkeppninni í Prag í Tékkó-
slóvakíu um helgina, - sigmðu Tékka
4-1 og Svíar leika því til úrslita í
keppninni fjórða árið í röð. Hafa sigr-
að tvö síðustu árin í þessari landsliðs-
keppni þjóðanna. Leikið var á
malarvelli í Prag og það merkilega var
að Svíamir tveir, sem bestir em á slík-
um völlum, Wielander og Nyström,
léku alls ekki með sænska landshðinu
að þessu sinni. Það kom ekki að sök
og ungu strákamir léku frábærlega.
Strax á föstudag kom hinn 18 ára
Kent Carlsson, sem nýlega sigraði í
grand prix móti á Spáni, heldur betur
á óvart og vann auðveldan sigur á
Miloslav Mecir, besta leikmanni
Tékka, þegar Ivan Lendl er undanskil-
inn, 6-0, 6-2 og 64. Það var góð og
óvænt byijun fyrir Svía. í hinum ein-
hðaleiknum milli Stefan Edberg og
Milan Srejber var keppnin miklu
harðari. Svíanum tókst að hala sigur
í land í fimm lotum. Vann 3-6, 6-4,
6-3, 4-6, og 7-5. Þar mátti þvi ekki
miklu muna.
Svíar höfðu því tveggja vinninga
forustu eftir fyrsta daginn og reiknað
var með sigri þeirra Edberg og Anders
Jarryd í tvíliðaleiknum á laugardag.
Það fór þó á aðra leið. Þeir Tomas
Smid, sem lék frábærlega vel, og Mec-
ir sigmðu í tvíliðaleiknum í aðeins
þremur lotum 7-5,6-2 og 6-4. Þar með
var spenna komin í keppnina á ný.
Tveir síðustu leikimir voru svo í
gær, sunnudag, og talsverð tauga-
spenna var hjá Svíum fyrir þá. Hinn
ungi Carlsson gat ekki leikið vegna
meiðsla og kom annar ungur strákur,
Michael Pemfors, í hans stað. Þessi
Pemfors vakti mikla athygli í vor þeg-
ar hann komst í úrsht á opna, franska
meistaramótinu. Hann lék við Milan
Srejber og vann mjög sannfærandi sig-
ur þrátt fyrir tap í fyrstu lotunni.
Úrslit 5-7, 6-0, 6-0 og 7-5 og þar með
vom Svíar komnir í úrslitin enn einu
sinni. Þeir leika þar sennilega til úr-
slita við Ástralíu, sem hefur yfir 2-1
gegn USA í Brisbane. Þeirri viðureign
lýkur í dag. í síðasta leiknum í Prag
sigraði Edberg Mecir 64 og 9-7. Að-
eins tvær lotur þar sem leikurinn
skipti engu máli hvað úrslitunum við
kom.
-hsím