Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Augu heimsins beinast að Höfða
Höfði verður að öllum líkindum
fundarstaður þeirra Reagans og Gor-
batsjovs. Þegar þetta er skrifað bendir
allt til þess að minnsta kosti. Þegar á
laugardag var kominn lögregluvörður
við húsið og engum hleypt þar inn.
DV-mönnum tókst þó að komast inn
og taka nokkrar myndir.
Húsið, sem nú er kallað Höfði, var
byggt árið 1909. Það var Spítalafélagið
í Dunkirque í Frakklandi sem lét
byggja húsið, sama félagið og stóð fyr-
ir byggingu Franska spítalans. Fyrstu
fjögur fimm árin bjó í húsinu konsúll
Frakka, Brillouin að nafni. Þá var það
selt og keyptu það félögin sem tengd-
ust Einari Benediktssyni skáldi og
hann hafði afskipti af. Bjó hann í hús-
inu ásamt fjölskyldu sinni 1914 til 1915.
Segir sagan að þar hafi hann haldið
geysimögnuð samkvæmi. Einar gaf
húsinu nafiiið Héðinshöfði eftir Héð-
inshöfða á Tjömesi þar sem faðir hans
bjó.
Lítið var búið í húsinu eftir að Einar
fór þaðan eða þar til skömmu eftir
1920 að Matthías Einarsson, læknir á
Landspítalanum, keypti það. Þar bjó
Matthías ásamt fjölskyldu sinni á ann-
an áratug. Hann stytti nafh hússins í
Höfða.
Matthías seldi svo húsið og keypti
það þá breska ríkið. Þar bjó svo aðal-
ræðismaður Breta og síðar sendiherra.
1953 var húsið enn selt. Þá keypti það
Ingólfur Espólin framkvæmdastjóri
sem var með mikil umsvif í hraðfrysti-
iðnaðinum.
1960 seldi Ingólfur húsið og var það
Peningamajkaður
VEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb
6 mán. uppsógn 9.5-13,5 Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab
Sp. íBmán. ogm. 9-13 Ab
Avisanareikningar 3-7 Ab
Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-3.5 Lb
Innlán með sérkjörum 8-16
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 6-7 Ab
Sterlingspund 8,75-10.5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3.5-4 . Ab
Danskar krónur 7-9 Ib
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kgeog 19,5
Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.25 Allir
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 4 Allir
Til lengri tima 5 Allir
Utlán til framleiðslu
isl. krónur 15
SDR 7.75
Bandaríkjadalur 7.5
Sterlingspund 11.25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskirteini
3ja ára 7
4ra ára 8.5
6ára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16
Gengistryggð(5 ár) 8.5
Almenn verðbréf 12-16
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrí ssjóöslán 5
Dráttarvextir 27
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala 1486 stig
Byggingavísitala 274.53 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1. júli
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni iöfnun Eimskip m.v. 100 nafnverðs:
200 kr.
Flugleiðir 140 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er
miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá
flestum bönkum og stærri sparisjóðum.
(2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs
vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð
og óverðtryggð lán. Skammstafanir:
Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar-
bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb=
Landsbankinn, Sb = Sam vinnubankinn,
Úb = Ú tvegsbankinn, Vb = V erslunar-
bankinn, Sp=Sparisjóðimir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV ó fimmtudög-
um.
-lítið
Reykjavfkurborg sem keypti það. Hús-
ið var fyrst og fremst notað af skipu-
lagi borgarinnar og þar var lengi vel
skrifstofa aðalskipulagsins. Húsinu
eitt úr sógu þessa
var lítið haldið við á þessum árum og
stóð jafiivel til að rífa það þegar aðal-
skipulagið flutti úr því. Hætt var þó
við þær ráðagerðir og var húsið gert
húss
upp og notað til að taka á móti gestum
borgarinnar.
1967 hófúst þær mótttökur og um
næstu helgi má búast við að Höfðh
verði orðinn heimsfrægur ef svo fer
sem horfir að leiðtogar stórveldanna
muni setjast þar á rökstóla.
-KÞ
Þetta er úr setustofu hússins á neöri hæð. í þessu sófasetti munu þeir væntaniega ræöa málin, Reagan og Gorbatsjov.
Líti þeir leiötogamir upp úr samræðunum mun þessi flygill blasa við þeim
en hann er í hinu homi setustofunnar.
Þessi mynd er tekin í anddyri hússins.
Höfði er óneitanlega glæsilegt hús.
Ur borðstofu Höfða.
DV-myndir Brynjar