Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
23
JOV
Wagner fékk
rautt spjald
- Jafnt hjá Stuttgart en Uerdingen vann
Afli Hknaisaon, DV, Þýskalandi
„Ég er í sjöunda himni með leik
minna manna. Þeir börðust allir sem
einn maður og léku mjög agaða knatt>
spymu,“ sagði Feldkamp, þjáifari
Bayer Uerdingen, eftir að lið hans
hafði urrnið afar dýrmætan sigur á
Hamburger SV í þýsku knattspym-
unni á laugardag. Nokkuð var um
óvænt úrslit í deildakeppninni að
þessu sinni ogþá sér í lagi tap Schalke
gegn Köln og jafotefli Stuttgart og
Númberg.
Atli Eðvaldsson átti góðan leik með
Uerdingen og fékk 3 í einkunn hjá
bæði Bild og Welt am Sonntag. Hann
hafði það þó af að misnota dauðafæri
á lokamínútunum þegar mun auðveld-
ara var að skora. Gífúrleg spennan var
í þessum leik og mikið að ske á áhorf-
endapöllunum þar sem 18 þúsund
manns höfðust við. Á 26. mínútu fyrri
hálfleiks skoraði Vunkel mark fyrir
Uerdingen en af einhveijum óskiljan-
legum ástæðum dæmdi dómarinn
markið ógilt. Staðan í leikhléi var jöfa,
ekkert mark löglega skorað. Á 55.
mínútu var sigurmarkið skorað. Matt-
hias Herget átti þá skot að marki
Hamburger, Uli Stein markvörður sló
knöttinn út í vítateiginn og barst hann
fyrir fætur Stefan Kuntz, hann skaut
að markinu og knötturinn fór í vam-
armann Hamburger áður en hann
söng í netinu. Eftir leikinn sagði Emst
Happel, þjálfari Hamburger, að dóm-
arinn hefði ekki átt góðan dag og vildi
kenna honum um ósigurinn. Mikil
harka var komin í leikinn í lokin og
áður en yfir lauk hafði dómarinn veif-
að gula spjaldinu sex sinnum til
himins.
Lélegt hjá Ásgeiri og co
Það var ekki hátt risið á Ásgeiri
Sigurvinssyni og félögum hans í Stutt>
gart á laugardag. Liðið náði sér aldrei
á strik og var heppið að tapa ekki
fyrir lélegu botnhði Númberg. Ef
Stuttgart ætlar að blanda sér í topp-
baráttuna verður liðið að vera fært
um að klára svona leiki og kroppa
síðan stig í erfiðari leikjunum.
Leikmenn Númberg réðu gangi
leiksins í fyrri hálfleik og skomðu þá
mark sitt. Það var Norðmaðurinn
Jöm Anderson sem skoraði markið
af tveggja metra færi. Þegar hér var
komið sögu hafði Immel, markvörður
Stuttgart, haldið marki sínu hreinu í
386 mfoútur. í síðari hálfleiknum settu
leikmenn Stuttgart aukinn kraft í
sóknina og tefldu fram fjórum sóknar-
mönnum. Sóknarleikurinn bar árang-
ur á 75. mínútu er Andreas Múller
skoraði af tíu metra færi eftir góða
hælsendingu frá Karh Allgöhwer.
Harka var nokkur í leiknum og fimm
mínútum fyrir leikslok fékk einn leik-
maður Númberg, Wagner að nafni,
rauða spjaldið. Ásgeir Sigurvinsson
lék þokkalega og fékk 3 í einkunn í
Bild og Welt am Sonntag.
Óvæntur sigur hjá FC Köln
Það leit ekki út fyrir að Köln ætlaði
að gera stóra hluti í leik sínum gegn
Schalke á laugardag. Allir veðjuðu á
sigur heimamanna og þeir skomðu
fyrstu tvö mörkin. Fyrst skoraði Opitz
og síðan Wegmann og Schalke lék
mun betur en Köln sem verið hefúr í
mikilli nálægð við neðsta sæti deildar-
innar það sem af er keppninni. í siðari
hálfleik kviknaði heldur betur í Thom-
as Allofs og hann skoraði þrjú mörk
á skömmum tíma og fyrr en varði vom
getsimir komnir yfir. Fjórða markið
skoraði Wallitz.
Bayern vann Bochum
Efeta lið deildarinnar, Bayem
Múnchen, vann sigur á heimavelh sín-
um gegn Bochum, 3-2. Eftir aðeins 24
mínútur var staðan orðin 2-0. Fyrst
skoraði Michael Rummenigge og á 24.
mínútu bætti Pflúgler við marki. í síð-
ari hálfleik var dæmd vítaspyma á
Bayem og Laneck fékk það hlutverk
að skjóta. Pfaff varði en hafði hreyft
sig of fljótt. Spyman endurtekin og
þá skoraði Laneck ömgglega. Á 59.
mínútu skoraði Wolfarth þriðja mark
Basyem og þegar þijár mínútur vom
til leiksloka skoraði Schultz fyrir Boc-
hum og töluverð spenna var í leiknum
til loka.
Meiðsli á meiðsli ofan
Allt gengur á afturlöppvmum hjá
Werder Bremen. Fjölmargir leikmenn
liðsins em meiddir og tveir bættust í
þann hóp um helgina (sjá frétt á síð-
unni). Um helgina lék liðið á útivehi
gegn Bayer Leverkusen og steinlá í
frábærum leik. Bayer Leverkusen
virðist vera eina liðið sem getur veitt
Bayem Múnchen einhveija keppni
um meistaratitilinn. Liðið vann Brem-
en 4-1 og lék mjög góða knattspymu.
Herbert Waas lék manna best og skor-
aði tvö mörk. Hin mörkin skomðu
þeir Bum-Kun-Cha og Schreier. Fyrir
Bremen skoraði Ordenevits. í lokin
em hér úrsht í öðrum leikjum deildar-
innar:
Homburg-Kaiserslautem........1-1
Mannheim-Gladbach............1-1
BW Berlin-Frankfurt..........2-2
Dortmund-Dússeldorf..........4-1
-SK
Þjálfar GústafVíðl
og Einar Njarðvík?
Magnús CSslasan, DV, Suðumesjum:
Samkvæmt heimildum DV leggja
nú Njarðvíkingar hart að Einari Ás-
bimi Ólafesyni að taka að sér þjálfun
liðs UMFN í 3. deild knattspymunn-
• Gústaf Baldvinsson. Fer hann til
Víðls?
ar. Njarðv&ingar féllu sem kunnugt
er í 3. deild í sumar.
Ekki er vitað hvað hefur komið út
úr þessum viðræðum. Nú er svo komið
að aðeins eitt félag á Suðumesjum
hefur ráðið sér þjálfara fyrir næsta
tímabil og það ekki einn heldur tvo.
Guðjón Ólafeson og Kjartan Másson
þjálfa Reyni, Sandgerði, eins og fram
kom í DV fyrir helgina.
Víðismenn standa uppi þjálfaralaus-
ir en þeir hafa verið með Gústaf
Baldvinsson í sigtinu en hann þjálfaði
KA í sumar. Ef Gústaf fer hins vegar
til náms erlendis eins og margt bendir
til þá er hánn að sjálfeögðu ekki í
myndinni lengur. Heyrst hefur að Víð-
ismenn hafi rætt málin við Hólmbert
Friðjónsson sem var með Keflavík í
sumar en Hólmbert, sem náð hefur
góðum árangri þar sem hann hefúr
þjálfað á undanfömum árum, mun
ákveðinn í að taka sér alfarið frí frá
þjálfuninni næsta sumar. -SK.
íþróttir
•Stefan Kuntz skoraði sigurmark Bayer Uerdingen gegn Hamburger SV.
Bandaríkjamenn heimsmeistarar í blaki
-i— nrvi ixu.. o„^„,'i,; „ _ o 'i. m ir _ >
I
IBandaríkjamenn tryggðu sér um
helgina heimsmeistaratitilinn í blaki
Ikarla en mótið hefur staðið yfir und-
anfama daga í París.
L..._______________________
Til úrslita léku Bandaríkjamenn
gegn erkióvininum, Sovétmönnum,
og lauk þeirri viðureign með 3-l
sigri Bandaríkjamanna. Fyrstu hrin-
l5-ll, ll5—8 og 15-12.
una unnu Sovétmenn, 12-15, en í I
kjölfarið fylgdu þrír sigrar banda- •
rískir og tölumar í hrinunum urðu |
-SK
:er-4Gu.AND
ÍÞRÓTTATÖSKUR
MARGAR GERÐIR
HANDBOLTAR
FÓTBOLTAR OG
FÓTBOLTASKÓR
iÞRÓTTABÚNINGAR
ÆFINGAGALLAR
TRIMMGALLAR
IÞRÓTTASKÓR
KÖRFUBOLTAR
SStef