Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. Iþróttir Sneypufdr Keflvíkingar skoruðu aðeins 50 stig gegn Val - og slík frammistaða dugir ekki til sigurs í kérfuknattleik. Valur-ÍBK 61-50 Hann var ekki burðugur körfu- knattleikurinn sem Valsmenn og Keflvíkingar buðu áhorfendum sínum upp á í íþróttahúsi Seljaskóla í gær- kvöldi. Valsmenn skoruðu aðeins 61 stig í leiknum en þótt ótrúlegt megi virðast nægði það til sigurs í þetta skipti. Keflvíkingar skoruðu nefinlega ekki nema 50 stig og það segir sig sjálft að lið sem ekki skorar meira á 40 mínútum á ekki skilið að vinna sig- ur í úrvalsdeildinni. Keflvíkingar byijuðu ívið betur, komust í 0-6 og voru yfir 2-6, 7-11 og í leikhléi var staðan 26-27, ÍBK í vil. Keflvíkingar lentu í miklum villu- vandræðum og til að mynda varð Ólafúr Gottskálksson að hvíla sig með 3 villur eftir aðeins tvær og hálfa mín- útu. Það er nú klaufaskapur að miklu leyti að fá 3 villur á ekki lengri tíma. ÍBK missir forystuna Forystimni héldu Keflvíkingar þar til sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en þá komust Valsmenn yfir í fyrsta skipti í leiknum, 35-34. Þegar hér var komið sögu var Hreinn Þor- kelsson kominn með 4 villur en þrátt fyrir það náðu Keflvíkingar að hanga í Valsmönnum og til að mynda var staðan 44-44 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar hófú Valsmenn að leika pressuvöm sem skilaði nokkuð góðum árangri. Staðan breyttist í 50-46 og þrátt fyrir að Kefl- víkingar reyndu mikið að skjóta þriggja stiga skotum tókst þeim ekki að minnka muninn enda geiguðu flest skot þeirra og var nánast sama hver átti hlut að máli. Einar stigahæstur Hjá Val var Einar Ólafsson stiga- hæstur með 23 stig en Torfi Magnús- son og Tómas Holton skoruðu 10 stig hvor. Torfi var mjög sterkur í fráköst- unum í leiknum og kom það sér vel fyrir Valsmenn. Liðið verður þó að leika betur ef íslandsmeistaratitillinn á að hafna hjá Hlíðarendaliðinu. í hð- inu em svo að segja sömu leikmenn og í fyrra og hðið verður örugglega í einu af þremur efetu sætunum. Slakir Keftvíkingar Jón Kr. Gíslason skoraði 15 stig fyr- ir Keflavík og var stigahæstur sunnanmanna. Guðjón Skúlason kom næstur með 14 stig og Gylfi Þorkelsson skoraði 7 stig, Hreinn 6. Keflvíkingar léku ákaflega illa að þessu sinni og sérstaklega var hittnin léleg. Það er nokkuð langt síðan lið hefúr aðeins skorað 50 stig í úrvalsdeildinni og meira þarf til ef sigur á að vinnast. Leikinn dæmdu þeir Sigurður Valur Halldórsson og Jón Otti Ólafeson og stóðu sig vel. Er vonandi að dómgæsl- an verði betri en hún hefur verið undanfarin ár. Líklega hefur hún ekki verið verri en í fyrra og vonandi fá þeir Sigurður og Jón Otti að dæma marga leiki í vetur því þeir eru í alger- um sérflokki íslenskra dómara um þessar mundir. -SK Þorvaldur með 37 stig Haukar imnu öruggan sigur á Fram í úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðin mættust í gær í Hafnar- firði. Lokatölur leiksins urðu 83-62 eftir að Haukar höfðu verið yfir í leikhléi, 37-28. „Ég er mjög ánægður með útkom- una. Við gerðum það sem við ætluðum okkur. Ég hlakka til föstu- dagsins því þá mun fyrst virkilega reyna á okkur gegn Njarðvík og þann leik verðum við að vinna,“ sagði Jón Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Það var ljóst strax í byrjun hvert stefhdi. Haukar komust í 14-6 eftir 5 mín. og 25-14 um miðjan fyrri hálf- leik. En Framarar náðu að hanga í Haukum það sem eftir var hálfleiks- ins - þökk sé frammistöðu Þorvaldar Geirssonar sem átti hreint frábæran leik fyrir Fram. Níu stig skildu liðin í hálfleik, 37-28. Síðan var jafnræði með liðun- um framan af síðari hálfleik og með stuttu millibili var þeim Eyþóri Ámasyni og Ingimar Jónssyni vikið af leikvelli með 5 villur. En þá keyrðu Haukamir upp hraðann og það réðu Framarar hreinlega ekki við. Munurinn óx jafnt og þétt og þegar 7 mínútur vom eftir höfðu Haukar yfir, 67-47. Ömggur sigur því í höfn og lokatölumar urðu 83-62. Erfitt er að dæma Haukaliðið út frá þessum leik, það verður að koma í ljós hve sterkt það er gegn öflugri mótheijum. Pálmar Sigurðsson var besti maður liðsins að vanda og stigahæstur með 28 stig. Framliðið mætti einfaldlega ofjörl- um sínum í þessum leik og víst er að liðið mun berjast fyrir að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Þorvald- ur Geirsson var yfirburðamaður í liðinu og skoraði 37 stig í leiknum. RR- til Noregs - TVö töp Vals gegn Urædd I •lan Rush. iRush iefstur . Welski landsliðsmaðurinn, lan I Rush hjá Liverpool, er nú ■ markahæstur í ensku knatt- I spymunni. Rush hefúr skorað 14 ■ mörk en í öðra sæti em þrír leik- ■ menn sem allir hafa skorað 10 I mörk. Það era þeir Clive Allen, * Tottenham, Neil Webb, Nott. I Forest, og Colin Clarke, Sout- ■ hampton. í 2. deild er Ron I Futcher, Oldham, markahæstur ■ með 10 mörk en næstur honum I kemur Trevor Senior sem leikur I með Reading en hann hefúr ’ skorað 8 mörk. -SK Valsmenn eru úr leik í Evrópu- keppni félagsliða í handknattleiknum, IHF-keppninni. Þeir töpuðu báðum leikjum sínum við norska liðið Urædd. Fyrri leiknum á föstudagskvöld með 16-14 og þeim síðari á laugardag, 25-20. Samanlagt því 41-34. Báðir leik- imir voru í Noregi en vissulega hefðu Valsmenn haft góða möguleika ef síð- ari leikurinn hefði verið í Laugardals- höll eftir lítið tap í fyrri leiknum. Það hafa því verið mistök að leika báða leikina erlendis. í fyrri leiknum höfðu Vakmenn und- irtökin framan af. Skoruðu þrjú fyrstu mörkin og staðan í hálfleik 8-5 fyrir Val. Valur hafði yfir 13-11 en norsku leikmönnunum tókst að jafna í 14-14. Skoraðu svo tvö síðustu mörk leiks- ins. Mörk Vals skoruðu Júlíus Jónas- son 5/1, Pálmi Jónsson 3, Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson 2 hvor, Stefan Halldórsson og Jakob Sigurðsson eitt hvor. I síðari leiknum var staðan lengi vel jöfti en þegar leið á síðari hálfleikinn náði norska liðið góðri forustu. Komst mest sjö mörkum yfir og vann síðan með fimm marka mun. Mörk Vals skoruðu Júlíus 10, Jakob 3, Geir og Theódór Guðfinnsson 2 hvor, Valdi- mar, Gísh Óskarsson og Þórður Sigurðsson eitt hver. -hsím •Hörð barátta í leik Vals og Kefiavikur í Seljaskóla I gærkvöldi. Valsmenn sigruðu í leiknum þrátt fyrir að þeir skor- uðu einungis 61 stig. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.