Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. 43 Fer Ron á bak íslenskum hesti? Sviðsljós íslensku hestamir eru þægilega kubbslegir í vexti og því þyrfti forsetinn með kúrekabakgrunninn ekki nema meðalstóra islenska þúfu i stað ameriska grjótsins. Hvað gera toppamir tveir hérlendis þegar tími gefst til að pústa í hléum milli samningaviðrasðna? Stór spum- ing sem erfitt reynist að fá svar við þessa dagana. Fer til dæmis bandaríski forsetinn á bak íslenskum hesti? Málið heyrir greinilega undir hin ýmsu hesta- maimafélög - svo sem Fák á Reykja- víkursvæðinu - og betra að bretta upp ermamar sem allra fyrst. Ljós- mynd af Ronald Reagan sitjandi Sörla son Toppu eða Löngumýrar- Skjónu væri víst nokkurra fiska virði síðar. Og hvað hefur Görbatsjeff fyrir stafiii á meðan? Það er ekki auðvelt að giska á fyrirfram - horfir kannski á Ron og reynir að nema reiðlistina af þeim þaulvana kúreka. Eitt er víst - Gorbatsjefif fer ósennilega á barinn á Hótel Sögu meðan bandaríski for- setinn sinnir hrossunum því sovéski leiðtoginn hefur unnið ötullega að þvf að draga úr drykkjuskap landa sinna. íslenska sauðkindin verður von- andi í sviðsljósinu, bæði á borðum gesta og eins í töskum þeirra í fata- formi þegar landið verður yfirgefið. Ekki væri úr vegi að kynna Reagan og Gorbatsjeff fyrir svo sem eins og einu eintaki ættbálksins - Búnaðar- félagið gæti vahð fulltrúann sam- kvæmt afrekaskrám síðustu ára. Af nógu er að taka og þess að vænta að hinir ýmsu aðilar sem málið varð- ar hafi þegar hafið undirbúnings- framkvæmdir af krafti. \ óneil þennan myndargrip frá lowa. En verður ekkl dýravlnurlnn Ronald örugglega kynnlur fyrir íslensku sauðkindinni? Holl hreyfing og útivera eru forsetans ær og kýr. Ekki þýðir samt að láta sig dreyma um trjágreinapril - ala apafóstri - á íslandi og alveg harð- bannað að fara með sög á greinamar góðu við Laufásveginn. Héma yröi hann aldrei látinn jáma fararskjótann sjáHur -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.