Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. 15 Þegar frelsið er eyðilagt Vorið 1984 háðu neytendur í Reykjavík harða baráttu gegn úreltu sölukerfi á kartöflum. Tildrög þess máls voru að um langt skeið hafði það verið árlegur viðburður að óæt- ar kartöflur væru á boðstólum einhvem hluta ársins, tólfunum kastaði hins vegar þegar Grænmet- isverslun landbúnaðarins reyndi að selja fólki óætar finnskar kartöflur. Neytendasamtökin reyndu í fyrstu að fá Grænmetisverslunina til að hætta sölu þeirra, en þegar ekki var orðið við því, gengust samtökin fyrir undirskriftasöfiiun til að mótmæla sölukerfinu. Sú undirskriftasöfium stóð í 3 daga og rúmlega 20.000 Reykvíkingar skrifuðu undir. Jafn- framt fóm samtokin fram á að fólk keypti ekki kartöflur og bmgðust neytendur við þeirri áskorun. , Hvað gerðist? Neytendur höfðu fullan sigur í baráttunni gegn Grænmetisverslun- inni. Hætt var að selja finnsku kartöflumar, Grænmetisverslun landbúnaðarins var lögð niður og framboð, sölumeðferð og gæði kart- aflna urðu með öðrum og betri hætti en tíðkast hafði um langt skeið. En bjöminn var ekki unninn, eitt var eftir og það var að ná fram eðlilegri samkeppni söluaðila og framleið- enda til þess að hún gæti skilað neytendum lægra vömverði. Þetta virtist ætla að ganga eftir. Þeir menn sem telja það aðalatriði að halda uppi verði til framleiðenda vom hins vegai’ ekki af baki dottnir. Undir forustu landbúnaðarráðherra var málum svo komið fyrir að tvö sölu- fyrirtæki framleiðenda urðu mark- aðsráðandi fyrirtæki undir vemdgrvæng ráðuneytisins. Sam- keppnin varð því æ takmarkaðri eftir þyí sem á leið. En þetta dugði ekki, þess vegna þurfti að beita sér- stökum stjómvaldsaðgerðum til að KjáHarinn Jón Magnússon varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins þvinga upp verðið. Jón Helgason landbúnaðarráðherra fann ráð til þess. Hann fékk samþykkt á Alþingi að lagt skyldi á jöfnunargjald á inn- fluttar kartöflur og vörur unnar úr þeim. Jöfnunargjald lagt á Um það leyti sem íslenskar kart- öflur vom uppétnar í vor lagði Jón Helgason jöfriunargjald á kartöflur. Þetta jöfriunargjald hækkaði verð á kartöflum svo mjög að það leiddi til hækkunar á framfærsluvísitölunni umfram viðmiðunarmark kjara- samninga. Afleiðingin af þessum gerðum ráðherrans leiðir til þess að um 200 milljónir skipta um hendur miðað við heilt ár. Launakostnaður atvinnurekenda hækkar sem því nemur, en það kemur launþegum ekki til góða því að þeir greiða það til baka í hækkuðu vömverði. Önn- ur afleiðing þessara gerða ráðher- rans er að koma fram þessa dagana. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Verðlagsstofriun, dags. 26. september sl., kemur fram að tvö fyrirtæki, sem stunda sölu á kartöflum, hafa hækk- að álagningu sína verulega. Þessi tvö fyrirtæki em í raun markaðsráð- andi og í eigu framleiðenda é kartöflum. Það má því halda fram með fullum rökum að Jón Helgason hafi komið í veg fyrir að frelsi í við- skiptum með þessa vöm hafi skilað sér í lægra vömverði til neytenda. Hver urðu viðbrögð Alþingis Til þess að fá jöfhunargjaldið sam- þykkt á Alþingi lýsti landbúnaða- ráðherra því yfir að það mundi ekki hækka verð til neytenda. Þá lýsti forsætisráðherra því yfir af sama til- efhi að jöfnunargjaldið yrði ekki lagt á nema um væri að ræða að erlend- ir söluaðilar niðurgreiddu kartöflur sem fluttar væm inn til sölu hér. Þessar yfirlýsingar ráðherranna hafa reynst marklausar. Jöfhunar- gjaldið var lagt á án þess að um niðurgreiðslur erlendis væri að ræða og jöfnunargjaldið hækkaði verð til nejhenda eins og sýnt er hér að fram- an. Spumingin er því hver verði viðhrögð alþingismanna. Þeir vom fengnir til að samþykkja umrætt jöfriunargjald á gmndvelli fyrirheita tveggja ráðherra sem síðan reynast að engu hafandi. Viðbrögðin geta ekki orðið önnur en þau að alþingis- menn felli úr gildi heimild land- búnaðarráðherra til álagningar jöfnunargjalds. Geri þeir það ekki er varla hægt að halda því fram að þeir beri mikla virðingu fyrir störf- um sínum. Frelsið eyðilagt Margir gætu ályktað sem svo að fyrst þróun mála hefur orðið svo sem hér er lýst hafi barátta Neytenda- samtakanna fyrir frelsi í sölu kart- aflna ekki verið réttmæt. Slík ályktun er röng. Það er sjálfsögð, eðlileg og nauðsynleg krafa neyt- enda að sala, framboð og verðlagn- ing á biýnustu neysluvörum sé frjáls og samkeppnin komi neytendum til góða. Það er líka krafa neytenda að komi til þess að markaðsstarfsemin sé trufluð með samkeppnishömlum, eins og nú á sér stað hvað kartöflur varðar, verði gripið til þeirra vama- raðgerða sem lög heimila til að halda niðri verði með aðgerðum verðlags- yfirvalda. Slíka kröfu hafa Neyten- dasamtökin sett fram. Sú krafa er afleiðing af því að Jón Helgason og fylgisveinar hans hafa truflað svo markaðsstarfeemina. Menn mega ekki gefa eftir Þegar frumvarpið um jöfiiunar- gjaldið kom til umræðu á Alþingi í vor datt mér ekki annað í hug en að sjálfetæðismenn mundu greiða ■ atkvæði gegn því. Hér var um svo mikið grundvallaratriði að rasða að jafhvel þó að málið væri ekki stórt þá mátti vera Ijóst að samþykkt frumvarpsins gat haft slæmar afleið- ingar og virkað gegn hugmyndum Sjálfetæðisflokksins um frelsi og jafhrseði á markaðnum. Stjóm full- trúaráðs Sjálfetæðisfélaganna í Reykjavík beindi og þeirri áskorun til þingmanna sinna að fella frum- varpið. Þessum vamaðarorðum var ekki sinnt og hætta er á að ýmsir pólitískir andstæðingar reyni að notfæra sér afleiðingamar og telji fólki trú um að frelsi í viðskiptum sé varhugavert. Þeir sem kjömir em til trúnaðarstarfa fyrir stjómmála- flokk mega aldrei taka sér frí frá grundvallarsjónarmiðum flokksins. Slíkt er hættulegt eins og framan- greind dæmi sanna. Fyrir nokkrum árum vom sett lög um framleiðslu og sölu á búvörum. Sú löggjöf er hreinræktuð framleiðendalöggjöf. Ekki var tekið tillit til sjónarmiða neytenda. Verðlagningarákvæði laganna er með þeim hætti að á eng- an hátt er tekið mið af réttindum neytenda um sem lægst vömverð. Þegar nú stjómvöld beita sér fyrir aðgerðum sem hækka vömverð til neytenda og halda uppi ákveðinni framleiðslu á kostnað þeirra er nauðsyn harkalegra viðbragða. Vömverð á brýnustu nauðsynjum þarf að lækka. Dugmiklum framleið- endum þarf að veita eðlilegt svigr- úm. Fylgja verður ákvæðum laga um neytendavemd til að koma í veg fyrir samkeppnishömlur sem leiða af sér hærra vömverð og lélegri þjónustu. Aukin miðstýring og kvótakerfi er tímaskekkja sem rýrir hag heimilanna. Jón Magnússon. „Fylgja verður ákvæðum laga um neyt- endavemd til að koma í veg fyrir sam- keppnishömlur sem leiða af sér hærra vömverð og lélegri þjónustu. Aukin mið- stýring og kvótakerfi er tímaskekkja sem rýrir hag heimilanna." Morgunblaðslygi um samfélagsfiæði Síst af öllu er það fréttnæmt þegar Morgunblaðið lýgur, jafnvel ekki að blaðið skuli endurtaka sömu lygina ár eftir ár, viku eftir viku eða jaih- vel dag eftir dag. \ Fyrir um þremur árum hófst á síð- um þess svokallað „sögukennslu- skammdegi" þar sem því var haldið fram að samfélagsfræðikennsla í grunnskólum væri að útrýma sögu- kennslu og sögukunnáttu. Var hafin galdraherferð gegn því fólki sem staðið hafði að viðamikilli og van- daðri námsefnisgerð í samfélags- fræði á vegum menntamálaráðu- neytisins og reynt að gera það tortryggilegt. Á síðum Morgun- blaðsins er enn þá dimmt. Léleg landafræðiþekking í Bandaríkjunum? Nýlega birti Morgunblaðið í Stak- steinun frétt frá Bandaríkjunum um að landafrseðiþekkingu ungs fólks færi hrakandi og vitnaði til könnun- ar þar að lútandi. Ekki þekki ég þá könnun að öðru leyti og veit þvi ekki hversu vönduð hún er. En ályktanir Morgunblaðsins eru frá- leitar og alls ekki byggðar á rann- sóknum. Þvi er haldið fram að nýjar kennsluaðferðir, sem kenna má við uppgötvun og samfélagsfræði, eigi sök á vankunnáttunni. Við þessa röksemdafærslu er margt að athuga. í fyrsta lagi veit enginn hvemig landafræði- og sögu- þekkingu var háttað hjá þorra fólks KjáHariim Ingólfur Á. Jóhannesson, sagnfræðingur fyrir fáum áratugum, hvorki á ís- landi né í Bandaríkjunum. Og þær nýju kennsluaðferðir, sem Morgun- blaðið telur valda öllum skaða, eru enn þá lítið notaðar. Ef vanþekking ungmenna er til skaða þá er þar fremur um að kenna gamaldags yfir- heyrslu- og ítroðsluaðferðum sem að mestu leyti ráða ferðinni. Það er eins og „sérfræðingar" Moggans um skólamál fylgist alls ekki með því hvað er að gerast í skólum. Ástandið hér á landi Morgunblaðið dregur svo til vitnis um að ástandið hér á landi sé jafri- bölvað og fyrir vestan heimspeking- inn Kristján Kristjánsson sem skrifaði athyglisverðar greinar í Lesbók blaðsins 13. og 20. september sl. Kristján sagði m.a.: „En ég minni á að það var mjög jafhsnemma á íslandi að hinar nýju kennsluað- ferðir tóku að ryðja sér til rúms og kunnáttu bama og unglinga í eiri- földustu staðreyndaatriðum hrak- aði.“ Þama er á lúmskan hátt reynt að fá lesandann til að sjá orsakasam- band á milli þess að nýjar kennslu- aðferðir vom kynntar og þeirrar vanþekkingar sem Mogginn og Kristján þykjast sjá. Óhætt er að fullyrða að uppgötvunamám og samfélagsfræði hafa hvorki náð að marka djúp spor í íslenska skóla- kerfinu til góðs né ills. Til sönnunar á lélegri landafræði- kunnáttu íslenskra ungmenna vitna Kristján og Morgunblaðið í lauslega könnun á staðháttaþekkingu sem gerð var í einni bekkjardeild í 1. bekk í menntaskóla (þ.e. meðal 25 unglinga). Þar að auki skrökvar Kristján því að einhverjir ungling- anna hafi sagst vita meira um ættflokkaskipan í Tansaníu því að ekkert slíkt kom fram í þessari könn- un. Aukin reynsla unglinga Það getur hent okkur kennara að gera grín að einhverju sem busamir vita ekki og sumir framhaldsskóla- kennarar trúa því að grunnskólamir standi ekki í stykkinu. Okkur þykir hins vegar ekki jafhfyndð þegar nemendumir kunna ekki það sem við höfum verið að reyna að kenna þeim eða þegar þeir í Háskólanum fárast yfir sífellt lélegri nemendum úr framhaldsskólunum. íslenskt þjóðfélag hefur breyst hratt á undanfömum aldaiflórðungi, miklu hraðar heldur en skólastarfi hefur tekist að drattast á eftir. Samt vita unglingamir miklu meira en áður. Flestir þeirra hafa t.d. ferðast meira til útlanda þangað sem fáir höfðu komið fyrir 25 árum. Og það er með öllu ósannað mál hvort færri vita nú en þá hvar Breiðdalsvík og Laugarás em á landinu. Samfélagsfræðiefrii um Tansaníu er víða kennt á þriðja námsári í bamaskólum. Ef nemendur Krist- jáns em í rauninni vel að sér um ættflokkaskipan þar sýnir það þó að aðferðir samfélagsfræðinnar skila árangri. Hefðbundin landafræði er yfirleitt kennd á fjórða námsári og þar fyrir ofan í grunnskólunum. Hvaða árangri telja Kristján Kristj- ánsson og Morgunblaðið að hún skili? Ingólfur Á. Jóhaimesson. „Síst af öllu er það fréttnæmt þegar Morg- unblaðið lýgur, jafnvel ekki að blaðið skuli endurtaka sömu lygina ár eftir ár, viku eftir viku eða jafnvel dag eftir dag.u ■ „Okkur þykir hins vegar ekki jafnfyndið þegar nemendumir kunna ekki það sem við höfum verið að reyna að kenna þeim eða þegar þeir í Háskólanum fárast yfir sifellt lélegri nemendum úr framhaldsskólunum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.