Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Fréttir
í herbergi ABC i kjallara LofUeiöa var allt á fullu þegar DV leit þar inn í gær en mögulegt er að stöðin fái aöstöðu i
flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. DV-mynd KAE
ABC í flugskýli?
Sá möguleiki er fyrir hendi að
bandaríska sjónvarpsstöðin ABC fái
afoot af flugskýli við Reykjavíkurflug-
völl undir aðstöðu sína. I gær, þegar
DV leit inn í kjallara Loftleiða, var
allt á fullu í herbergi stöðvarinnar en
alls koma um 70 manns hingað til
lands á þeirra vegum vegna leiðtoga-
fondarins. Meðal þeirra er hinn þekkti
sjónvarpsmaður Peter Jennings sem
kemur hingað til lands á miðvikudag.
í kjallara Loftleiða hafa NBC og
CBS einnig aðstöðu hvor í sínu her-
berginu og hefur NBC leigt Hótel Örk
undir gistingu fyrir 75 manns sem
koma hingað vegna leiðtogafundarins.
Meðal þeirra er Tom Brokaw frétta-
maður. NBC mun flytja aðstöðu sína
í Melaskóla eins fljótt og hægt er.
CBS gegnir hlutverki nokkurs konar
miðstöðvar fyrir þessar þrjár stöðvar
á meðan á leiðtogafundinum stendur
og ef svo fer að takmörk verða sett á
fjölda fréttamanna þá sér CBS um að
taka upp efni og ber ábyrgð á því að
koma því til hinna stöðvanna.
SJ
ÁIVR vill pant-
anir tímanlega
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
fór þess á leit við Samband veitinga-
og gistihúsa að meðlimir þess pönt-
uðu tímanlega áfengi sem þeir vildu
fa nú á næstunni. Guðrún Axels-
dóttir, starfsmaður sambandsins,
sagði að stærstu staðimir hefðu ver-
ið látnir vita um þessa ósk ÁTVR.
í Reykjavík em um 50 veitinga-
staðir innan sambandsins allt frá
skyndibitastöðum upp í stærri og
finni staði. Nokkuð erfitt er að áætla
hversu mörgum veitingastaðir borg-
arinnar geta annað á sama tíma, en
búast má við að mikill fjöldi erlendu
gestanna, sem koma hingað, muni
notfæra sér þjónustu hinna ýmsu
veitingastaða. -SJ
Gistivandamálið:
Leysa skólamir að
Laugarvatni vandann?
Skólastjórar Menntaskólans að
Laugarvatni og Iþróttakennaraskóla
íslands fengu tilkynningu um það á
föstudaginn að menntamálaráðherra
hefði gefið samþykki fyrir því að
heimavistir skólarma yrðu nýttar fyrir
gistiaðstöðu fyrir erlenda gesti vegna
leiðtogafúndarins. fþróttakennara-
skólirm nýtir nú hluta af húsnæði
Húsmæðraskólans, en hluti þess hús-
næðis er samt ónýttur.
Kristinn Kristmundsson, skólastjóri
ML, taldi frekar ólíklegt að það kæmi
til þess að nemendur þyrftu að rýma
vistina en sagðist samt gera ráð fyrir
þeim möguleika. Ámi Guðmundsson,
skólastjóri íþróttakennaraskólans,
sagði að ef til þess kæmi að heimavist
skólans yrði notuð þá mundu nemend-
umir flytja sig milli húsa og reynt
yrði að komast hjá því að leggja niður
kennslu vegna þessa.
Islenskar konur
vilja árangursríkan
leiðtogafund
Fimmtán manna hópur íslenskra
kvenna reynir nú að fá fleiri í hópinn
til að skrifa undir yfirlýsingu þar sem
skorað er á Reagan og Gorbatsjov að
semja um stöðvun vígbúnaðarkapp-
hlaupsins og um afvopnun á væntan-
legum fúndi þeirra. Verður yfirlýsing-
in afhent leiðtogunum.
Konur um allan heim hafa bundist
óformlegum samtökum um að safoa
undirskriftum undir þessa yfirlýsingu
fyrir leiðtogafúndinn sem væntanlega
verður haldinn í Washington síðar á
þessu ári. Vom samtökin mynduð af
konum víða að úr heiminum fyrir
leiðtgafundinn í Genf á síðasta ári.
Þessi samtök kvenna hafa fengið hei-
tið „Women for a meaningful summit"
eða konur sem vilja árangursríkan
leiðtogafund. Meðal forystukvenna
eru Coretta King, ekkja Martins Lut-
her King, og leikkonan Joanne
Woodward.
íslenskar konur ætla að safaa sínum
undirskriftum nú í vikunni og verður
þeim komið til leiðtoganna á undir-
búningsfundi þeirra um næstu helgi.
-KÞ
íslensku konumar sem standa fyrir undlrskriftasöfnuninni.
Friðariireyfingar
ráðgera friðarfund
Á fúndum samstarfsnefadar friðar-
hreyfinga um helgina var rædd sú
hugmynd að efaa til friðarfundar á
Lækjartorgi laugardaginn 11. október
þegar þeir Reagan og Gorbastsjov
ræða saman í Reykjavík.
„Sá misskifoingur hefur komið upp
að friðarhreyfingar ætli að halda mót-
mælafund vegna komu leiðtoganna.
Það sem um er að ræða er í raun
stuðningsfúndur þar sem við viljum
bjóða þá velkomna og lýsa þeim vilja
okkar að árangur verði af viðræðum
þeirra,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir,
einn fulltrúanna í samstarfsnefadinni.
Hún sagði að nefadin vildi vinna
þetta mál í samstarfi við yfirvöld og
fá leyfi þeirra fyrir fundinum, hún átti
ekki von á öðru en að slíkt leyfi feng-
ist. -SJ
Fréttin um fund Reagans og Gor-
batsjovs í Reykjavík hefúr sett allt
á annan endann. Nú er uppi fótur
og fit hjá hótelhöldurum, fjölmiðla-
mönnum, leigubflstjórum, lögreglu,
verslunareigendum og nánast öllum
sem nöfaum tjáir að nefaa. Gullæði
hefúr gripið um sig og um tíma leit
út fyrir að setningu alþingis yrði
frestað til að þingmenn og þjóðin
gæti einbeitt sér að stórveldaleið-
togunum. Við það var hætt en
skólahaldi í vesturbænum frestað í
staðinn.
Einn er sá maður sem hefur tekið
afgerandi forystu í undirbúningi
þjóðarinnar fyrir komu leiðtoganna.
Sá er Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra. Steingrímur hefur
lagt niður störf sem ráðherra og tek-
ið að sér að stjóma túristatraffi-
kinni. Hann er búinn að setja upp
óopinbera ferðaskrifstofú í stjómar-
ráði og gefúr nú út tilskipanir í allar
áttir. Steingrímur hefur tekið hótelin
leigunámi, hann hefur hvatt íslend-
inga til að borða heima hjá sér um
næstu helgi og bannar ferðamönnum
að koma til landsins, nema þeir hafi
öruggt hótelpláss. Steingrímur gerir
meira. Hann leggur til að þjóðin leigi
íbúðir sínar til gestanna úr austri
og vestri og biður fólk um að halda
sig innan dyra til að ekki skapist
umferðaröngþveiti. Ef fólk neyðist
til að leggja leið sína milli húsa eða
bæjarhluta er þess óskað að það fari
fótgangandi til að leigubflar verði
aflögu fyrir gestina.
Þetta mun í fyrsta skipti í sög-
unni, sem forsætisráðherra tekur að
sér að stjóma túristastreyminu, og
verður að segja það eins og er, að
Steingrími ferst það vel úr hendi.
Hann virðist eiga vel heima í túrista-
bransanum og spuming er hvort
hann eigi ekki í framhaldi af þessari
mikilvægu þolraun að setja upp
ferðaskrifstofu sem hann veitir for-
stöðu. Spumfagin er jafavel sú,
hvort ríkisstjómin sem slík geti ekki
í framtíðinni lagt niður þessi venju-
bundnu stjómsýslustörf, sem hún er
hvort sem er í vandræðum með, og
sett á fót ferðaskrifstofú í nafiii þjóð-
arinnar. Fullvíst má telja, að margir
munu hafa áhuga á að fylgja í kjöl-
far leiðtoganna og efaa hér til fúnda
og ráðstefna og eiga forsætisráð-
herrann innan handar til að taka
hótelfa leigunámi og panta fyrir sig
leigubíla þegar því er að skipta.
Þá má ekki heldur gleyma því að
Steingrímur hefur verið víðförull í
sinni ráðherratíð og hefúr sambönd
allt frá Grænhöfðaeyjum til Kfaa og
svo hefur hann aðgang að Páli frá
Höllustöðum, sem lagðist í ferðalög
í fyrra og er afar vel kynntur á Norð-
urlöndum. Páll býr þar að auki yfir
tungumálakunnáttu á við hvaða
framsóknarmann sem er.
Ólafur Ragnar Grímsson, sem er
sérfræðingur íslensku þjóðarinnar í
alþjóðamálum og hefur fengið frið-
arverðlaun fyrir að ferðast um
heiminn, hefur sagt í blaðaviðtali að
heimsókn þeirra Reagans og Gor-
batsjovs sé á við ársþorskafla. Hér á
Ólafar auðvitað ekki við að þeir leið-
togamir séu þorskar, heldur hitt, að
þjóðartekjumar verði það miklar að
þær munu jafaast á við útflutnings-
tekjumar af hinum þorskunum.
Þessi fúllyrðing Ólafs verður ekki
véfengd, sem undirstrikar aftur á
gnm og ríkisstjomina að opna
ferðaskrifstofu og einbeita sér að
túristunum í staðinn fyrir kjósend-
unum, sem koma og fara án þess að
borga neitt fyrir það. Það verður
meira að segja að borga með þeim
flestum eins og pólitíkusar hafa
mátt þola.
Nei, þá er betra að reiða sig á túr-
istana, ekki síst þegar vanir menn
eins og Stefagrímur geta veitt ferða-
skrifstofunni forstöðu og fyrir-
greiðslu og útvega íbúðir og
gistiiými í heimahúsum og hafa að-
gang hótelum allt frá Stykkishólmi
til Hafaar í Homafirði ef menn vilja
halda helgarfund í Reykjavík.
Fyrstu túristamir hjá Denna verða
þeir Reagan og Gorbatsjov ásamt
fylgdarliði. Ef þeir strákamir verða
almennilegir og skilja hvað forsætis-
ráðherra er annt um að þeim líði
vel, meðan þeir dvelja í landfau, er
alls ekki útilokað þeir leyfi honum
að vera með á mynd með sér, sem
yrði auðvitað rosalega fín auglýsfag
fyrir bæði Steingrím, landið og
væntanlega ferðaskrifstofu.
Það er jú auglýsfagin sem skiptir
máli í þessum bransa.
Dagfari
í dag rnælir Dagfari
Steingrímur í túristabransann
móti skynsemina í því fyrir Stein-