Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. íþróttir •Andreas Thiel, markvörður vestur-þýska landsliösins og Gummersbach, sem Kristján Arason leikur meö, átti enn einn stórleikinn um helgina er Gummers- bach vann stóran sigur á Hofweier, 18-27. Thiel, sem hér er lengst til hægri, átti frábæran leik sem lagöi grunninn aö stórsigri Gummersbach. Stórieíkur hjá Thiel - Essen er enn ósigrað - AHreð góður og Krisiján Arason að koma til hjá Gummersbach Atli Ifflmaiæcn, DV, Þýskalandi: „Þetta var mjög sanngjam sigur. Það er gott að vinna Kiel á þeirra heimavelli og líklega er þetta erfiðasti útileikur okkar í deildinni í vetur,“ sagði Alfreð Gíslason, handknattleiks- maður hjá Essen, í samtali við DV í gærkvöldi. Svo virðist sem Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, verði ekki auðsigr- að í vestur-þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið er nú efct í deild- inni með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Um helgina héldu leikmenn Essen til Kiel og fóru þaðan með bæði stigin, sigruðu 15-16, í miklum vamar- leik þar sem Stefan Hecker, markvörð- ur Essen, átti snilldarleik. Alíreð átti góðan leik og skoraði 4 mörk. Um 1400 áhorfendur sáu Gummers- bach vinna nokkuð auðveldan sigur gegn Hofweier, 24-18. Kristján Arason byrjaði vel, fiskaði tvö vítaköst og gaf línusendingu sem gaf mark. Sjálfur skoraði hann tvö mörk í leiknum en Neitzel var markahæstur með 9 mörk. Kristján virðist ekki hafa náð sér fylli- lega á strik enn sem komið er en á örugglega eftir að gera góða hluti þeg- ar fram líða stundir. Markvörðurinn heimsfærgi, Thiel, var i banastuði og varði eins og vitleysingur allan leik- inn. Páll í gipsi Langt er síðan tekist hefur að hafa uppi á Páli Ólafssyni en samkvæmt heimildum DV er hann í gipsi sem stendur, meiddur á úlnlið. Hann hefur líklega ekki leikið með Dússeldorf er félagið vann stóran sigur gegn Ha- meln, 18-27. Af 2. deildinni er það að frétta að Bayer Leverkusen lék á útivelli gegn Verden og varð að sætta sig við jafn- tefli en liðið lék illa. Lokatölur 23-23 og Atli Hilmarsson skoraði 5 mörk. Þess má geta að lið Bayer Leverkusen átti ein níu stangarskot í leiknum og er talandi dæmi um óheppnina sem elti liðið í leiknum. Frábært hjá Sigga Sveins Eins og greint er frá á blaðsíðu 21 stóð Sigurður Sveinsson sig fiábær- lega þegar Lemgo gerði jafhtefli, 25-25, gegn Schwabing. Sigurður virðist vera í hörkuformi þessa dagana og greini- legt að hann er allt í öllu hjá Lemgo. -SK. Yfirburðir UMFN gegn KR íslandsmeistarar UMFN hófu titil- vömina á heimavelli á föstudags- kvöldið og vom mótherjamir engir aðrir en nýbakaðir Reykjavíkur- meistarar KR. Ætla mátti því að um harða viðureign yrði að ræða en það fór á annan veg. Heimamenn sigmðu með nokkrum yfírburðum og höfðu leikinn raunar ávallt í hendi sér að undanskildum fyrstu mínútunum. Hægt en ömgglega breikkaði bilið úr 5-5 í 42-33 í leikhléi. Mestur varð munurinn í seinni hálfleik, 89-60. KR-ingar minnkuðu þann mun með því að skora sjö seinustu stigin í leiknum. Lokatölur urðu því 89-67. Val Ingimyndarsyni lætur vel að gegna tveimur hlutverkum í UM- FN-liðinu, vera bæði leikmaður og þjálfari. Undir hans leiðsögn er liðið Reykjanesmeistari og lagði þá að velli bæði ÍBK og Hauka. Það gefur fyrirheit um að erfitt verði að ná meistaratitlinum af Njarvíkingum sem tefla fram lítið eitt breyttu liði frá því i fyrra. Ingimar Jónsson og Ellert Magnússon hafa yfirgefið UMFN en í þeirra stað em komnir ungir og efnilegir piltar, Hafsteinn Hilmarsson og Friðrik Rúnarsson, sem báðir sýndu að mikils má af þeim vænta í framtíðinni. Annars lék UMFN-liðið mjög hraðan og léttan leik og KR-ingar áttu ekkert svar við skyndisóknum þeirra. Sérstaklega vom ísak Tómasson í fyrri hálfleik og Kristinn Einarsson iðnir við að koma knettinum í körfuna í hraða- upphlaupunum. Helgi Rafnsson var aftur á móti sá sem náði oftast knett- inum í fráköstum með jámgreipum sínum ásamt því að skora drjúgum. Þótt Jóhannes Kristbjömsson væri fremur óheppinn með skot var hann með stigahæstu mönnum. Teitur örl- ygsson var skamman tíma inná en krækinn að vanda í knöttinn, sem gaf mörg stig. Ungherjar KR-inga eiga áreiðanlega eftir að sýna betri leik þegar fram í mótið sækir. Þeir em leiknir og snöggir en skortir leik- reynslu. Af gömlu jöxlunum er Garðar Jóhannesson einn eftir. Átti hann góðan leik lengst af en förlað- ist nokkuð þegar á leið, sérstaklega brást hittnin sem var mjög góð hjá honum í fyrri hálfleik. Guðni Guðna- son var hins vegar sá sem skoraði mest fyrir KR-inga enda hittinn og útsjónarsamur piltur. Matthías Ein- arsson og Ólafúr Guðmundsson áttu báðir góðan leik. En þó að KR-ingar hafi misst vestur um haf tvo máttar- stólpa, þá Birgi Mikaelsson og Pál Kolbeinsson, þurfa þeir ekki að ör- vænta. Gunnar Gunnarsson, þjálfari þeirra, er með góðan efnivið í hönd- unum sem hann á vafalítið eftir að móta til hins betra. Verði framhaldið í körfuknatt- leiknum í úrvalsdeildinni í vetur í samræmi við upphafið verða áreið- anlega margir skemmtilegir leikir spilaðir og unnendur íþrótta ættu því ekki að láta sig vanta til að missa ekki af góðum leikjum. Maður leiksins: Valur Ingimundar- son, UMFN. Dómarar: Sigurður Valur Halldórs- son og Kristinn Albertsson, skiluðu verki sínu mjög vel. Áhorfendur: 250. Lið UMFN og stig: Valur Ingimund- arson 21, Kristinn Einarsson 14, Helgi Rafnsson 17, Jóhannes Krist- bjömsson 14, ísak Tómasson 10, Teitur Örlygsson 8, Friðrik Rúnars- son 3, Hreiðar Hreiðarsson 2. Lið KR og stig: Guðni Guðnason 17, Garðar Jóhannsson 13, Ólafur Guð- mundsson 12, Matthías Einarsson 11, Ástþór Ingason 6, Guðmundur Jó- hannsson 4, Þorsteinn Gunnarsson 4. emm Hjartað gaf sig - Meiðsli hjá Bremen Mi HSmaisscn, DV, Þýskalandi: Það var gífúrleg spenna ríkjandi á áhorfendapöllunum á leik Bayer Uerdingen og Hamburger SV á laugardag. Og það voru ekki allir sem þoldu hana. Karlmaður um sextugt hneig niður örendur og var banamein hans hjartaáfall sem án efa hefur skollið á vegna spenn- unnar. Það blæs ekki byrlega hjá Werd- er Bremen í þýsku knattspymunni þessa dagana. Leikmenn liðsins hiynja niður úr öllum mögulegum meiðslum. Um helgina bættust tveir leikmenn á sjúkralistann. f fyrra fallinu var það fyrirliði liðs- ins, Möhlmann, sem meiddist og var í gær skoiinn upp. Hann verð- ur því frá knattspyrnu í langan tíma og leikur varla meira með lið- inu á yfirstandandi tímabili. Síðasta áfalhð var svo meiðsli Neubarths í leiknum gegn Lever- kusen á laugardaginn en síðar kom í ljós að hann er fótbrotinn og þaif ekki að hafa frekari áhyggjur af keppnistímabilinu. -SK I Asgeirí j öðruMsætj i Aði Khnaisam, DV, Þýskalandi: I Ásgeir Sigurvinsson er nú í I öðru sæti yfir hæstu leikmenn í I einkunnagjöf þýska blaðsins * Bild. Það er Wuttke sem leikur ■ meðKaiserslautemsemerefetur I með 2,44 að meðaltali en jafiúr í * öðru til þriðja sæti em Ásgeir I Sigurvinsson og Herbert Waas . hjá Bayer Leverkusen með 2,56. | Þetta er góð frammistaða og ■ vonandi tekst Ásgeiri að lækka | þessa töiu áður en yfir lýkur. ■ Sexeruj jafhir ; Afli Hbnaiaaan, DV, Þýskalandi; Fjórir knattspymumenn em _ nú jafnir í efeta sætinu yfir | markahæstu leikmenn í 1. deild- inni í Vestur-Þýskalandi. Það er því greinilegt að hörkukeppni verður þar í landi um marka- kóngstitilinn. Þessir fjórir leikmenn em: Wuttke sem leikur með Kaisers- | lautem, Herbert Waas hjá Bayer _ Leverkusen, Búhrer sem leikur | með Mannheim og Mill frá Dort- ■ mund. Allir hafa þessir leikmenn I skorað sex mörk í deildinni. I -SK. j Claesen til \ T0u6I1I18I11 j I Standard Liege hefúr ákveðið I að selja belgíska landsliðsmanninn I NicoClaesentilTottenham.Lund- I únafélagið er tilbúið að greiða um * 60 milljónir ísl. króna fyrir þeiwan I fyrrum félaga Ásgeirs Sigurvins- _ sonar hjá Stuttgart. Það eina sem | eftir er að ganga frá í sambandi ■ við kaup Tottenham er hvað Cla-1 esen sjálfur fær í laun. Claesen, sem lék með Belgíu- mönnum í HM-keppninni í I Mexíkó, er nú markahæsti leik- * maðurinn í Belgíu. Hann hefur| skorað fímm mörk. -SOSj I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.