Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Lesendur __ dv
Bifreiðaeftiiirtið er hrollvekja
Spumingin
Telurðu verðkannanir
gagnlegar?
Helga Vilhjálmsdóttir: Já, það finnst
mér og tel þær koma að notum er
ég kaupi inn.
Arnór Gíslason: Ég hef verðkannanir
alltaf til hliðsjónar í innkaupum og
finnst mér þær koma sér mjög vel
fyrir mig.
Óskar V. Eggertsson: Já, því ég fer
dálítið eftir þeim er ég kaupi eitt-
hvað.
Magnús H. Lárusson: Ég tel þær
þjóna sínum tilgangi vel og hef þær
því til hliðsjónar ef með þarf.
Jón Þ. Eggertsson: Eflaust eru þær
gagnlegar, ég að minnsta kosti at-
huga þær alltaf áður en ég fer að
versla.
Jóna G. Stefánsdóttir: Já, það finnst
mér, allavega að sumu eða nokkru
leyti.
Sigurður Jónsson skrifar:
Það eru ekki margir sem þora að
láta í ljós álit sitt á Bifreiðaeftirliti
ríkisins eins og gert hefur verið í
tveimur lesendabréfum DV nýlega.
Sennilega er það vegna þess að
þeir sem þurfa að koma með bifreið-
ar sínar í þetta svokallaða „eftirlit"
árlega geta átt það á hættu að verða
teknir í karphúsið og fá hreinlega
ekki skoðun á bílinn sinn ef þeir eru
búnir að gagnrýna þetta dæmalausa
eftirlit undir fullu nafni.
Enda eru þeir bréfritarar sem
hingað til hafa sent kvartanir sínar
í formi lesendabréfa báðir af lands-
Viðar Sigurðsson sölumaður skrifar:
Mjög ósmekklega hefur verið ráð-
ist að starfsfólki Bifreiðaeftirlits
ríkisins að undanfömu. Þessi skrif
hafa gengið svo fram af mér að tími
er kominn til að stinga niður penna
og leiðrétta þennan óþverraskap sem
byggst hefur á frekju, tilætlunarsemi
og vanþekkingu þessara einstakl-
inga.
Ekki er það einleikið að tveir ein-
staklingar í felum eins og skæruliðar
skuli komast upp með að níða mann-
orð heillar starfsstéttar og starfefólk
stórrar stofnunar án þess að fólk sem
í hlut á beri hönd fyrir höfuð sér.
Það má segja konunni, er skrifaði
í DV um daginn, að það er ekki í
verkahring bifreiðaeftirlitsmanna að
skipta um númeraplötur fyrir fólk
sem er að umskrá bíla sína, þó skal
segja þeim til hróss að þeir gera það
oftar en ekki, þetta hefði dreifbýlis-
konan getað sagt sér sjálf. En
staðreyndin var líklega sú að hún
nennti því ekki eða að helkuldinn
nísti hana en ekki bifreiðaeftirlits-
mennina. Hitt vissi hún líklega ekki
að hver bifreiðaeftirlitsmaður skoð-
ar að jafhaði ekki færri en 40-90
bfla daglega, fyrir utan mælalestur
fyrir íjármálaráðuneytið þrisvar á
ári svo hundruðum skiptir, nýskrán-
ingar í umboðum daglega, nokkur
Helena Jónsdóttir hringdi:
Ég var að skemmta mér á Borginni
um helgina, þann 27.september. Jakk-
inn minn var tekinn þar, er þetta
svartur herrajakki með hvítu fóðri.
Róbert Guðmundsson hringdi:
Ef maður ætlar á bíó í annaðhvort
þessara kvikmyndahúsa þá er ekki
hægt að slappa af og hafa það gott
þvi maður er að ftjósa úr kulda þama
inni. Mér finnst það hálfelappt að
byggðinni og þurfa því væntanlega
ekki að skipta við eftirlitið í framtíð-
inni.
Það er ekki bara það að bifreiða-
skoðunarmenn séu leiðinlegir í
viðmóti heldur eru þeir allflestir
(ekki þó allir) samtaka um að reyna
að finna eins mikið að hverjum bíl
og frekast er unnt. Það er til dæmis
frægt þetta með handbremsuna á
sjálfekiptum bflum. Handbremsu
notar enginn maður í sjálfekiptum
bíl heldur setja þeir bflinn í „park“
þegar bíllinn er skilinn eftir en nota
fótbremsuna ella. Þetta er megin-
reglan hjá öllum bílstjórum. Það
skal hins vegar ekki bregðast að
hundruð í hverri viku, ásamt fjöl-
mörgum öðrum verkum sem verður
að vinna. Ekki sitja þeir í kafifi á
meðan.
Stoftiunin hefúr ekki ráðið sumar-
afleysingafólk að tilmælum ráðu-
neytisins, þeim háu herrum hefur
líklega þótt við hæfi að níðast á
starfeorku þeirra fáu manna sem
ekki voru famir í sumarfrí og þeirra
Vonast ég til að mér verði skilað jakk-
anum sem fyrst. Þeir sem geta veitt
mér einhveijar upplýsingar vinsam-
legast hafi samband við Helenu í síma
623216.
borga fullt verð í bíó og geta ekki
notið myndarinnar vegna kulda. Þeg-
ar ég fer í þessi bíó er ég strax farinn
að hlakka til að myndin fari nú að
verða búin svo að ég geti farið heim
í upphitað hús.
þeir í eftirlitinu byrja á því að rykkja
í handbremsuna á öllum bflum, líka
sjálfskiptum, og ef bremsan er ekki
því liðugri er henni bara kippt úr
liðnum með því að toga í hana af
öllum kröftum. Þar með er bíllinn
kominn með grænan miða en ekki
hvítan og hann þarf á verkstæði
vegna bilaðrar handbremsu.
Fáir þora að gagnrýna bifreiðaeft-
irlitið eins og þörf er á. Fólk hímir
þama tímum saman eftir að hafa
tekið miða og farið í röð. Menn eru
ýmist bljúgir eða kindarlegir á svip-
inn eins og títt er með landann því
fáir vilja komast upp á kant við yfir-
sem voru að koma úr fríi. Hvar sem
vantar starfefólk í aðrar deildir
stofnunarinnar eru teknir menn úr
skoðuninni, ekki minnkar álagið við
það. Hvemig getur þessi ósvifna
dreifbýliskona dæmt um starfelið
heillar stofnunar á stuttum tíma?
Líti hún sér nær.
Síðan talar hún um stúlkumar á
tölvunum. Hún mætti vera hreykin
Mannúðarsinni hringdi:
Ég er mjög hissa yfir grein er
birtist í DV hinn 27. september,
„Lögfræðingur krefet geldingar",
og finnst mér mjög undarlegt af
hæstaréttarlögmanninum Svölu
Thorlacius að birta opinberlega
áfellisorð áður en maðurinn hefúr
verið dæmdur. Mér finnst greinin
hennar Svölu ekki eiga heima í
okkar nútímasamfélagi og ætti lík-
lega betur við fyrir tveimur til
þremur áratugum þessarar aldar.
Tel ég að þetta sé ófyrirgefanleg-
ur glæpur sem Steingrímur Njáls-
son hefur framið en þar sem við
teljum okkur búa í siðmenntuðu
samfélagi með réttarkerfi sem býð-
valdið (hér eftirlitsmennina) og því
verða fáir til að kvarta.
Þegar skipta þarf um númer á bfl-
um við umskráningu er engin aðstoð
veitt fyrir utan að manni er sagt að
sjá um þetta sjálfur og er bent á
gamalt umferðarskilti þar sem á hef-
ur verið hengdur skiptilykill og
skrúfjám og konur jafnt sem karlar
geta svo glímt við að skrúfa númer
af eða á í nepjunni.
Já, það er full þörf endurbóta hjá
þessu eftirliti, bæði hvað varðar að-
búnað og þjónustu. Ætli slíkt þurfi
ekki að fara fyrir Alþingi? Það væri
svo sem eftir öðru.
ef hún hefði annað eins vinnuþrek
og vinnuhraða og þessar stúlkur
hafa.
Af hverju svarar fólk ekki fyrir
sig? Svarið er sáraeinfalt. Yfirstjóm
stofiiunarinnar er búin að hafa þetta
fólk að leiksoppum svo árum skiptir,
starfefólkið þarf að dröslast út með
hjólatjakk úti í snjóskafli í öllum
veðrum heilan vetur - vetur eftir
vetur.
ur ekki upp á líkamsrefeingar sem
viðurlög við afbrotum, þá tel ég
vönun ekki réttlætanlega né rétta
leið til lausnar þessu máli. Við
höggvum ekki hendur af þjófum
né höfúm dauðarefeingar vegna
þess að við höfúm mannúðlegt
réttarkerfi.
Mér firrnst það siðlaust viðhorf
hjá Svölu í greininni þótt hún sé
vafalaust skrifúð í nafni mannúðar
eða samúðar. Tel ég að geðveikan
mann sem þennan eigi að dæma
til lækninga, ef hann vill ekki leita
sjálfúr lækninga á meinum sínum,
og rétta aðferðin til lækninga sé
ekki að gelda manninn.
Svar vegna skrífa um bifveiðaeftiriitið
„Kominn tími tii að leiðrétta óþverraskrif um bifreiðaeftirlitið."
Hver veit um svartan herrajakka 50% sekt ef þinglýsingargjöld af
er tekinn var á Borginni? fasteign em ekki botguð innan
tveggja mánaða fiá kaupum
íbúðarkaupandi hringdi: ingaleysis svo ekki var á það
bætandi að þurfa að greiða tæp-
Ég vil benda fólki á, ef það er lega 4000. kr í viðbót. Það sem mér
að fara út í fasteignakaup, að þing- finnst lélegast við þetta er að ég
lýsa sem fyrst. hafði ekki hugmynd um að ég
Ég keypti mér íbúð í febrúar en þyrfti að greiða þinglýsingargjald-
gat ekki þinglýst henni fyrr en í ið innan þessa frests. Flest fólk,
júli. Þinglýsingargjaldið var upp- sem er að kaupa sér íbúð, veður
haflega á milli 8 og 9 þúsund nú ekki í peningum og frestar að
krónur en þegar ég ætlaði að borga þessi gjöld einmitt þess
greiða það var fjárhæðin kominn vegna, í grandleysi sínu að þetta
í 12.800. kr. Greiðslan hafði hækk- sé í lagi. Ég spyr því, hvemig í
að svona mikið af því að ég hafði ósköpunum stendur á því að fas-
ekki þinglýst íbúðmni innan teignasalinn upplýsir kaupendur
tveggja mánaða frá kaupum. ekki um þetta, bara til öryggis, ef
Trassaði ég nú aðallega að greiða svo vildi til að einhver skyldi ekki
þinglýsingargj aldið vegna pen- vita þetta?_
Það á ekki að afskræma
fólk í lækningarskyni
Því kynda Bíóhöllin og
Regnboginn ekki betur?