Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. 19 DV Veggmynd frá Egyptalandi, 2400 árum f.Kr. tókst á langri ævi að þjálfa listnæmi sitt. Útiískógi Saíhbyggingin er svo listaverk út af fyrir sig. Höfimdur hennar heitir Barry Gasson og hefur hlotið nær ein- róma lof fyrir smekkvísi sína og hugkvæmni. Fyrst skal telja þá ákvörðun hans að koma byggingunni ekki fyrir á miðju bersvæði því, sem henni hafði verið úthlutað í Pollok Park (um 20 mínútna akstur frá miðborginni), heldur uppi við skógarjaðarinn,-þann- ig að stöðugt samspil á sér stað milli skógarins úti fyrir, hinna voldugu lím- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson trésbita og gluggapósta inni í bygging- unni, og svo hstaverkanna. Þetta gerir það að verkum að bygg- ingin gín ekki yfir landslaginu í kring, heldur verður hún sem hluti af því. Að því leyti minnir Burrell-safiiið á Louisiana í Danmörku, nema hvað það teygir ekki arma sína í ýmsar átt- ir eins og hið danska safn, heldur myndar nokkurs konar óreglulegan þríhyming. Fra skógaijaðrinum má svo horfa niður eftir grösugum slakka, þar sem fólk spásserar, hleypur eða borðar bit- ann sinn. Þeim megin er líka rjóminn af hinu steinda gleri safnsins, sem annaðhvort er fellt inn í gluggapóst- ana eða veggina. Síðan er aðdáunarvert hvemig Gas- son hefur tekist að gera öllum list- munum jafh hátt undir höfði, og jafhframt að skapa þannig „flæði“ í byggingunni að gesturinn verður hvergi var við ósamræmi, jafiivel þótt hann gangi rakleiðis úr egypsku deild- inni og inn í herbergi sem geymir grafík eftir Rembrandt og Dúrer. Þessar deildir hggja allar hringinn í kringum kjama byggingarinnar, sem em viðhafharherbergi Burrells sjálfe, eins og hann skildi við þau, og em þau auðvitað uppfull af listaverkum. Hver salur, hvert herbergi, er eins og sniðið fyrir þá fau og vel völdu list> muni sem í þeim em. Hátt er til lofts og vítt til veggja þar sem kínverskir og vestrænir miðaldaskúlptúrar standa, meðan andrúmsloft í grafík- og glermunasal er hljóðlátt og inni- legt, undirstrikað af dempaðri birt- unni. Ný ævintýri fyrir augað Alls staðar verður fom dyraumbún- aðurinn til þess að vekja forvitni gestsins, lokka hann úr einum sal í annan með fyrirheitum um ný ævin- týri fyrir augað. Þau ævintýri felast ekki aðeins í sjálfum hstmununum, heldur einnig í tilbrigðum arkitektsins um rými, massa og efiiivið. Þessi til- brigði em sífellt að koma okkur á óvart, gleðja augað og hugann. Gler mætir stálbitum, sem nema við ljós- bleikan sandstein og gilda límtrésbita. Við það að ganga úr nær myrkvuð- um sal með austurlenskum gólftepp- um, upp á aðra hæð, þar sem skjannabirtan lék um bronsskúlptúr eftir Rodin, og síðan niður í ganginn, þar sem steindir glergluggar skapa sitt eigið andrúm, varð mér hugsað til hugmynda franska heimspekingsins Gastons Bachelards um rýmið sem nokkurs konar ljóð. Gesturinn feer mjög sterklega á til- finninguna að hann sé að skoða einkasafh, persónulegt úrval kjör- gripa, fremur en hstsögulegt safii, þar sem skörp skil em venjulega milh deilda, og hlutum er komið fyrir í tíma- röð. Mér þykir einnig mikið til þess koma hvemig dekrað er við sérhvert lista- verk í Burrell-safninu. Það fær gott pláss, hvort sem er á vegg eða á miðju gólfi, og plexíglerkassamir utan um þrívíða gripi em þeirrar náttúm að þeir endurspegla úr fjarlægð en skemma ekki vitund fyrir náinni skoð- un verkanna. Skynsamleg fjárfesting Þar sem ekki er hægt að sýna nema einn áttimda af listaverkaeign safiis- ins í einu er síðan skipt um listmuni á nokkurra mánáða fresti sem þýðir að gesturinn veit aldrei hveiju hann má eiga von á. Mest fer fyrir ofanbirtu f safriinu en henni er svo stjómað með ósköp ein- fóldum rúllugardínum, þannig að hægt er að stíla upp á rökkur og skæra birtu í sama salnum. En allt kostar þetta auðvitað sitt. Hinir 14400 fermetrar safiisins kostuðu 16,5 milljón sterlingspund, eða 990 Edgar Degas - Ballettæfing, olíumálverk. Merming Burrell-safnið, séð úr suðaustri. mihjónir íslenskra króna. Þetta er að vísu ævintýraleg upphæð en þess ber að gæta að Burrell sjálfur gaf hálfa miUjón punda tál safhbyggingar fyrir 1950 en þeirri upphæð tókst Glasgow borg að sólunda. Því má segja að Burrell gamh hafi átt mikinn hluta þessara 16,5 miUjóna inni hjá borginni. Auk þess er Burrell-safhið nú orðið svo eftirsótt af ferðamönnum að menn em í fullri alvöm famir að tala um það sem skynsamlega fjárfestingu. AUt um það er hægt að mæla með heimsókn í Burrell við alla þá íslend- inga sem verða á rápi í Glasgow á næstu mánuðum. Safiiið er hrein perla, hvemig sem á það er litið. -ai ÓDÝR HALOGEN AUKAUÓS • Fást á bensínstöðvum og varahlutaverslunum um allt land • Verð frá 1.450 kr. (settið) • Halogen perur innifaldar • Auðveld ásetning • Leiðbeiningar á íslensku • Hvít (ökuljós) eða gul (þokuljós) • Passa á alla bíla • Viðurkennd vara Laugavegi 170-172 Simi 69 55 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.