Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Neytendur
Heimilisbókhaldið í ágúst
Matarkostnaðurinn 5200 kr. á mann
Meðaltalskostnaður vegna matar-
kaupa í ágústmánuði var rúmlega 5200
kr. Um er að ræða svolitla hækkun
£rá því í júli, eða 6,44%. Meðaltalsmat-
arkostnaðurinn var 4968 kr. í júlímán-
uði.
Þama er um rúmlega 30% hækkun
að ræða frá því í ágúst í fyrra.
Mikið er hringt og spurt um hvað
eigi að láta fólk, sem dvelur á heimil-
inu, greiða fyrir mat og annan viður-
geming. Við bendum á þessar tölur
okkar í heimilisbókhaldinu. Það er
gert ráð fyrir að þessari upphæð sé
varið til matar- og hreinlætisvöru-
kaupa.
Rétt er að benda á að þegar stórinn-
kaup eru gerð, eins og t.d. magninn-
kaup af kjöti, sem oft eru gerð á
haustin, er rétt að deila upphæðinni
niður á komandi mánuði til þess að
gera sér betur grein fyrir heildamotk-
uninni.
Ekki er nokkur vafi á að magninn-
kaup borga sig þegar til langs tíma
er litið. Að vísu þarf að skipuleggja
máltíðimar fiam í tímann, en það er
einmitt mikill tímaspamaður að því
að gera það. Það er lítið gagn í því
að eiga fullan frysti af gómsætu kjöti
og gleyma svo að taka kjöt úr fiystin-
um.
Þeim tíma sem varið er til skipulagn-
ingar er vel varið, hvort sem um er
að ræða hvað á að hafa í matinn eða
hvemig á að eyða tekjum heimilisins.
Nú hefúr tekist að halda verðbólg-
unni í skefjun. Það þýðir að afborganir
af lánum lækka og okkur verður meira
úr peningunum okkar. Við getum þá
gert haldbetri íjárhagsáætlanir - um-
fiam allt. Við skulum halda áfram að
halda búreikninga.
Eins og við höfum áður bent á er
heppilegast að halda nákvæma bú-
reikninga. Þannig er hægt að gera sér
grein fyrir hvort hægt er að sleppa
einhveijum lið sem vegur e.t.v. oft
þungt í búreikningunum eða breyta
innkaupunum þannig að þau komi
hentugar út. -A.BJ.
Nýju brauðtegundimar eru niður-
sneiddar, 8 sneiðar í poka á 38 kr.
Súrdeigs-
brauð á
markaðinn hér
Tvær nýjar brauðtegundir komu
nýlega á markaðinn firá Samsölunni,
rúgkjamabrauð og sólkjamabrauð.
Þetta em súrdeigsbrauð sem lítið hafa
verið á markaði hérlendis en eiga sér
langa hefð, t.d. í Þýskalandi.
Brauð þessi em mjög trefjaefnarík
og næringarefnarík. Þau innihalda
ekki margar hitaeiningar, ein brauð-
sneið af rúgkjamabrauði inniheldur
58 hitaeiningar.
Þessi nýju brauð em seld í mjög vel
merktum umbúðum, 8 sneiðar í pakka,
og kostar pakkinn 38 kr. -A.BJ.
KJORBOKINA
SEMUR ÞÚ SJÁLFUR
26.3 MILUÓNUM tJTHLUTAÐ í VIÐBÓTAR-
HÖFUNDARLAUN NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN
(/>
■o
o
o
—r'*'*
i
CO
ÁJ
#
I
■M&//
_ rið 1986 ætlar að verða Kjörbókareigendum sérstaklega hagstætt og
greinilegt að þeir eiga skemmtilega og spennandi lesningu í vændum.
Reyndar vissu þeir að
Kjörbókin ber háa vexti.
Þeir vissu líka að innstæð-
an er algjörlega óbundin.
Og þeir vissu að saman-
burður við vísitölutryggða
reikninga er vörn gegn
verðbólgu.
En ætli nokkurn hafi grunað
að ávöxtun Kjörbókar
fyrstu níu mánuði þessa árs
samsvaraði 20,7% árs-
ávöxtun. Það jafngildir
verðtryggðum reikningi
með 6,19% nafnvöxtum.
Svona er Kjörbókin
einmitt: Spennandi bók
sem endar vel.
Við bjóðum nýja sparifjár-
eigendur velkomna í
Kj örbókarklúbbinn.
Landsbanki
íslands
Banki alira landsmanna
KJÖRBÓK
LANDSBANKI ÍSLANnq
Æt ;iU/?
tm 1 H~a
4 í fvy w