Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. Andlát Ásmundur Kr. Ásgeirsson, fyrr- verandi skákmeistari, Háteigsvegi 4, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kristgerður Eyrún Gísladóttir, Meðalholti 21, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt föstu- dagsins 3. október. Gunnar Þórðarson, rennismíða- meistari, Hringbraut 101, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 1. október. Útför Bjöms Magnússonar bifreið- arstjóra, Lækjargötu 11, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 7. október kl. 14. Sturla Jóhannesson, Sturlu- Reykjum, lést þann 2. október. Stefán Hannesson, fv. vörubif- reiðastjóri, Hringbraut 37, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, mánudaginn 6. október, kl. 13.30. Útför Gústafs Á. Ágústssonar end- urskoðanda, Laugavegi 70b, sem andaðist 29. september sl., fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 6. sept- ember, kl. 15. Sigurjón Guðjónsson, Kjartans- götu 10, verður jarðsettur frá Foss- vogskapellu miðvikudaginn 8. október kl. 13.30. Ingibjörg Sara Jónsdóttir, Háteigi 12, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 7. okt- óber kl. 11.30. Kristín Elínborg Björnsdóttir, Akralandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 7. október kl. 13.30. Þórður Þórðarson, Barmahlíð 53, sem lést í Landspítalanum 24. sept- ember sL, var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk. Ingveldur Jóhannsdóttir, áður til heimilis að Þjórsárgötu 1, lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 3. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 10. október kl. 15. Tilkyrmingar Háskólaerindi í tilefni 75 ára pfmælishátíðar Háskóla Islands I dag, mánudag 6. október, heldur Dr. Konrad Zuse verkfræðingur frá V-Þýska- landi erindi sem nefnist Um uppruna tölvunnar. Dr. Konrad Zuse er kunnur uppfinningamaður og smíðaði m.a. hina fyrstu forritastýrðu gagnavinnsluvél í heimi. Hann er viðurkenndur sem einn helsti frumkvöðull tölvubyltingarinnar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17. Öllum er heimil aðgangur. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Hvað veist þú um Félagsmálastofnunina? Félag einstæðra foreldra efnir til fyrsta félagsfundar vetrarins í kvöld, mánudags- kvöld 6. október, og verður rætt um starfsemi Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Fundurinn verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6, og hefst kl. 21, stundvíslega. Erla Þórðardóttir félagsráðgjafi og Að- alsteinn Sigfusson, bamasálfraBðingur kynna starfsemi stofnunarinnar og þá þjónustu og aðstoð sem einstæðir foreldrar og böm þeirra geta leitað þar eftir, þegar vandi steðjar að, eins og komist er að orði í fréttatilkyningu frá FEF. Alkunna er að meðal skjólstæðinga Félagsmálastofnunar er mikill fjöldi einstæðra foreldra, einkum mæðra. Leitað er eftir margs konar fyrir- greiðslu, húsnæðis, framfærslustyrks, ráðgjafar af ýmsu tagi og er þá aðeins drepið á það sem brýnast er flestum skjól- stæðingum stofhunarinnar. Langoftast er um tímabundna aðstoð að ræða og á fund- inum verða fyrirspumir gesta til fram- sögumanna og munu þeir væntanlega skýra, hvaða skilyrði umsækjendur þurfa að uppfylla til að fa fyrirgreiðslu svo og hvaða takmörkunum hún er bundin. Félag einstæðra foreldra hefur um langa hríð haft samskipti af ýmsu tagi við Félags- málastofnunina og hafa þau aukist enn, eftir að FEF kom á laggimar neyðar- og bráðabirgðahúsnæði í Skeljanesi 6 og Öldu'götu 11 og leysir þá einatt vanda ein- stæðra foreldra sem lenda í því að missa t Einlægar þakkir og kveðjur til allra þeirra sem heiðruðu minningu Steindórs Árnasonar skipstjóra og sýndu okkur samúð og vináttu við andlát hans og útför. Guðmunda Jónsdóttir Jón Steindórsson Guðný Ragnarsdóttir Guðmunda Jónsdóttir Bergur Garðarsson Guðný Svava Bergsdóttir Haraldur Jónsson Ásdís Ingólfsdóttir Steindór Haraldsson Til sölu notuð skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - laus skilrúm og margt fleira. I EIISISTAKT TÆKIFÆRI. Opið kl 14-17 í dag Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir Útvarp - Sjónvarp Jón Hjalti Bísson verkamaður: Bíómyndin ágæt dægradvöl Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjónvarpið, nema þó helst um helg- ar. Á laugardagskvöldið horfði ég á fyrinnyndarföðurinn sem er alveg frábær þáttur. Bíómyndin fannst mér vera ógæt dægradvöl en mér finnst vera of lítið af spennumyndum. Músíkmyndbandaverðlaunaafhend- ingin var góður þóttur en hefði mátt vera ó öðrum tíma, og skemmtilegra hefði verið að sjá hann í lit. Sjón- varpsdagskráin á sunnudögum finnst mér yfirleitt lítt áhorfanleg og horfi ég því lítið á hana. Útvarp hlusta ég mikið á í vinn- unni og þá á allar rásir. Á Bylgjuna þegar hún næst. Morgunþáttinn á rás 1 hlusta ég alltaf á og finnst hann góður, sömuleiðis þátturinn Torgið. Rós 2 hlusta ég mest á og finnst tónlistarval þar vera að breyt- ast. Það er meira af gömlum góðum lögum sem heyrast og meiri fjöl- breytni. Bylgjan er stöð sem á fylli- lega rétt á sér. Mér hefur þó ekki auðnast að hlusta ó hana nema um helgar. Það sem ég hef heyrt finnst mér bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Um allar breytingar á dagskrárlið- um ætla ég að láta aðra dæma þar sem ég hef varla orðið var við þær. húsnæði skyndilega og Félagsmálastofn- unin getur ekki sinnt að bragði. Búast má við fjörugum umræðum, segir í tilkynningu FEF. Fundarstjóri verður Vísnasöngur og homablóstur í Norræna húsinu Þriðjudaginn 7. okt. kl. 20.30 verða tón- leikar í Norræna húsinu. Sænska vísna- söngkonan Thérese Juel syngur og sænskir homaleikarar, Lurjámtama, þeyta lúðra sína. Thérese Juel er vísnavinum að góðu kunn en hún hefur komið hingað áður og haldið tónleika, m.a. fór hún í hljómleika- ferð um Norðurland með Bergþóru Ámadóttur sumarið 1985. Á verkefnaskrá Théresu Juel eru m.a. íslensk lög við texta Halldórs Laxness og Steins Steinarr og lög eftir Bergþóru Ámadóttur og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Einnig syngur Thérese Juel vísur eftir Olle Adolphson, Ewert Taube, Bo Bergman, Álf Proysen, Lillebjam Nielsen og eigin vísur og lög. Lurjámtarna er flokkur sex homaleikara, 1,3 tonn af töl vubúnaði til Háskóla Islands Nýlega samdi Háskóli Islands við Radio- búðina um kaup á vemlegu magni af tölvubúnaði. Pöntunin hljóðaði upp á 50 Macintosh Plus einmenningstölvur, 8 Las- Hrafn Jökulsson. Kaffi og meðlæti verður á borðum. Áður en fundarefnið veður tekið fyrir og kynnt vetrarstarf FEF í stórum dráttum. sem stofnaður var 1970 og lék upphaflega einkum og sér í lagi lög frá Östersund- héraðinu í Svíþjóð, en þaðan em hornale- ikaramir upprunnir. I sveitinni em Thomas Sillrén, trompet, Nils H. Nilsson, trompet, Hans Collman, hom, Bengt Sand- berg, básúna, Per Anér, básúna, og Ingvar Hállerstál, túbla. Á verkefhaskránni em verk m.a. eftir Thomas Sillrén, Peterson Berger, Lars Sjösten, H.C. Lumbye, Vagn Holmboe og Egil Hovland. Thérese Juel og Lurjámtama halda tón- leika í Borgamesi, Stykkishólmi og Akranesi á vegum Norræna félagsins og Norræna hússins á Norrænni viku, sem haldin verður á þessum stöðum í næstu viku. Einnig koma þau fram hjá Vísnavin- um mánudaginn 13. október og í ráði er að þau fari til Akureyrar og til Vest- mannaeyja. er Writer Plus tölvuleisiprentara ásamt fjölda viðbótarbúnaðar, svo sem hörðum diskum, aukadrifum o.fl., eða samtals 1,3 tonn af tölvubúnaði. Þessi búnaður eða hluti hans er meðal þess sem verður til sýnis á afinælissýningu Háskólans. BJ-þingmenn segi af sér Afgangurinn af tíu manna lands- nefiid Bandalags jafriaðarmanna, Þorsteinn Hákonarson, Páll Bergsson, Guðlaugur Ellertsson og Sjöfit Hall- dórsdóttir, hefur ályktað að þingmenn Bandalagsins skuli segja af sér og varaþingmenn koma irin í þeirra stað. „Við töluðum okkur saman um það í síma,“ sagði Þorsteinn Hákonarson. Taldi hann þetta vera í samræmi við stjómarskrá og kosningalög. „Við lesum bara stjómarskrána," sagði Guðmundur Einarsson alþingis- maður um þessa ályktun. Sagði hann fjóra úr landsnefhdinni hafa setið flokksþing Alþýðuflokksins og þann fimmta auk þess verið kjörinn í flokks- stjóm. -KMU Jesse Jackson kemur Hinn þekkti leiðtogi blökkumanna í Bandaríkjunum, Jesse Jackson, kem- ur hingað til lands í tengslum við leiðtogafundinn. Líklegt er talið að hann komi á föstudag. Jesse Jackson tók þótt í forkosning- um Demókrataflokksins vegna for- setakosninganna 1984 og stóð sig mjög vel þar. Hann hefur áður hitt Gor- batsjov að máli og fór Jesse m.a. til Moskvu fyrir skömmu til að ræða við hann. Jesse var einnig í Genf í nóv- ember í fyrra þegar Reagan og Gorbatsjov ræddu saman þar. Jesse er kunnur fyrir áhuga sinn á utanríkismálum og hefur tekið að sér milligöngu í nokkrum málum fyrir Bandaríkin. -SJ Rafgirðingar- spennum stolið Aðfaranótt þriðjudagsins 30. sept- ember sl. var stolið fjórum rafgirðing- arspennum af Skeiðum. Tveimur var stolið frá Húsatóftum við Vorsabæjar- veg og öðrum tveimur heima við bæinn Skeiðháholt. Að minnsta kosti tveir af þessum spennum voru af gerð- inni Gallagher E 12. Þeir sem ein- hveijar upplýsingar geta gefið eru beðnir að láta lögregluna á Selfossi vita. 60 línum bætt við í Skyggni í blaðinu á föstudag var það haft eftir Jóhanni Hjálmarssyni að tveim línum hefði verið bætt við í jarðstöð- inni Skyggni. Þar átti hann við tvær sjónvarpsrásir, en alls hefur verið bætt við 60 h'num í stöðinni. -SJ Sjátfstæðisflokkur, Reykjanesi: Prófkjöríð gufaði upp Aðeins níu lögðu fram framboð til prófkjörs Sjálfetæðisflokksins í Reykjaneskjördæmí. Kjósa átti í sjö sæti. „Okkur leist ekki á þetta og tókst til dæmis alls ekki að fá neinn af Suðumesjum. Menn vilja ekki standa í þessu og kosta þvi til sem prófkjörin virðast krefjast núorðið,“ sagði Gísli Ólafeson, for- maður kjördæmisráðs. Stjóm ráðsins ákvað að leggja fyrir kjördæmisráðsþing 16. októb- er að fallið yrði frá prófkjörinu. Þess í stað verði skrifleg skoðana- könnun um sex efetu sæti væntan- legs framboðslista meðal aðal- og varamanna í kjördæmisráðinu, aðal- og varamanna í stjómum fulltrúaráða og sjálfetæðisfélaga og meðmælenda þeirra sem kynntu sig til prófiijörs. Alls yrðu 350-400 með atkvæðisrétt. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.