Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
NÝKOMIÐ
Nýkomið: hjólsög, afréttarar, skrifborð, vélritunarborð,
handlaugar, með eða án blöndunartækja, bakaraofnar
og statíf fyrir styttur og margt fleira.
Söludeild Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1.
ffí LAUSAR STÖÐUR HJÁ
'lr REYKJAVÍKURBORG
Staða forstöðumanns
Manntalsskrifstofu
Staðaforstöðumanns Manntalsskrifstofu Reykjavíkur-
borgar er laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnar Eydal
skrifstofustjóri, Austurstræti 16.
Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavík-
urborgar, PóstlTósstræti 9, 6. hæð, á eyðublöðum sem
bar fást fyrir 1. nóvember nk.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
1. Staða forstöðumanns við feikskólann Lækjaborg
v/Leirulæk.
2. Fóstrur og aðstoðarfólk á hin ýmsu dagvistar-
heimili í
borginni.
3. Sérstaklega vantar nú fóstrur og aðstoðarfólk í
heilar og hálfar stöður á dagheimilin Laufásborg,
Laufásvegi 53-55, Ægisborg, Ægisíðu 104, og
Valhöll, Suðurgötu 39, og leikskólann Kvistaborg
v/Kvistaland.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar-
fóstrur á skrifstofu Dagvistar í símum 27277 og
22360, einnig forstöðumenn viðkomandi heimila.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum sem þar fást.
^gm / r a r a
MY<£s<GIÍI<SP
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa
skemmst í umferðaróhöppum.
Volvo 240 1985
Fiat 127 1985
Toyota Tercel 1984
Fiat Uno 1984
Fiat 127 1984
Lada Lux 1984
Lada Sport 1983
Mazda 626 1982
Lada st. 1982
Lada st. 1978
Lada 1500 1977
Subaru GFT 1978
Toyota Corolla 1978
Honda Civic 1977
Pontiac Grand Prix 1979
M. Benz 300 D 1976
Honda CB 900 bifhjól 1980
Mazda 929 st. 1978
Skoda Amigo 120 1978
Bifreiðarnar verða til sýnis miðvikudaginn 8. okt. í
Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 10-12 og 13-16. Til-
boðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til
bifreiðadeildar Tryggingar h/f, Laugavegi 178,
Reykjavík, sími 621110.
Laugavegi 178, sími 621110.
Menning
Burrell-safnið:
Peria
Glasgowborgar
Hingað til hafa íslendingar ekki far-
ið til Glasgow menningarlegra erinda,
enda hefur þessi nágrannaborg okkar
í áraraðir eftirlátið Edinborg það hlut-
verk að halda uppi merki menningar-
innar meðal Skota. Samt hefur
Glasgow aldrei verið menningarleg
eyðimörk, þar hefur verið öflugt tón-
listarlíf, talsvert um framsækið leik-
hús og myndlistarunnendur hafa haft
aðgang að myndum gamalla meistara,
bæði í Kelvingrove húsi og á Pollok
setrinu í samnefndum lystigarði. Með
góðum vilja hafa ferðalangar síðan
getað haft upp á byggingum og hús-
munum eftir hinn fræga skoska
hönnuð, Charles Rennie Mackintosh,
sem hafði mikil áhrif um gjörvalla
Evrópu um síðustu aldamót.
En óneitanlega hefur Glasgowborg
verið þekkt fyrir annað en menningar-
lega stórviðburði. Þangað til fyrir
þremur árum að Burrell-safhið var
opnað í útjaðri borgarinnar. Þá upp-
götvuðu menn allt í einu að Glasgow
hafði eignast safn og safnbyggingu á
heimsmælikvarða.
í þessu saftii, sem er gjöf frá forríkum
skoskum skipamógúl, Sir William
Burrell, eru rúmlega átta þúsund list>
munir málverk, skúlptúrar, veggteppi,
keramík, steint gler, húsgögn, silfur-
munir og víravirki og ýmislegt fleira.
Þessir munir eru ættaðir úr þremur
heimsálfiim og sparrna næstum alla
listasöguna.
Sir William Burrell.
í geymslum frá 1944
Hvergi á Bretlandseyjum er nú til
betra safii miðaldalistar, nema ef nefna
skyldi Victoria og Albert safiiið í Lon-
don og fá söfh í Evrópu standa Burrell
nú á sporði hvað snertir kínverska
listmuni og austurlensk gólfteppi, auk
þess sem flest meiri háttar söfn mundu
gera sig ánægð með þau 19 aldar mál-
verk sem eru í eigu Burrell-safhsins:
Géricault, Delacroix, Courbet, Daumi-
er, Millet, Boudin, Manet, Sisley,
Cézanne, Degas o.fl. o.fl.
Það er ótrúlegt að megnið af þessu
mikla safni skuli hafa legið í geymslum
í Glasgow allt frá 1944 þegar Burrell
afhenti það borginni. Burrell sjálfur
átti þá talsvert ólifað, lést árið 1958,
% ára gamall, og var safnandi lista-
verkum til hinstu stundar.
Eitt af síðustu afrekum hans var að
kaupa hið mikla safii bandaríska út-
gefandans og auðkýfingsins W.R.
Hearst (Citizen Kane) af dyrapóstum
og dyraumbúnaði frá miðöldum, en
þetta góss hefur nú verið fellt inn í
safiibygginguna, eins og nánar verður
vikið að síðar.
Burrell sjálfur var sérkennilegur
persónuleiki, í senn harðsvíraður busi-
nessmaður og fagurkeri. Hann virtist
hafa meiri ánægju af þvi að eltast við
listmuni og gera góð kaup en af sjálf-
um listmununum. í öllum bréfaskrifh
um hans og skýrslum um listaverka-
kaup lætur hann ekki í ljós beina
hrifningu á listaverkum nema tvisvar
sinnum.
Hins vegar leitaði hann alltaf til
færustu sérfræðinga á hverju sviði og
Burrell-safnið að innan, horfl yfir austurlenska list og skóginn handan við glerið.