Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
39
Sandkom
Kóki
Hinn þekkti hestamaður
Herbert „Kóki“ Ólason, sem
nú býr í Þýskalandi, þar sem
hann selur hesta, var í stuttri
heimsókn í heimabæ sínum,
Akureyri, á dögunum. Kóki
spretti heldur betur úr spori í
viðtali við Dag og var ekkert
að skafa af hlutunum frekar
en fyrri daginn. Hann sagði:
„íslenski hesturinn er besti
ambassadorinn, hann röflar
ekki tóma vitleysu í fyllirís-
partíum."
Uhhhhhhh - sá hneggjar
best sem síðast hlær.
Franskar
-danskar
Um tuttugu og fimm tonn
af kartöflum voru flutt til
Danmerkur frá Svalbarðseyri
nýlega en kartöfluverksmiðja
þar framleiðir hinar frægu
Fransmann kartöflur. Nota á
kartöflumar, sem sendar voru
utan, til að prófa vinnslu ís-
lenskra kartaflna í vélum sem
verksmiðjan á Svalbarðseyri
kaupir hugsanlega á næs-
tunni. Á Akureyri er nú
auðvitað farið að kalla afurð-
ina franskar danskar.
Mittámilli
Lagið Mitt á milli Moskvu
og Washington á sérdeilis vel
við núna þegar landið er að
fara á annan endann út af
komu þeirra Gorbatsjovs og
Reagans. Sem kunnugter
stóðu félagar í Stuðmönnum
að þessu lagi í Eurovision-
keppninni síðastliðinn vetur.
En nú minnast menn þess
einnig að Stuðmenn tróðu upp
í Sigtúni um áramótin í hittið-
fyrra með sendiherrum beggja
ríkjanna. Kannski það hafi
verið upphafið að öllu saman.
Gula spjaldið
Þessa dagana dynja yfir
landsmenn orðsendingar frá
Hitaveitunni og Rafmagnsvei-
tunni í Reykjavík um gula
spjaldið og að þar sé aðvörun
um að stutt sé í lokun hjá þeim
sem ekki hafa greitt gjöldin.
Einhvem tímann var sagt að
rauða spjaldið þýddi beint í
sturtu. Nú er spumingin
hvemig Hitaveitan ætlar að
beita rauða spjaldinu í öllu
vatnsleysinu.
Siðlausföt
Gamli popparinn úr hljóm-
sveitunum Ævintýri, Flowers
og Change, Birgir Hrafnsson,
stóð fyrir svonefndum
sprengidögum í Sjallanum í
síðustu viku. Þar seldi hann
tískuföt og efni á stórútsölu-
prís. Margt var um manninn
hjá gamla popparanum. En
furðuleg vom viðbrögð kaup-
manna á Akureyri við þessari
óvæntu fatasendingu að sunn-
an. „Löglegt en siðlaust af
hálfu fógeta að veita leyfi fyr-
ir útsölunni í Sjallanum," lét
Birkir Skarphéðinsson, form-
aður Kaupmannasamtaka
Akureyrar, hafa eftir sér í
Degi.
Eigum við ekki bara að
segja siðlaus og lögleg föt hjá
Birgi poppara.
Leikandi létt
Þeir hjá Leikklúbbi Skaga-
strandar em ekki af baki
dottnir, þeir hyggjast nú ráða
höfund til að skrifa fyrir sig
leikrit sem sýnt verður seinni-
partinn í vetur. Það mun vera
stuðningur frá útgerðarfélag-
inu Skagstrendingi hf. sem
gerir leikklúbbnum fært að
ráðast í svona stórvirki. Hug-
myndin er að stykkið verði í
gamansömum dúr. Enginn
þingmaður mun semja verkið.
Hvalir
á Pollinum
Það bar til tíðinda á Pollin-
um við Akureyri um síðustu
helgi að tveir hvalir komu
siglandi sem ekkert væri.
Þónokkrir sáu þessar marg-
umræddu skepnur, meðal
annarra starfsfólk hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa. Sjald-
gæft er að hvalir komi svo
langt inn í fjörðinn.
Að hella niður
Það er óhætt að segja að
Hríseyingar og Mývetningar
hafi lagt hellur að undanf-
ömu. Léttsteypan í Mývatns-
sveit framleiddi hundrað
þúsund hellur fyrir heima-
menn í sumar og i Hrísey var
byrjað að helluleggja götur í
síðustu viku, alls um sextán
hundruð fermetra. Á verkið
að taka tíu daga.
Lið ársins
Víkurblaðið á Húsavík hef-
ur valið lið ársins á Islandi
úr öllum deildum fyrir síðasta
keppnistímabil. Blaðið valdi
knattspymulið Völsungs sem
vann sig upp í fyrstu deild sem
lið ársins, eða heimaliðið
sjálft. Það skal tekið fram að
Húsavík er í Þingeyjarsýslu.
Gröm eða...
Víkurblaðið á að sjálfsögðu
lokaorðin í Sandkominu í dag
en það fjallaði um prentvill-
upúkann fræga í síðasta blaði.
„I btaðinu Fréttum, sem gefið
er út í Vestmannaeyjum, var
á dögunum viðtal við söng-
konuna Janis Carol undir
fyrirsögninni: Ung gröm kona
á uppleið. Þetta er svo sem
ekki í frásögur færandi ef ekki
stæði eftirfarandi setning í
viðtalinu sjálfu: Þegar Carol
var beðin að lýsa sjálfri sér
sagðist hún vera gröð kona á
uppleið."
Svo mörg vom þau orð í
þeirri prentvillu.
Umsjón:
Jón G. Hauksson
Vilt þú verða
skiptinemi?
í Evrópu?
í Suður-Ameríku?
í Norður-Ameríku?
í Norður-Afríku?
í Eyjaálfu?
Ef svarið er já, hafðu strax samband við
á íslandi
Hverfisgötu 39, P.O. Box 121 Reykjavík, sími 25450
Umsóknarfrestur rennur út 10. október.
© Husqvarna
Mikið úrval af CASIO hljómborðum, synthesizerum
og fylgihlutum (RZ-1 trommuheili, SZ-1 sequencer) í
okkar rúmgóðu nýju verslun að Laugavegi 26.
Laugavegi 26. Sími 91-21615.
FRYSTISKAPUR
QT-96 240 litra
Gód greiöslukjör
Hvoó er heimili ón (tí)Husqvama?
m
Gunnar Asgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 ^91-35200
haust- ] >
tilboð
Sólbaðsstofa
Astu B. Vilhjálms,
Grettisgötu 18,
sími 28705
Nú er komið að hinu vinsæla
hausttilboði okkar sem allir
eru að bíða eftir. 24 timar á
aðeins 1500 krónur.
VERTÐ VELKOMINN
ÁVALLT HEITT Á
KÖNNUNNI