Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Utlönd
Á fyrsta fundi Reagans og Gorbatsjovs í Genf i nóvember síöastliönum var ágreiningsefnum risaveldanna skipt i fjóra meginflokka. Þeir voru öryggis- og afvopnunarmál, staðbundin
ágreiningsefni, mannréttindamál og gagnkvæmir samskiptaörðugleikar. í Reykjavík er talið að Reagan leggi aukna áherslu á staðbundin ágreiningsefni og mannréttindamái á meðan
Gorbatsjov setur öryggis- og afvopnunarmál í öndvegi.
Málamiðlun i öndvegi
á Reykjavíkurfundi
Áhersla Gorbafsjovs á afvopnunarmál en Reagans á staðbundin ágreiningsefni og mannréffindamál
Fréttaskýrendur, er fylgst hafa með
samskiptum austurs og vesturs und-
anfoma mánuði, þó sérstaklega
viðræðum Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna um fyrirhugaðan leiðtoga-
fund í Bandaríkjunum fyrir árslok,
reyna nú að átta sig á því hvaða
málaflokkar verða efetir á baugi á
svokölluðum undirbúningsfundi Re-
agans og Gorbatsjovs um næstu
helgi.
Fréttaskýrendur álíta almennt að
leiðtogamir leggi þunga áherslu á
að árangur verði af íslandsfundinum
og geri sér góða grein fyrir raun-
verulegu mikilvægi hans. Ef ei tekst
að lausbinda enda saman í Reykja-
vík er ekki við því að búast að annar
fundur leiðtoganna verði haldinn í
árslok í Bandaríkjunum, segja
fréttaskýrendur.
Leiðtogar stórveldanna hafa á
undanfömum vikum skipst á nokkr-
um persónulegum bréfúm þar sem
grunnur hefur verið lagður að lausn
vissra ágreiningse&ia.
Með því að samþykkja fundinn hér
í Reykjavík með Gorbatsjov, virðist
sem Reagan hafi nú gert sér grein
fyrir mikilvægi persónulegs fundar
með Sovétleiðtoganum. Á slíkum
fimdi kæmi einnig betur í ljós hvar
samkomulagsgrundvöllur milM stór-
veldanna um ágreiningsmál hefur
myndast og á hvaða sviðum ágrein-
ingsefhin era alvarlegust.
Fjórir meginflokkar ágrein-
ingsefna
Á fyrsta fundi Reagans og Gor-
batsjovs í Genf í nóvember á síðasta
ári var ágreiningsefhum stórveld-
anna skipt í fjóra meginflokka:
Afvopnunarmál, staðbundin deilu-
efiii, mannréttindamál og gagn-
kvæm samskipti.
Á fundi leiðtoganna í Reykjavík
er búist við að reynt verði að
grynnka sem mest á ágreiningsefh-
um í fyrrgreindum fjórum megin-
flokkum og að hlutverk eiginlegs
leiðtogafundar Reagans og Gor-
batsjovs, sem áætlað er að halda í
Bandaríkjunum fyrir árslok, verði
fyrst og fremst til að staðfesta grund-
vallarsamninga og undirrita þá
formlega.
Áður en af slíkum leiðtogafundi
getur orðið ætla Reagan og Gor-
batsjov sér að vera búnir að leysa
helstu ágreiningsmálin.
Geimvarnaráætlunin hættu-
legust?
Gorbatsjov Sovétleiðtogi lýsti því
yfir fyrir helgina að meginmarkmið
Reykjavíkurfundarins yrði að kom-
ast að samkomulagi í afvopnunar-
málum þar sem aðaláhersla yrði lögð
á að feera vígbúnaðarkapphlaupið
ekki út í himingeiminn.
Skoraði Sovétleiðtoginn á Banda-
ríkjastjóm að leggja niðux áætlanir
um svokallaða stjömustríðsáætlun,
eða vamarkerfi í geimnum, og sagði
að slíkar áætlanir væru fyrstu skref
í átt gereyðingarstríðs.
Aftur á móti er búist við að Banda-
ríkjaforseti leggi í viðræðum sínum
aukna áherslu á mannréttindamál í
Sovétríkjunum og að stórveldin
komi sér saman um leiðir til að draga
úr spennu af völdum staðbundinna
átaka.
Eftirtaldir málaflokkar koma til
með að setja mestan svip á Reykja-
víkurfundinn á laugardag og
sunnudag:
Öryggis- og afvopnunarmál:
1.
Samningur um gagnkvæma eyð-
ingu meirihluta meðaldrægra Cra-
ise, Pershing og SS-20 flauga
risaveldanna, þannig að aðeins yrðu
eftir tvö til þrjú hundruð slíkar
flaugar í vopnabúrum hvors aðila
um sig. Taldar era nokkrar líkur á
að hægt væri að komast að slíku
samkomulagi hvað tæknileg atriði
varðar fyrir áramót en til að fullnað-
arsamkomulag geti orðið þurfa báðir
aðilar enn að gefa nokkuð eftir.
2
Samningaviðræður stórveldanna
um langdrægar kjamaflaugar og
geimvopn era nú ekki lengur í sjálf-
heldu, en til að frekar geti þokast í
samkomulagsátt á þeim vettvangi
þurfa leiðtogar stórveldanna enn að
taka stórar ákvarðanir hvað varðar
samdrátt í vopnabúrum. Opinber-
lega hafa bæði risaveldin lýst sig
hlynnt því að miða að allt að þrjátíu
prósent fækkun langdrægra kjama-
odda.
Helsti ásteytingarsteinn slíks
samnings er ágreiningur um gildis-
tíma samnings um gagneldflauga-
kerfi fiá árinu 1972 og hvort bann
við uppsetningu geimvopna eigi að
falla undir þann samning eður ei.
3
Samningur um gagkvæmt bann
við kjamorkuvopnatilraunum. Gor-
batsjov reynir án efa að fá Banda-
ríkjaforseta til að samþykkja
allsheijarbann við tilraunum með
kjamorkuvopn en fulljóst er talið
að Reagan samþykki ekki slíkt til-
boð nema því fylgi verulegar tilslak-
anir af hendi Sovétmanna á öðrum
vettvangi.
4
Samningur um bann við notkun
efnavopna í hemaði og um takmark-
anir á fi"amleiðslu slíkra vopna.
Taldar era líkur á að gagnkvæmur
samningur stórveldanna um bann
við notkun efiiavopna sé í höfii og
jafnvel talið líklegt að slíkur samn-
ingur verði undirritaður á næsta ári.
5
Samningur um takmarkanir á
hefðbundnum vop: ''erfiun.
Talið er að Gorb -ojov leggi til að
stórveldin dragi hvort um sig nokk-
um hluta herafla síns frá meginlandi
Evrópu. Heimköllun herliðs er frek-
ar yrði táknræn fyrir gagnkvæman
vilja risaveldanna til að minnka
spennu í Evrópu, frekar en hún
breytti á einhvem hátt hemaðar-
stöðunni i Evrópu.
Einnig er talið líklegt að Sovét-
leiðtoginn leggi til að samningavið-
ræður austurs og vesturs, um slíka
fækkun í heijum á meginlandi Evr-
ópu, fari fram á vettvangi öryggis-
málaráðstefiiu Evrópu, er þrjátíu og
fimm ríki álfunnar hafa að undan-
fömu haldið í Stokkhólmi.
Staðbundin ágreiningsefni
Talið er fullvíst að á Reykjavíkur-
fundinum muni Bandaríkjaforseti
leggja á það áherslu við Gorbatsjov
að ekki sé að vænta raunverulegs
árangurs í afvopnunarmálum nema
stórveldin komi sér saman um lausn
ágreiningsefha í þriðja heiminum.
Þar krefjast Bandaríkjamenn þess
fyrst og fremst að Sovétmenn kalli
heim herlið sitt fiá Afganistan og
láti af stuðningi sínum við byltingar-
öfl í Mið-Ameríku og Angóla.
Mannréttindamál
Á Reykjavíkurfimdinum er búist við
að Bandaríkjaforseti leggi aukna
áherslu á mannréttindamál í Sovét-
ríkjunum. Talið er fidlvfet að
Reagan feri fram á við Gorbatsjov
að Sovétmenn leyfi fleiri gyðingum
að flytja úr landi svo og að þekktum ,
andófemönnum, er fangelsaðir hafa
verið í Sovétríkjunum, verið leyft að
fara úr landi. Þar ber hæst vísinda-
manninn Andrei Sakharov.
Umsjón: Hannes Heimisson