Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
dv Lesendur
„Gleymast heyrnarlausir í samkeppn-
inni milli sjónvarpsstöðva?"
Taka forsvars-
menn sjónvarps
ekkert tillit til
heymarskertra?
Haukur Vilhjálmsson hringdi:
í tilefni af grein, er birtist í DV 27.
september, „Heymalausir víkja“, þar
sem skýrt er frá fyrirhuguðum breyt-
ingum á fréttaágripi á táknmáli, vil
ég sem einn af mörgum áhorfendum
þessara þátta mótmæla harðlega
breytingum á útsendingartíma frétta-
ágrips á táknmáli, því að fréttaágripið
fer úr tengslum við aðalfréttatíma
sjónvarps.
Ég er fæddur heymarlaus, einnig
bróðir minn og er ég trúlofaður mikið
heymarskertri stúlku. Margt heymar-
laust fólk á marga heymarlausa maka
og ættingja en við erum flest heilbrigð
að öðm leyti. Vegna fötlunar okkar
þurfúm við flest að vinna yfirvinnu til
að hafa sæmileg laun. Við erum því
ekki mjög mörg sem höfum tækifæri
á að sjá fréttaágripið klukkan 17.55.
Fimm mínútur em ekki nógu langur
tími fyrir okkur, satt að segja gætum
við vel hugsað okkur lengri tíma og
væri það nú bara ekki sanngjamt
miðað við lengri útsendingartíma hjá
útvarpi og sjónvarpi? Vona ég að sam-
keppni við fleiri sjónvarpsstöðvar
verði ekki til þess að við hin heymar-
lausu gleymumst eða séum sett svo til
hliðar að við getum ekki notið frétta-
ágrips vegna útsendingar þess í
vinnutíma okkar. Það sem við förum
fram á er að fá okkar fréttaágrip í ftmm
mínútur rétt fyrir fréttir.
Skora ég á þá sem styðja heymar-
lausa í þessu máh að láta heyra frá sér.
Með kveðju, Haukur.
Það á að
gelda síbrata
kynferðis-
glæpamenn
Þröstur J. Karlsson hringdi:
Viðvíkjandi máli um bamanauðgar-
ann þá finnst mér engin spuming að
þennan mann hefði átt að vana fyrir
löngu. Mér finnst menn þeir, er kváðu
upp dóm yfir manninum, mega
skammast sín fyrir að sleppa honum
með svona væga refeingu. Það mætti
halda að það væri svo lítið að gera
hjá dómurunum að þeir sleppi þessum
brotamönnum út, vitandi að þeir brjóti
af sér aftur, til þess að hafa nóg að
gera. Eða hvað á maður að halda þeg-
ar tekið er svona vægt á ógeðslegum
málum sem þessum.
Ég geri þá kröfu að birt verði mynd
af manninum undir nafni. Mér finnst
Svala Thorlacius og aðstandendur
piltsins, er komu þessu upp, eiga mik-
ið lof skilið fyrir að tala svona tæpit-
ungulaust um málið.
Eigi þessir menn við geðræn vanda-
mál að stríða og þurfi að fá útrás á
þessu „óeðli“ sínu á þennan undarlega
og ógeðslega hátt ættu þeir líka að
hafa vit á afleiðingum gerða sinna og
taka þeim.
17
Kafli úr hirðisbréfi biskups:
Friðarmál
Óttinn við kjamorkustríð er ekki
ástæðulaus, fjarri fer því. Ef óvinir
grípa ekki vísvitandi til þeiira
vopna, þá vofir yfir sú hætta að slíkt
stríð brjótist út af slysni vegna
rangra upplýsinga. Dauðageislamir
vegna kjamorkuslyssins í Chemo-
byl-verinu minna okkur áþreifan-
lega á þá tortímingarhættu sem
verið er með kjamorkuvopnum að
leiðá yfir mannkynið.
Talið er að helmingur allra vís-
indamanna í heiminum starfi beint
eða óbeint í þágu gereyðingarvopna,
og það gerist á sama tíma sem fá-
tækt og hungur hefur á 5 árum
valdið dauða fleiri manna en öll stríð
samanlögð í 150 ár!
Sýnt er, að heimspólitíkin, á þvi
stigi sem sem hún er nú, getur ekki
bjargað veröldinni frá tortímandi
stríðsátökum. Það er vegna þess, að
hún kemst ekki niður fyrfr rætur
meinsemda þjóðfélaganna, sem
lækna þarf - og hún nær ekki heldur
upp til þeirra háu hugsjóna, bræðra-
lags og frelsis, er fæddust með Kristi.
Friðarhreyfingar em andsvar al-
mennings við skelfilegasta feigðar-
boða mannkynsins. Það er rangt að
halda því fram að vakningin um frið-
arhugsjónina, er setur svip sinn á líf
Vestur-Evrópu og hinn fijálsa heim,
vilji gera lýðræðisríkin vamarlaus.
Ég dreg ekki dul á þá skyldu allra
manna að vemda saklausa. Um þá
skyldu segir Ritningin: „Rekið réttar
bágstaddra og föðurlausra, látið
hinn þjáða og fatæka ná rétti sínum,
bjargið bágstöddum og snauðum,
frelsið þá af hendi óguðlegra. Þar
sem fólkið er frjálst að því að láta í
Ijósi skoðanir sínar stendur baráttan
gegn kjamorkuvopnum hvar sem er
í heiminum. Að því marki stefha
kirkjufélög og samtök, þó að reynt
hafi verið að gera þau tortryggileg
og telja þau marka einhliða afvopn-
unarsteftiu. 1 umræðu um afvopnun-
armál hef ég skýrt tekið fram, að
um einhliða afvopnun sé ekki að
ræða. Sú hugmynd er jafnfáránleg
og að leyft sé að gera illt með ann-
arri hendi, sem bannað sé með hinni.
Sambandsleysið milli ríkja, aðskiln-
aðarstefha (apartheid) og einangrun
er mesta ógnun við heimsfriðinn. Á
þetta minntist ég í blaðaviðtali fyrir
nokkru: „Það er ekki von á góðu í
alheimsmálum, þegar alræðisvald
vill ráða yftr skoðanaskiptum og
heldur hugsun manna í jámgreip-
____ «(
um.
I fiiðarmálum verður kirkjan að
gegna stafnbúahlutverki á siglingu
jarðarskipsins og halda vöku sinni.
Ef kristnir menn hefðu í gegnum tíð-
ina sýnt meiri bróðurkærleika og
deilt kjörum með náunga sínum, þá
heföi heimurinn aldrei komist út á
þá heljarþröm, sem hann er í dag.
Hlutverk kirkjunnar er m.a. að fá
þjóðir heims til þess að ræða saman
og leita sátta um ágreiningsmál sín.
Á þingi lúthersku kirkjunnar í
Búdapest tók ég þátt í umræðuhópi
um fiiðarmál, þar sem hinn merki
vestur-þýski kjamorkusérfræðingur,
dr. Carl Friedrich von Weizsácker
talaði af næmum skilningi um lausn
vandamálsins: Fáum risaþjóðimar
tvær í austri og vestri til að setjast
að samningaborði tafarlaust og skil-
yrðislaust til að firra heiminn
kjamorkustyijöld. „Það er leiðin,
sem heimurinn bíður eftir að farin
verði í einlægni og af alvörn," mælti
hann.
Misréttið í heiminum er gífurlegt
og sjálfeögðustu mannréttindi fótum
troðin. Menn em beittir miskunnar-
lausu ofbeldi og kúgun. Friður
verður aldrei, ef réttlætið er ekki í
heiðri haft, þar sem menn njóta rétt-
ar síns og hafa sem jafhasta aðstöðu
tfl gæða lífeins. Því er það frumskil-
yrði friðar að réttlæti ríki. Þetta
orðar Jesús svo í Fjallræðu sinni:
„En leitið fyrst ríkis hans (þ.e. Guðs)
og réttlætis, þá mun allt þetta veit-
ast yður að auki.“ Meginreglu
réttlætiskenndar gefur Jesús í sömu
ræðu: „Allt sem þér viljið, að aðrir
menn gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra."
Á meðan íbúar á norðurhveli jarð-
ar hafa ofgnótt af lífegæðum er fólk
í öðrum hlutum heims hungrað svo
hundmðum milljóna skiptir og tugir
milljóna deyja af fæðuskorti. Friður
kemur ekki fyrr en hungraðir fá
brauð í stað vopna.
Ríkisstjómir virðast ráðalausar
með hinn stigmagnandi vígbúnað af
ótta við yfirburði óvinarins. Nú fyrst
er eins og örli á þeim skilningi, að
vígbúnaðarkapphlaupið getur ekki
gengið lengur. Ástand heimsmála
Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup
minnir harla mikið á spádóminn:
„Tákn munu verða á sólu, tungh og
stjömum og á jörðu angist þjóða,
ráðalausra við dunur hafe og
brimgný. Menn munu gefa upp önd-
ina af ótta og kvíða fyrir því, sem
koma mun yfir heimsbyggðina, því
að kraftar himnanna munu bifast.“
Reynslan ætti að hafa kennt okkur
sannleikann í orðum postulans:
„Gjaldið engum illt fyrir illt.“ Menn
verða að nota aðra mælistiku á verk
sín en hiyðjuverkamenn. Þann
kristna lærdóm er auðvelt að lesa
úr ummælum Chagalls: „Við megum
ekki ganga á hólm við hatrið með
hatri, hvorki við né stjómmála-
mennimir. Hver maður, hvar svo
sem hann er í sveit settur, getur með
vinnu sinni og framkomu lagt fram
byggingarsteina í framtíðarhöll
skilnings og sátta manna á meðal.“
Okkur hryllir við gangi heimsmála.
En er við öðm að búast, þegar við
fáum það staðfest með okkar daglega
brauði í hvert mál, hvemig heimur-
inn er látinn ganga fyrir hefndar-
aðgerðum?
í bamaskóla í Bandaríkjunum var
rætt um vandamálið, hvað hægt
væri að gera til þess að afetýra
kjamorkustyijöld og forðast stríð
við Sovétríkin. „Bömin í Sovétríkj-
unum gætu sagt sínum forseta, að
þau vildu ekki stríð, og við gætum
sagt okkar forseta það sama.“
Hér er það bamið, sem leggur til
málanna, og það kann að þykja
bamaleg tillaga og vera of einföld
til þess að hægt sé að gefa henni
gaum. En samt er hún ekki bama-
legri en svo, að hér er bent á
nákvæmlega sömu leiðina og nóbels-
verðlaunahafar lögðu til í síðasta
sjónvarpsþættinum: Spekingar
spjalla. - Þeir hittust við hring-
borðið í Stokkhólmi til að bera ráð
sín saman um lausn á vandamálum
heimsins, eftir að þeir höfðu tekið
við verðlaimum sínum. Einn þessara
verðlaunahafa hafði sjálfur átt þátt
í því að smíða kjamorkusprengjuna.
Hann sagði, að samverkamenn sínir
við smíði sprengjunnar hefðu allir
borið kvíðboga fyrir því hvað gæti
skeð. Og kjamorkufræðingurinn
sagði, að eina leiðin til þess að firra
heiminn gereyðingu væri að upplýsa
fólkið nógu vel, fræða almenning um
skaðræði þessara vopna, til þess að
menn hefðu svo aftur áhrif á ríkis-
stjómir sínar til þess að taka
ákvörðun í samræmi við vilja fólks-
ins. Allir þeir spekingar, sem sátu í
kringum borðið, létu álit sitt í ljós
og tóku undir þessa skoðun.
Hvar værum við á vegi stödd í átt
til friðar á jörð ef fólk hins frjálsa
heims hefði ekki látið til sín heyra,
en horft aðgerðalaust á aukinn víg-
búnað? Óskir almennings í friðarátt
hafa miklu áorkað. Valdhöfum er
mikil nauðsyn að finna afdráttar-
lausan vilja þegna sinna hvað þetta
snertir. Friðurinn kemur ekki undir-
búningslaust. Því skal vakað og
beðið: „Friðarins Guð, hin hæsta
hugsjón mín, höndunum lyfti ég í
bæn til þín.“ Bænin um írið á jörð
er það sameiningarafl og sigur-
merki, sem þarf að vera fyrir hendi
til þess að þjóðfrnar geti tekið á
móti bænheyrslu Guðs og gert hana
að veruleika í lífi sínu.
Á fiiðarári er bænarefnið að biðja
Guð um að gefa sinn frið á jörð.
Spennum alla jörðina megingjörðum
bænarinnar. Bænin er máttugast afl
hér í heimi, máttugra en nokkurt
afl, sem visindin hafa leitt í ljós. -
Og þetta afl hefur Guð gefið kirkju
sinni. Það er bænin sem býr okkur
undir að taka á móti Guðs friði og
varðveita hann. Friður Guðs þarf
farveg að hjörtum okkar.
-NÝTT-NÝTT
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
HF
I LAUGAVEGI 170 -172 SÍMAR 695550
HAGSTÆÐ
VERP
GÓÐIR GREWSL USKILMÁLAR
PRISMA