Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 6. OKTÖBER 1986. 21 Glansleikur hjá Ómari Torfasyni - skoraði 3 möik í 6-1 sigri Luzem „Það gekk bókstaflega allt upp í þessum leik og ég er alveg í skýjun- um yfir honum. Þetta var ofealega gaman og það spillti ekki fyrir að á leiknum var góður íslenskur vinur minn og það var gaman að geta sýnt honum svona leik,“ sagði knatt- spymumaðurinn Ómar Torfason í samtali við DV en um helgina gerði hann sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri Luzem á La Chaux- de-Fonds. „Þetta var virkilega ánœgjulegt. Ég skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu. Staðan var 3-0 fyrir okkur í leikhléi og í síðari hálfleik tókst mér að skora fjórða og fimmta mark okkar og þetta vom allt góð mörk,“ sagði Ómar ennfremur og var vel hress með gang mála. Ómari hefur ekki tekist að vinna sér almennilega fast sæti í liðinu og hefur ekki verið í náðinni hjá þjálf- aranum. „Hann ætlaði að frysta mig. En ég gefet ekki upp og tel mig vera búinn að tryggja mig í liðinu. Þessi mörk koma á besta tima fyrir mig,“ sagði ómar. Þetta em fyrstu mörk Ómars á keppnistímabilinu en níu umferðum er lokið. I fyrra skoraði ómar tvö mörk fyrir Luzem. Hann er nú markahæsti leikmaður Luzem á yfirstandandi keppnistímabili. Það er stutt á milli lífs og dauða í knatt- spymurmi Sion skaust upp á toppinn í 1. deildinni í Sviss um helgina en liðið sigraði þá Young Boys, 2-1. Xamax náði aðeins 1-1 jafhtefli um helgina. Luzem er í 13. sæti deildarinnar. -SK. •Ómar Torfason. Allt gengur nú í haginn hjá honum í Sviss og um helgina skoraði hann þrjú mörk og er markahæsti leikmaöur liðsins. Árnór með gott mark Siggi óstöðvandi - Sigurður Sveinsson skoraði 12 mörk gegn Schwabing - gegn Beerschot Amór Guðjohnsen heldur áfram að gera það gott hjá Anderlecht. Um helgina léku Amór og félagar gegn Beerschot og vann Anderlecht, 2-1, og skoraði Amór gott mark fyrir And- erlecht. Amór er greinilega í mjög góðri æfingu þessa dagana og markheppinn mjög. Hann hefur verið iðinn við að skora og Aari Haan, þjálfari liðsins, lýsti því yfir í síðustu viku að Amór væri einn besti og mikilvægasti leik- maðurinn hjá félaginu. -SK Atli Hilmarsson, DV, Þýskalandi: Sigurður Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik, var hreint óstöðvandi þegar lið hans, Lemgo, lék gegn Schwabing í þýsku deildinni um helg- ina. Leikur liðanna var mjög jafh og gífurlega spennandi. Honum lauk með jafiitefli, 25-25, og skoraði Siggi tólf mörk og aðeins fjögur þeirra voru úr vítum. Sigurður virðist vera í feiknalega góðu formi þessa dagana og alveg óstöðvandi. Lið Schwabing er mjög framarlega í deildini og því ekki eins og Siggi og félagar hafi verið að leika gegn einhverju skunkaliði. Litlu mun- aði að Schwabing tækist að stela sigrinum því Lemgo jafnaði þegar að- eins fjórar sekúndur vom til leiksloka. Að sögn Sigurðar var Lemgo þrívegis þremur mörkum yfir í leiknum og heföi átt að geta innbyrt sigurinn. Fróðlegt verður að fylgjast með Sigurði og fé- lögum í næstu leikjum en hann er greinilega til alls vís þessa dagana. -SK Ovænt úrslit hja konunum Það lítur út fyrir að keppnin í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik kvenna í vetur ætli að verða óvenju- jöfn og spennandi. Allavega gefa fyrstu leikimir í deildinni vísbendingu um að svo verði. Þrír leikir fóm fram um helgina. Víkingsstúlkumar unnu góðan sigur á FH í Hafiiarfirði, lokatölur 11-14. í Reykjavík lék Valur, nýkrýndur Reykjavíkurmeistari, gegn KR og þar urðu heldur betur óvænt úrslit. KR sigraði með 19 mörkum gegn 18. Framstúlkumar lentu í kröppum dansi gegn Stjömunni. Eftir mikinn baming og mikla spennu tókst Fram að sigra með eins marks mun, 18-17. -SK Bjami fékk á sig mark en Brann vann Bjami Sigurðsson, landsliðsmark- vörður í knattspymu, fékk á sig mark þegar Brann sigraði lið Vard á úti- velli um helgina. Það telst orðið til tíðinda ef Bjami fær á sig mark en þau em sárafá mörkin sem hann hefur fengið á sig í keppninni í 2. deildinni norsku. Brann, liðið sem þeir Bjami og Sæv- ar Jónsson leika með, er þegar húið að tryggja sér sigur í 2. deildinni og liðið leikur því í 1. deildað ári. -SK ÍR yfir 100 stigin ÍR-ingar rufu 100 stiga múrinn í gær er þeir sigmðu Breiðablik í leik liðanna í 1. deild Islandsmóts- ins í körfuknattleik. Lokatölur urðu 121-74. Reikna má með að keppnin í 1. deild standi ó milli ÍR og Þórs frá Akureyri. •í kvöld er emn leikur á dagskrá í körfuknattleiknum. IS og Njarð- vík leika í 1. deild kvenna og hefet leikurinn klukkan átta í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. -SK • Það gengur jafnan mikið á þegar Sigurður Sveinsson nálgast mark andstæðingana. Ávallt margir vamarmenn til staðar eins og á þessari mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.