Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
45
Það nokkuð óvenjulegt að sjá alla blaðbera blaðsins á Akranesi saman í einum hópi. Þeir eru yfirleitt tvístraðir um allan bæinn, hlaupandi frá Akraborginni í
bæinn með DV i hús. Það tókst þó á dögunum að hóa þeim saman og af því tilefni var þessi mynd tekin. Eins og sjá má er þetta myndarlegur og frískur hópur.
DV-mynd Birgir
Óttinnvið sjúkdóminn leynir sér ekki í augum stjömunnar úr Dollars-
þáttunum bandarisku.
Árum saman hefur Joan Collins óttast það
að fá krabbamein - sjúkdóminn sem varð
móður hennar að aldurtila skömmu eftir
fimmtugt. Ennþá hefur ekki tekist að sann-
færa Joan um að krabbi þurfi alls ekki að
vera arfgengur og eftir því sem hún nálgast
fimmtugt vex angistin. Fyrir skömmu fann
svo förðunarmeistarinn hnúð undir húð-
inni, rétt við nefrótina. Haft var samband
við sérfræðing í San Francisco sem sam-
stundis lagði til skurðaðgerð. Ljóst var frá
upphafi að þama var byijun á krabhameins-
æxh.
Aðgerðin á hinu milljónaverðmæta and-
liti leikkonunnar fór fram í London þar sem
æxlið var Qarlægt innanfrá. Allt tókst sem
best verður á kosið en Joan Collins verður
að mæta í eftirlit vegna þessa á sex mánaða
fresti. Þannig að hræðslan við sjúkdóminn,
sem hefur svo oft skotið upp kollinum í
móðurætt Joan, fer síst minnkandi.
Seppinn stefnumarkandi
Það er jafnan stórmál hveiju
sinni hver ræður för í samskiptum
æðstu manna stórveldanna - ekki
síst þegar um opinberar heimsóknir
eða viðræður er að rasða. Frétta-
skýrendur eru þegar teknir að velta
fyrir sér hvor þeirra Reagans eða
Gorbatsjovs byijar héma í Reykja-
vík í plús eða mínus og margir veðja
á þann rússneska í fyrstu lotu.
Á meðfylgjandi mynd af þeim
Ronald Reagan og Margréti Thatc-
her er ljóst hver tekur hin stefhu-
markandi skref - hundur forsetans
sér um þá hlið málanna. Þetta gerð-
ist í garði Hvíta hússins þegar
jámfrúin var þar stödd fyrir alln-
okkm og nú er spumingin - hvað
gerist á íslandi? Landsins frægasti
hundur er Lucy okkar Alberts og
því viðeigandi að hún verði fulltrúi
Frónsins í þeim efhum. Mun hún
þá teyma stórveldastjórana Gor-
batsjov og Reagan til hægri eða
vinstri? Sviðsljósið bíður úrslitanna
í ofvæni.
örittið ttl vinstri, elskanl Seppi hefur stefnuna á hreinu f garði Hvita hússins.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Don Johnson
fór í klippingu um daginn til
þess að breyta greiðslunni
fyrir ákveðnar senur í fram-
haldsmyndaflokknum
Miami. Stjarnan bað um að
öllum hárum, sem klippt
væru í burtu, yrði safnað
saman og pakkað inn. Hann
ætlað sér að senda lítinn
lokk til hinna mörgu aðdá-
enda sinna, sem höfðu
beðið hann um minningar-
grip. Og síðan stakk hann
að rakaranum nokkrum hár-
um svo hann gæti orðið sér
úti um aukapening.
Joan Collins
gerir líka miklar kröfur þegar
staðið er í samningum vegna
vinnslu kvikmynda. Hún fer
fram á að hún fái ótakmark-
að ráðstöfunarfé fyrir
skemmtanir og veitingahús-
aráp. Þar að auki krefst hún
þess að hafa aðgang að lí-
mosínu allan sólarhringinn.
Uppklæddur ökumaður á að
fylgja.
Diana Ross
er stjarna sem gerir miklar
kröfur til kvikmyndafram-
leiðenda og þeirra sem sjá
um samningamál fyrir henn-
ar hönd, sérstaklega eftir að
hún giftist þessum norska
ríka. Hún heimtar að fá við
og við afnot af a.m.k. sex
límosínum. Og skulu þeir
vera í mismunandi litum.