Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Rakarastofan Kiapparstíg
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
Sími 12725
Tímapantanir
13010 !
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 135., 141. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Herjólfsgötu 34, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmundar Þórs Kristjáns-
sonar, talin eign Gunnars Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Garðars Garðars-
sonar hdl., Landsbanka íslands, Bjarna Ásgeirssonar hdl., Veðdeildar
Landsbanka íslands og Baldurs Guðlaugssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtu-
daginn 9. október 1986 kl. 13.30.
_________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirói.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign-
inni Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði, þingl. eign Véltaks hf., fer fram eftir kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Iðnaðarbanka íslands, Ólafs Gústafssonar hdl.,
Iðnlánasjóðs og Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. októb-
er 1986 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
V Þú hringir — við birtum og auglýsingin verflur
\ færð á kortið.
\ Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
/ og ganga frá öllu i sama símtali.
/ Hámark kortaúttektar i sima er kr. 2.050,-
SLÍPIBELTI
SKÍFUR OG
DISKAR
bæði fyrir málm og tré
Tölvur og
Þjóðlíf í Borgar-
leikhúsinu
Unnið að fullum krafti að uppsetningu tölvusýngarinnar sem opnar á
1700 fermetra svæði í Borgarleikhúsinu á miövikudaginn.
Tölvusýning verður opnuð í Borg-
arleikhúsinu næsta miðvikudag.
Sýningin ber heitið Tölvur og Þjóð-
líf og standa tölvufræðinemar við
Háskóla íslands að henni. Markmið-
ið er að kynna fyrir almenningi það
sem er að gerast í tölvutækni á Is-
landi i dag. Töluvfræðinemar hafa
tvisvar áður haldið sýningu af þessu
tagi, en aldrei eins stóra og víðtæka
og nú.
Um 40 fyrirtæki taka þátt og sýna
búnað sinn á 1700 fermetra svæði.
Þau starfa allt frá sölu mikilvirkra
tölva niður í sérhæfð svið innan
tölvutækninnar. Að auki verða á
staðnum fyrirlestrar um ýmsa hluti
í tölvutækni og einnig skemmtiat>
riði. Þátttakendum gefst kostur á
að spreyta sig í leik þar sem þeir
geta unnið Laser PC til eignar ef
heppnin er með þeim.
Steingrímur Hermannsson forsæt>
isráðherra opnar sýningunna kl.
17.00 á miðvikudag að viðstöddum
forseta íslands, Vigdisi Finnboga-
dóttur, og öðrum frammámönnum
þjóðarinnar.
Á sýningunni verður kynntur
blindraletursprentari í eigu Blindra-
bókasafris Islands og fluttur verður
fyrirlestur um notkun hans.
-KB
Tækin úr sovésku vélunum tveim voru sett beint i flutníngabila og þeim ekið rakleiöis til Reykjavikur, eftir tollskoðun.
DV-mynd KAE
Sandpappír, vatnspappír,
smergeldúkur og
margt fleira
Lofthandverkfæri
Rafmagnsverkfæri
gott úrval
"P
ntLOSHÖFO1
W
HUSGAGNA-
| HÖLLIN |
VESTURLANDSVEGUR
BlLDSHÖFÐA 18, SÍMI 672240
IVær vélar hlaðnar
tækjum Sovétmanna
Um hádegi á föstudag komu tvær
vélar frá Sovétríkjunum til Keflavíkur
með ýmsan tækjabúnað fyrir Sovét-
menn vegna leiðtogafundarins.
Samtals vó tækjabúnaðurinn, sem
kom hingað með tveim flugvélum af
gerðinni Ilyushin II-76TD, um 24 tonn.
Þær geta flutt 23 tonn þegar þær eru
fullhlaðnar.
Tækin, sem komu með vélunum,
munu mestmegnis hafa verið tækja-
búnaður vegna starfa sovéskra fjöl-
miðlamanna hér.
Auk tækjanna komu um 40 farþegar
með vélunum tveim í gær. -SJ
Þjónusta fyrir erienda fréttamenn:
Greiðslukort í símasjálfsala
Búið er að ákveða hvaða aðstöðu
Póstur og sími mun bjóða upp á fyrir
erlenda fréttamenn vegna leiðtoga-
fundarins. Talið er að vel yfir 1000
fréttamenn muni koma hingað og er
ljóst að mikið álag verður vegna send-
inga þein-a út úr landinu.
Sú nýjung verður tekin upp að
greiðslukort nægja sem borgun í síma-
sjálfsala, þannig að erlendir frétta-
menn losna við áhyggjur af því að eiga
ekki tíkalla í símann þegar þeir
hringja út. Nú geta þeir bara notað
kortin.
Önnur þjónusta sem Póstur og sími
mun bjóða er m.a. aðgangur að telex-
vélum, póstfax og telefax þjónusta,
aðgangur að almennum gagnaflutn-
ingsnetum sera. tengja tölvur saman,
tengiaðstaða fyrir tölvur með mótöldu
(motem) og myndsendingartæki í
símaklefum, en settir verða upp 40
símaklefar þar sem aðalbækistöð er-
lendu fréttamannana verður. Að sögn
Jóhanns var ekki búið að ákveða það
í gær hvar sú bækistöð yrði.
SJ